Færslur: Kórónuveirufaraldur

Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Áhyggjur landsmanna af faraldrinum fara minnkandi
Áhyggjur landsmanna af kórónuveirufaraldrinum fara hríðminnkandi. Áhyggjur af heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum faraldursins hafa ekki mælst minni frá því að farsóttin hófst.
14.07.2021 - 10:36
Þórólfur fullbólusettur með AstraZeneca
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var í hópi þeirra sem fékk seinni sprautuna af AstraZeneca í Laugardalshöll í morgun. Þegar Þórólfur fékk fyrri skammtinn í lok apríl stóðu viðstaddir upp og klöppuðu fyrir honum.
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.
Myndskeið
Stærsti ferðamannadagurinn í Leifstöð frá upphafi COVID
Fimm daga dvöl á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum verður ekki lengur skylda á miðnætti. Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. „Við sjáum það til dæmis bara í dag sem er einn stærsti dagurinn frá því að COVID byrjaði, hér eru að koma um 2000 ferðamenn til landsins,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Hátt í þriðjungur 16 ára og eldri fullbólusettur
Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku.
Einn fluttur á gjörgæslu með órakið smit utan sóttkvíar
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tvö af þeim voru á Sauðárkróki í sóttkví og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra var ekki í sóttkví og var flutt á gjörgæslu með smit sem ekki hefur tekist að rekja. 
10.05.2021 - 12:02
Sjö smit og mikið lokað á Króknum
Alls hafa 7 greinst með Covid-19 og á þriðja hundrað verið sett í sóttkví á Sauðárkróki. Fjöldi sýna voru tekin í gær og í dag og ætla má að heildarfjöldinn sé um 400.
10.05.2021 - 08:09
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
Viðtal
Hátt í 13.000 fengu sprautuna í Höllinni í dag
Hátt í þrettán þúsund fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag og þetta er mesti fjöldi sem hefur verið sprautaður á einum degi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni höfuðborgarsvæðisins segir að vel hafi gengið að bólusetja þennan fjölda.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Myndskeið
Önnur bylgja faraldursins á Indlandi stjórnlaus
Hjálpargögn eru farin að berast til Indlands, þar sem flest kórónuveirusmit í heiminum greinast nú dag hvern. Þriðjungur þeirra sem fara í sýnatöku í Nýju-Delí reynast smituð.
28.04.2021 - 20:00
Sá eini utan sóttkvíar reyndist vera í sóttkví
Sá eini sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær reyndist vera í hálfgerðri sóttkví. Því þótt hann hafi ekki verið skráður í sóttkví sjálfur var hann í sóttkví með barni sínu. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Alls greindust 17 smit í gær, flest öll tengjast hópsmitinu á leikskólanum Jörva.
24.04.2021 - 19:22
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt. 
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Myndskeið
Bólusetningin eins og ferming og jól
Þetta er eins og að vera nýfermd, sagði kona sem fékk seinni kórónuveirubólusetninguna í dag. Um tíu þúsund verða bólusett í vikunni með þremur bóluefnum og aldrei hafa fleiri verið bólusettir á einum degi á Akureyri. Um 4.000 fengu bólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll.
Fólk utan Schengen má nú koma til landsins
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Fyrstu farþegarnir frá löndum utan Schengen komu í morgun frá Boston. Fólk frá þessum löndum verður að sýna vottorð um að það sé með mótefni gegn kórónuveirunni. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að vinna við það að reglur breytist milli daga. Engir verða skikkaðir í sóttkvíarhótel í dag nema erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki hafa bókað hér hótel.
Segir íslensk stjórnvöld ganga lengra í opnun
Íslensk stjórnvöld ganga lengra í að opna landið en kveðið er á um í tilmælum Evrópusambandsins um litakóðunarkerfið,  að sögn prófessors í lögfræði. 
03.04.2021 - 19:28
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Gætu bólusett um 40 þúsund Íslendinga í apríl
Hugsanlega verður hægt að bólusetja um tíu þúsund Íslendinga á viku í apríl eða um 40 þúsund manns miðað við tölur frá heilbrigðisráðuneytinu . Þetta eru jafn margir og hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni frá því að bólusetning hófst.
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.