Færslur: Kórónuveirusmit

COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
66 smit innanlands
66 greindust í gær með COVID-19 hér á landi. 14 manns liggja á sjúkrahúsi og þar af eru 3 á gjörgæslu.
27.08.2021 - 11:04
60 smit í gær og 38 utan sóttkvíar
60 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 38 utan sóttkvíar við greiningu, eða um 63%. Af þeim sem smituðust innanlands í gær voru 26 óbólusettir. Tólf til viðbótar greindust í landamæraskimun, en tveir þeirra bíða mótefnamælingar.
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
124 smit en fækkar á sjúkrahúsi
124 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 54 utan sóttkvíar eða 43% prósent smitaðra. 25 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er fimm sjúklingum færra en í gær. Fimm eru á gjörgæsludeild, en þeir voru sex í gær.
Hundruð í sóttkví vegna leikskóla- og frístundastarfs
Hátt í 400 börn eru nú í sóttkví vegna COVID-19 smita sem greinst hafa á leikskólum eða frístundaheimilum í höfuðborginni. Þar að auki er fjöldi starfsfólks, sem og aðstandendum barnanna í sóttkví, svo ætla má að minnst tvöfalt fleiri séu í sóttkví vegna smitanna.
83 smit í gær og fækkar um tvo á sjúkrahúsi
83 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 49 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. Þrjátíu manns liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er tveimur færri en í gær. Sjö eru á gjörgæsludeild, sem er einum færri en í gær.
106 smit í gær og sex innlagnir á spítala
106 greindust smituð með COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 62 utan sóttkvíar eða 58%. Sex voru lögð inn á sjúkrahús í gær og liggja nú 24 á Landspítalanum með COVID-19.
Flestir smitast í gleðskap
Langflest smit sem nú greinast tengjast gleðskap, segir yfirlæknir covid-göngudeildarinnar. Hundrað og sjö greindust smituð í gær. Þá fjölgaði um rúmlega þrjú hundruð manns í sóttkví. 
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
Áskorun að halda úti hefðbundnu frístundastarfi
Starfsfólk í sértæku frístundastarfi fyrir börn með fatlanir er hrætt við að smita skjólstæðinga sína af COVID-19. Smit hafa komið upp á frístundaheimilum víðs vegar um borgina í þessari fjórðu og stærstu bylgju faraldursins. Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, segir að erfitt sé að halda úti algerlega hefðbundnu frístundastarfi.
Sjónvarpsfrétt
Svandís: Runninn upp nýr veruleiki
Heilbrigðisráðherra segir að nú sé runninn upp nýr veruleiki í baráttunni við kórónuveiruna. Mikilvægt sé að hugsanlegar sóttvarnaaðgerðir í framtíðinni nái yfir lengra tímabil en hingað til hefur verið. Líklega verði rætt um breyttar aðgerðir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn.
108 smit í gær og 70 utan sóttkvíar
108 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær, þar af voru 70 utan sóttkvíar. Einn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Nú liggja 16 inni á sjúkrahúsi með veiruna. Af þeim sem smituðust í gær voru 54 fullbólusettir, 45 óbólusettir og 2 sem höfðu hafið bólusetningu.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.
18.07.2021 - 12:24
Fjögur innanlandssmit í gær og tvö við landamærin
Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Þrjú þeirra voru í sóttkví en tvö smit greindust við landmærin. 
Þrjú innanlandssmit í gær og öll í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Öll voru í sóttkví en enginn greindist við landmærin. 
02.05.2021 - 10:07
Þrjú innanlandssmit í gær og allir í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Allir voru í sóttkví en einn greindist við landmærin. 
Níu innanlandssmit og tveir utan sóttkvíar
Níu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Hluti smitanna tengist hópsmitinu á Suðurlandi, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna, en þar hafa smit meðal annars greinst í leik- og grunnskóla. Ekkert smit greindist á landamærunum.
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Viðtal
Yfir 20 kórónuveirusmit greindust í gær
Rúmlega 20 smit greindust innanlands í gær. Þetta sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-19 göngudeildar Landspítalans í Morgunútvarpinu á Rás 2. Hann leggur áherslu á að tölurnar séu ekki staðfestar og vonast til að meiri hlutinn hafi verið í sóttkví þegar hann greindist.
100 starfsmenn matvælafyrirtækis í skimun eftir smit
Tvö kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar í gær eru rakin til matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að skima hundrað starfsmenn fyrirtækisins og tugir eru í sóttkví. 
17.04.2021 - 18:01
Gæti þurft að endurskoða tillögur um sóttvarnaaðgerðir
Sóttvarnalæknir segir að hann gæti þurft að endurskoða tillögur sínar um sóttvarnaaðgerðir, haldi áfram að greinast kórónuveirusmit utan sóttkvíar. Í gær greindust fjögur smit, þar af þrjú utan sóttkvíar, allt var það fullorðið fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.  Þrjú börn hafa greinst með COVID-19 við landamærin síðan byrjað var að skima börn þar um mánaðamótin.