Færslur: Kórónuveirusmit

Engin PCR-próf á milli Reykjavíkur og Patró
Ekki er lengur boðið upp á PCR-próf til að greina kórónuveirusmit á Vesturlandi vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Umdæmislæknir sóttvarna segir að fólk eigi að láta heilbrigðisyfirvöld vita, greinist það með COVID-19 í heimaprófi.
Íþróttafólki óvart gefið spritt að drekka í stað vatns
Japönsk yfirvöld heita að rannsaka í hörgul hvernig og hvers vegna mistök urðu til þess að ungir íþróttamenn fengu handspritt í stað vatns til að svala þorstanum.
10.05.2022 - 06:50
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Sjónvarpsfrétt
Pirrandi að fá covid í annað skiptið
Tveir ungir menn, sem eru í einangrun með covid í annað skipti, finna fyrir litlum einkennum. Báðir fengu þeir Janssen-bóluefnið og annar þeirra örvunarskammt fyrir þremur vikum. „Ah, meira pirrandi en eitthvað annað. Við erum báðir einkennalausir og búnir að vera frá degi eitt,“ segir Helgi Gunnar Ásmundarson.
Viðtal
Býst við sama smitfjölda út janúar
Viðbúið er að fjöldi nýrra kórónuveirusmita haldist óbreyttur út mánuðinn og að það dragi mjög hægt úr fjölguninni. Þetta er mat sérfræðings í smitsjúkdómum. Metfjöldi smita greindist á landamærum í gær og samkvæmt upplýsingum eru þau flest hjá fólki sem eru að koma frá Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife.
Sjónvarpsfrétt
Vonar að gamlársboð verði ekki uppspretta smita
Hátt í sextán hundruð smit greindust í gær, eða 1557. Hluti smitanna gæti þó verið frá því í fyrradag. Víðir Reynisson á von á að smittölur haldist áfram háar. Hann segir ástæðu jólasmita vera í miklum mæli jólaboð og vonar að svo verði ekki með gamlársboðin.
325 bættust við á covid-göngudeildina
325 nýir skjólstæðingar bættust við á covid-göngudeild Landspítala í gær. Þetta herma heimildir fréttastofu. Sá fjöldi sem bætist við dag hvern hefur yfirleitt jafngilt um það bil þeim fjölda sem greinast með kórónuveiruna. Þetta gæti þá þýtt enn einn metdaginn í fjölda smita.
Veldisvöxtur og met slegið í sjö daga nýgengi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn í veldisvexti. Sjö daga nýgengi hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldursins og tveir þriðju þeirra 209 sem greindust í gær voru utan sóttkvíar.
Morgunvaktin
Stór hópur starfsfólks Landspítala skimaður eftir smit
Stór rakning stendur yfir vegna smits sem kom upp á Landspítalanum í gær. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir að málið verði rætt á rakningarfundi fyrir hádegi þar sem farið verði yfir atburði gærdagsins.
Um 30 börn á yngsta stigi smituð af COVID
Líklega verður skólastarf í Dalvíkurbyggð skert að minnsta kosti út þessa viku en þar eru nú um 30 börn með virkt kórónuveirusmit og einnig nokkrir starfsmenn skólans þar. Sveitarstjóri segir bæjarlífið í hægagangi þessa dagana og að allir hjálpist nú að.
Sjónvarpsfrétt
Bendir ekki til að smittölur lækki mikið fyrir jólin
Samkvæmt finnsku spálíkani má búast við yfir 100 smitum daglega fram í miðjan janúar. En Thor Aspelund segir að spáin sé svartsýn. Yfirlögregluþjónn segir fjöldabólusetningu og hertar aðgerðir geta breytt spánni. En hann segir að það bendi ekki til þess að smittölurnar verði orðnar sérstaklega lágar fyrir jólin. Nýgengi smita hefur aldrei verið hærra og metfjöldi er í einangrun eða sóttkví, rúmlega 4300 manns.
15.11.2021 - 19:10
Skima starfsmenn og grunnskólabörn í Suðurnesjabæ
Leikskólinn í Sandgerði er lokaður í dag og kennsla í fimm yngstu bekkjum grunnskólans fellur niður vegna kórónuveirusmita í bænum. Bæjarstjórinn í Suðurnesjabæ segir að staðan verði endurmetin síðar í dag.
08.11.2021 - 09:16
Ekkert skólahald yngri barna í Sandgerði á morgun
Leikskólinn Sólborg í Sandgerði verður lokaður á morgun vegna kórónuveirusmita barna og starfsmanna og skólahald fellur niður í 1. - 5. bekk í Sandgerðisskóla eftir að nokkrir nemendur í yngstu bekkjum skólans greindust með COVID-19. Alls eru um tíu börn á þessum aldri í bænum með virkt smit.
Allir skólastarfsmenn á Akranesi skimaðir
Yfir 100 virk kórónuveirusmit eru nú á Akranesi, en hægt hefur á útbreiðslu í bænum eftir mikla fjölgun smita undanfarna viku. Allir starfsmenn skóla og frístundastarfs í bænum fóru í skimun í morgun, óvíst er hvort skólar verða opnaðir eftir helgi.
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
66 smit innanlands
66 greindust í gær með COVID-19 hér á landi. 14 manns liggja á sjúkrahúsi og þar af eru 3 á gjörgæslu.
27.08.2021 - 11:04
60 smit í gær og 38 utan sóttkvíar
60 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 38 utan sóttkvíar við greiningu, eða um 63%. Af þeim sem smituðust innanlands í gær voru 26 óbólusettir. Tólf til viðbótar greindust í landamæraskimun, en tveir þeirra bíða mótefnamælingar.
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
124 smit en fækkar á sjúkrahúsi
124 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 54 utan sóttkvíar eða 43% prósent smitaðra. 25 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er fimm sjúklingum færra en í gær. Fimm eru á gjörgæsludeild, en þeir voru sex í gær.
Hundruð í sóttkví vegna leikskóla- og frístundastarfs
Hátt í 400 börn eru nú í sóttkví vegna COVID-19 smita sem greinst hafa á leikskólum eða frístundaheimilum í höfuðborginni. Þar að auki er fjöldi starfsfólks, sem og aðstandendum barnanna í sóttkví, svo ætla má að minnst tvöfalt fleiri séu í sóttkví vegna smitanna.
83 smit í gær og fækkar um tvo á sjúkrahúsi
83 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 49 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. Þrjátíu manns liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er tveimur færri en í gær. Sjö eru á gjörgæsludeild, sem er einum færri en í gær.
106 smit í gær og sex innlagnir á spítala
106 greindust smituð með COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 62 utan sóttkvíar eða 58%. Sex voru lögð inn á sjúkrahús í gær og liggja nú 24 á Landspítalanum með COVID-19.
Flestir smitast í gleðskap
Langflest smit sem nú greinast tengjast gleðskap, segir yfirlæknir covid-göngudeildarinnar. Hundrað og sjö greindust smituð í gær. Þá fjölgaði um rúmlega þrjú hundruð manns í sóttkví.