Færslur: Kórónuveirusmit

Hvorki smit innanlands né á landamærum
Ekkert smit greindist innanlands í gær, hvorki innanlands né á landamærum, eins og undanfarna daga. 820 sýni voru tekin í gær í sýnatöku og 500 á landamærum.
24.02.2021 - 11:08
Meira en 142-faldur munur á COVID-nýgengi
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er langlægst á Íslandi. Þar sem það er hæst er það meira en hundrað sinnum hærra en hér á landi.  Þetta sýna  tölur Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Ísland er eina landið í álfunni sem er allt skilgreint grænt.
Einn greindist innanlands og var í sóttkví
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Einn greindist með mótefni í landamæraskimun og tveir bíða eftir mótefnamælingu. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú þrír og nýgengi landamærasmita er sex.
Ekkert innanlandssmit — sex við landamærin
Enginn greindist með kórónuveirusmit í gær. Sex smit greindust við landamærin. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um fjölda smita.
Bjargvættirnir sex — hver er staðan?
Tvö eru komin og renna um æðar Íslendinga, þess þriðja er að vænta til landsins á næstu dögum. Óvíst er hvort það fjórða fái leyfi og prófanir standa enn yfir á tveimur til viðbótar. Svona er staðan á þeim sex kórónuveirubóluefnum sem munu standa landsmönnum til boða, gangi áætlanir eftir.
210 tilkynnt um aukaverkanir eftir COVID-bólusetningu
Lyfjastofnun hefur borist 210 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. 12 þeirra eru skilgreindar sem alvarlegar. 141 tilkynning, þar af 11 alvarlegar, eru vegna Comirnaty, bóluefnis Pfizer/BioNTech og 69 tilkynningar, þar af ein alvarleg, eru vegna bóluefnis Moderna.
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.
Tvö innanlandssmit greindust í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt smit greindist við landamærin, beðið er niðurstöðu mótefnamælingar um hvort það er virkt eða gamalt.
Eitt kórónuveirusmit innanlands í gær
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum en tvö í seinni skimun eftir komu til landsins. Beðið er niðurstöðu þess hvort tvö sýni séu virk. 
25.01.2021 - 11:06
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Tvö innanlandssmit undanfarinn sólarhring
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annað greindist í sóttkví og hitt við einkennasýnatöku. Tíu greindust á landamærunum, tvö virk smit og fjögur gömul greindust við landamæraskimun. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum þaðan.
Tvö innanlandssmit og báðir í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví og báðir greindust við einkennasýnatöku. Einn greindist með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þremur sýnum sem voru tekin þar. Nýgengi innanlandssmita er nú 15,5 og nýgengi landamærasmita er 25,4.
Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Fréttaskýring
Útbreiðsla farsóttarinnar – smit nálgast 100 milljónir
Fjöldi greindra kórónuveirusmita á heimsvísu er nú yfir 95 milljónir. Ríflega 25% smitanna hafa greinst í Bandaríkjunum. Faraldurinn er skæður í Evrópu þessa dagana, meira en 30 milljónir hafa greinst með COVID-19 í álfunni.
18.01.2021 - 18:09
600 viðbótarskammtar gætu leynst í nýju sendingunni
Mögulega gætu náðst 3.600 skammtar úr þeim 600 glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech sem komu hingað til lands í morgun í stað 3.000 eins og búist var við. Tilteknar sprautur og nálar sem þarf til að ná sjötta skammtinum úr glasinu eru komnar til landsins, en stefnt var að því að fá búnaðinn hingað til lands áður en ný sending bóluefnis bærist þannig að það myndi nýtast fleirum.
Fjögur innanlandssmit og sex við landamærin
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Sex smit greindust við landamærin, þar af voru tveir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum. Alls voru tekin 507 sýni innanlands í gær og 518 á landamærunum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir á landamærunum
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður rætt um heimildir til sóttvarnaaðgerða á landamærunum. Búast má við að í framhaldinu verði gefin út ný reglugerð þar að lútandi.
Fjögur innanlandssmit og tvö á landamærunum
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.
Færri óttast smit og ungt fólk er með COVID-kvíða
Þeim fækkar sem óttast að smitast af COVID-19 og fleiri telja of mikið gert úr heilsufarslegri hættu sjúkdómsins. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup á viðhorfi til ýmissa þátta sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.
Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.
Að skylda fólk í Farsóttarhús er neyðarúrræði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill skylda þá, sem koma til landsins og vilja ekki fara í tvöfalda sýnatöku, til að fara í 14 daga sóttkví í Farsóttarhúsi. Hann segir að það sé neyðarúrræði sem þurfi að grípa til svo faraldurinn blossi ekki upp aftur. Áhyggjuefni sé hversu mörg smit greindust við landamærin í gær.
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Hafa rætt um að aðstoða við COVID-gjörgæslumeðferð Svía
Óformlegar viðræður hafa verið á milli Svíþjóðar og hinna Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, um að löndin aðstoði Svía við gjörgæslumeðferð COVID-19 sjúklinga verði þess þörf. Gjörgæsludeildir á flestum spítölum í Svíþjóð eru fullar vegna mikillar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi.
Sérfræðilæknar rannsaka andlátin og aukaverkanirnar
Tveir sérfræðilæknar á sviði öldrunar rannsaka fimm tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega gætu tengst alvarlegum aukaverkunum bólusetningar við kórónuveirunni. Jafnframt hefur verið kallað eftir upplýsingum annars staðar af Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldra fólki sem hefur verið bólusett í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Rannsóknin er á vegum landlæknis, sóttvarnalæknis og forstjóra Lyfjastofnunar.
Áttu að vera í einangrun en fóru á McDonalds og í búðir
Bæjarstjórinn í bænum Greve í Danmörku vill að þeim, sem verða uppvísir að því að brjóta einangrun vegna kórónuveirusmits á meðan þeir dvelja á gistiheimili á kostnað bæjarins, verði gert að greiða sjálfir fyrir dvölina.