Færslur: Kórónuveirusmit

Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.
18.07.2021 - 12:24
Fjögur innanlandssmit í gær og tvö við landamærin
Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Þrjú þeirra voru í sóttkví en tvö smit greindust við landmærin. 
Þrjú innanlandssmit í gær og öll í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Öll voru í sóttkví en enginn greindist við landmærin. 
02.05.2021 - 10:07
Þrjú innanlandssmit í gær og allir í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Allir voru í sóttkví en einn greindist við landmærin. 
Níu innanlandssmit og tveir utan sóttkvíar
Níu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Hluti smitanna tengist hópsmitinu á Suðurlandi, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna, en þar hafa smit meðal annars greinst í leik- og grunnskóla. Ekkert smit greindist á landamærunum.
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Viðtal
Yfir 20 kórónuveirusmit greindust í gær
Rúmlega 20 smit greindust innanlands í gær. Þetta sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-19 göngudeildar Landspítalans í Morgunútvarpinu á Rás 2. Hann leggur áherslu á að tölurnar séu ekki staðfestar og vonast til að meiri hlutinn hafi verið í sóttkví þegar hann greindist.
100 starfsmenn matvælafyrirtækis í skimun eftir smit
Tvö kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar í gær eru rakin til matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að skima hundrað starfsmenn fyrirtækisins og tugir eru í sóttkví. 
17.04.2021 - 18:01
Gæti þurft að endurskoða tillögur um sóttvarnaaðgerðir
Sóttvarnalæknir segir að hann gæti þurft að endurskoða tillögur sínar um sóttvarnaaðgerðir, haldi áfram að greinast kórónuveirusmit utan sóttkvíar. Í gær greindust fjögur smit, þar af þrjú utan sóttkvíar, allt var það fullorðið fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.  Þrjú börn hafa greinst með COVID-19 við landamærin síðan byrjað var að skima börn þar um mánaðamótin.
Tvö smit greindust utan sóttkvíar í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Óljóst er hvort smitin sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Rakning stendur yfir og því gæti það skýrst þegar líður á daginn. Þá á raðgreining eftir að leiða í ljós af hvaða afbrigði smitin voru.
11.04.2021 - 10:51
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Myndskeið
Fullbólusettir gengu út úr Höllinni í dag
Von er á um 4.000 manns í kórónuveirubólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Sumir eru að fá sína fyrstu sprautu og aðrir þá síðari. Þetta er 58. dagurinn sem er bólusett gegn COVID-19 hér á landi síðan bólusetningar hófust hér í lok desember.
Um 800 börn hafa smitast af COVID hér á landi
Fimm börn greindust með kórónuveirusmit í gær, það yngsta eins árs. Alls hafa hátt í 800 börn veikst af COVID-19 frá upphafi faraldursins hér á landi, flest á unglingsaldri. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að einkenni barna geti verið önnur en fullorðinna.
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.
Farsóttarnefnd fundar - rætt um að hækka viðbúnaðarstig
Farsóttarnefnd Landspítala fundaði í gærkvöldi vegna stöðunnar sem upp er komin eftir að 21 kórónuveirusmit greindust um helgina og mun funda aftur upp úr hádegi í dag.
Enginn skipverjanna er alvarlega veikur
Vakt er við súrálsflutningaskip sem lagðist að bryggju í Reyðarfirði í fyrradag, eftir að kórónuveirusmit greindust hjá skipverjum, til að gæta þess að enginn fari um borð sem ekki á þangað erindi. Tíu af 19 manna áhöfn hafa greinst með veiruna, óvíst er hvað afbrigði hennar um ræðir, en beðið er niðurstöðu raðgreiningar.
Ekkert innanlandssmit - fjögur við landamærin
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Fjögur smit greindust við landamærin, tvö þeirra eru virk og beðið er niðurstöðu mótefnamælinga úr tveimur.
Norðmenn bíða með hertar sóttvarnir
Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti verulegum áhyggjum af fjölgun kórónuveirusmita, á fundi með fréttamönnum í morgun. Solberg sagði að nú væri á kreiki stökkbreytt afbrigði veirunnar sem smitaðist auðveldar og landsmenn yrðu að sýna mikla aðgát
09.03.2021 - 12:40
Yfir 1.400 skimaðir í dag
Yfir 1.400 eru væntanlegir í skimun hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá þessu í hádegisfréttum. „Það hafa rúmlega 700 manns farið í gegn hjá okkur í morgun og við eigum þá eftir annað eins eftir hádegi. Það er opið til klukkan 16 hjá okkur.“
08.03.2021 - 12:32
Óvíst hvenær bóluefni Janssen kemur til landsins
Óvíst er hvenær kórónuveirubóluefni Janssen kemur hingað til lands. Búist er við að það  fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fljótlega, en framleiðsluáætlun fyrirtækisins hefur ekki gengið eftir, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar.
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.
Hvorki smit innanlands né á landamærum
Ekkert smit greindist innanlands í gær, hvorki innanlands né á landamærum, eins og undanfarna daga. 820 sýni voru tekin í gær í sýnatöku og 500 á landamærum.
24.02.2021 - 11:08