Færslur: Kórónuveirufaraldur

Fólk utan Schengen má nú koma til landsins
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Fyrstu farþegarnir frá löndum utan Schengen komu í morgun frá Boston. Fólk frá þessum löndum verður að sýna vottorð um að það sé með mótefni gegn kórónuveirunni. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að vinna við það að reglur breytist milli daga. Engir verða skikkaðir í sóttkvíarhótel í dag nema erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki hafa bókað hér hótel.
Segir íslensk stjórnvöld ganga lengra í opnun
Íslensk stjórnvöld ganga lengra í að opna landið en kveðið er á um í tilmælum Evrópusambandsins um litakóðunarkerfið,  að sögn prófessors í lögfræði. 
03.04.2021 - 19:28
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Gætu bólusett um 40 þúsund Íslendinga í apríl
Hugsanlega verður hægt að bólusetja um tíu þúsund Íslendinga á viku í apríl eða um 40 þúsund manns miðað við tölur frá heilbrigðisráðuneytinu . Þetta eru jafn margir og hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni frá því að bólusetning hófst.
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.
Farsóttarnefnd fundar - rætt um að hækka viðbúnaðarstig
Farsóttarnefnd Landspítala fundaði í gærkvöldi vegna stöðunnar sem upp er komin eftir að 21 kórónuveirusmit greindust um helgina og mun funda aftur upp úr hádegi í dag.
Myndskeið
Svipað og að fylgjast með stríðsátökum í heimalandinu
Meira en 90 þúsund greindust með kórónuveiruna í Brasilíu síðastliðinn sólarhring. Heilbrigðiskerfi landsins stendur vart undir álaginu. Forseti landsins ber mikla ábyrgð á stöðunni, segir maður sem fæddur er og uppalinn í Brasilíu.
18.03.2021 - 20:00
Leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna. Breska afbrigðið virðist valda meiri veikindum hjá börnum en minna smitandi afbrigði. Um helmingur kórónuveirutilfella sem greinst hafa á landamærunum í mars er af breska stofninum. 
Engin smit greind eftir tónleika í Hörpu
Engin COVID-smit hafa greinst meðal starfsfólks og tónleikagesta í Eldborg í Hörpu síðasta föstudag. Í ljós kom um helgina að manneskja sem smituð var af bresku afbrigði veirunnar hafði sótt tónleika með píanóleikaranum Víkingi Heiðari á föstudag.
Norðmenn bíða með hertar sóttvarnir
Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti verulegum áhyggjum af fjölgun kórónuveirusmita, á fundi með fréttamönnum í morgun. Solberg sagði að nú væri á kreiki stökkbreytt afbrigði veirunnar sem smitaðist auðveldar og landsmenn yrðu að sýna mikla aðgát
09.03.2021 - 12:40
Um 1.400 hafa fengið 8 milljarða í tekjufallsstyrki
Um 1.400 fyrirtæki hafa nú fengið hátt í átta milljarða greidda í tekjufallsstyrki vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli, geta sótt um slíka styrki.
Þeir sem neita að bera grímu eru oftast undir áhrifum
Nokkuð er um að lögregla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu. 
Bóluefni Novavax og Valneva koma til greina
Raunhæft er að búast við því að talsvert meira muni berast hingað til lands af kórónuveirubóluefnum strax á næsta ársfjórðungi; á tímabilinu apríl til júní. Líklegt er að framleiðslugeta lyfjaframleiðendanna verði meiri og þess er vænst að fleiri bóluefni verði þá búin að fá markaðsleyfi, þar á meðal frá tveimur framleiðendum sem Evrópusambandið á nú í viðræðum við. Ekki liggja fyrir afhendingaráætlanir til lengri tíma en til loka marsmánaðar.
Myndskeið
Kári segir að ekkert verði af rannsókn Pfizer
Ekkert verður af bólusetningarannsókn Pfizer, sem rædd var á fundi sóttvarnalæknis, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fulltrúa Pfizer í dag. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eftir fundinn
Viðtal
Fólk verði að stilla væntingum um Pfizer samning í hóf
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að vænta ekki of mikils af viðræðum við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer. Náist samningar þurfi þeir að hljóta samþykki ráðamanna, vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekki staðfesta að framhaldið ráðist á fundi með forsvarmönnum lyfjaframleiðandans í dag.
Ávinningurinn vegur þyngra en aukaverkanirnar
Ávinningurinn af bólusetningu með Comirnaty, kórónuveirubóluefni Pfizer/BioNTech er meiri en þær hugsanlegu aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan byrjað var að bólusetja með lyfinu. Engin ástæða er til að breyta leiðbeiningum um notkun þess. Þetta kemur fram í nýrri öryggisskýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um Comirnaty.
Prófanir á Janssen bóluefninu lofa góðu
Prófanir á kórónuveirubóluefni hollenska lyfjaframleiðandans Janssen sem er undirfyrirtæki bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson, sýna allt að 72% virkni þess. Bóluefnið þarf eingöngu að gefa í einum skammti í stað tveggja eins og þarf með bóluefni Moderna og Pfizer/BioNTech. Ísland hefur tryggt sér 235.000 skammta af bóluefni Janssen.
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.
Útgöngubann um nætur í Hollandi
Hollenska þingið samþykkti í dag útgöngubann um nætur sem tekur gildi á laugardag, vegna útbreiðslu veirunnar. Þetta er fyrsta útgöngubannið í landinu síðan í síðari heimsstyrjöld.
21.01.2021 - 20:54
Andleg líðan aldrei verri en í kórónuveirufaraldrinum
Neysla landsmanna um síðustu jól var meiri en verið hefur frá upphafi mælinga. Minni veikindi voru meðal landsmanna bæði í haust og í lok síðasta árs, líklega vegna sóttvarna. Andleg líðan mældist hins vegar verri þegar fyrsta og þriðja bylgja faraldursins stóðu sem hæst.
Mótvægisaðgerðir ríkisins vegna COVID um 200 milljarðar
Beinar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins eru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.  Mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum vegna faraldursins í fyrra og í ár nema samtals rúmlega 200 milljörðum króna sem samsvarar 7% af vergri landsframleiðslu ársins 2019 og gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 80 milljörðum á árinu 2020, 55 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Myndskeið
Fjöldatakmarkanir í 20 og skylda fólk í Farsóttarhús
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Þær taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi.
Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
Sjö greindust með smit í gær - fimm utan sóttkvíar
Sjö greindust með kórónveiruna í gær, þar af voru fimm utan sóttkvíar. Enginn er nú á gjörgæslu en einn sjúklingur lést á Landspítalanum í nótt. 29 hafa látist í farsóttinni, þar af 19 í þriðju bylgju faraldursins.
29.12.2020 - 10:55
Myndskeið
Þurfa leyfi frá Pfizer áður en bóluefnið verður notað
Vél frá flutningafyrirtækinu UPS lenti á Keflavíkurflugvelli um níu leytið í morgun með tíu þúsund skammta af bóluefni frá Pfizer og BioNTech. Vélin kemur frá Amsterdam í Hollandi. Júlía Rós Atladóttir hjá dreifingarfyrirtækinu Distica segir ekkert óvænt hafa komið upp í fluginu. Leyfi þarf að koma frá Pfizer áður en byrjað verður að nota bóluefnið.