Færslur: Korpuskóli

Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
Reykjavíkurborg leitar að öðru rými fyrir Fossvogsskóla
Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segjast ætla að kanna möguleika á betra kennslurými fyrir nemendur 2.-4. bekkjar í Fossvogsskóla. Kallað var til skólaráðsfundar síðdegis þar sem foreldrar lýstu þungum áhyggjum af fyrirhuguðum áætlunum um kennslu í tengibyggingu og kjallara í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.
Nemendur Fossvogsskóla keyrðir í Korpuskóla
Kennsla barna í 5.-7. bekk í Fossvogsskóla fer fram í Korpuskóla í Grafarvogi á komandi skólaári. Börnin verða flutt með rútu milli hverfanna. Börn í 1. til 4. bekk mun stunda sitt nám í Fossvogi. Fyrsti bekkur hefur nám sitt í húsnæði frístundar og eru viðræður í gangi um kennslu 2.-4. bekkjar í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.
09.08.2021 - 17:07
SAMFOK krefjast umbóta fyrir nemendur Fossvogsskóla
Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, krefjast umbóta fyrir nemendur og starfsfólk Fossvogsskóla þar sem mygla greindist fyrir um tveimur árum.
Áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla ekki tilbúin
Ekki liggur enn fyrir tímasett áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla. Kennsla var flutt þaðan í Kelduskóla, sem einnig gengur undir heitinu Korpuskóli, í marslok eftir langvarandi viðureign við myglu og sveppagró.
Allt klárt fyrir kennslu í Korpuskóla
Búið er að gera við rakaskemmdir í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Nemendur úr Fossvogsskóla hefja þar nám á morgun. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að finni börn fyrir myglueinkennum í Korpuskóla þurfi þau hugsanlega að skipta um skóla. 
06.04.2021 - 21:45
Unnið að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana
Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla um páskana en við skoðun fundust skemmdir á gólfdúk, í veggjum og vaskaskápum. Ummerki fundust einnig um raka í loftum auk þess sem EFLA verkfræðistofa sem hefur eftirlit með framkvæmdunum gerir athugasemdir við frágang á gluggum, hurðum og í kringum niðurföll.
Korpuskóli stendur auður þrátt fyrir áhuga Hjallastefnu
Korpuskóli stendur auður eftir að starfsemi hans var hætt í fyrravor. Hjallastefnan óskaði eftir að hefja grunn- og leikstólastarfsemi í húsnæðinu en var tjáð að borgin væri þegar búin að leigja helming húsnæðisins fyrir eigin starfsemi. Reykjavíkurborg lagði af skólahald í Kelduskóla Korpu síðastliðið vor og fóru nemendur hans í Engjaskóla og Borgarskóla.
12.02.2021 - 17:24