Færslur: Kórónuveirufaraldur

Grímuskylda flugfarþega afnumin
Evrópusambandið afléttir grímuskyldu í flugvélum og flugstöðvum innan sambandsríkjanna frá og með næsta mánudegi. Flugöryggisstofnun Evrópu tilkynnti þetta í dag. Ákvörðunin var tekin í samráði við Sóttvarnastofnun sambandsins í ljósi þess að COVID-19 farsóttin er á niðurleið í álfunni.
11.05.2022 - 17:00
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
Hefur tvisvar fengið covid en er samt mótefnalaus
Ung kona sem smitast hefur í tvígang af covid segir það hafa verið áfall að greinast í annað skipti. Þrátt fyrir tvö smit og eina bólusetningu hefur hún ekki greinst með mótefni. Tuttugu og þrír hafa greinst í tvígang hér á landi.
21.11.2021 - 12:50
Hertar aðgerðir eini möguleikinn haldi fjölgun áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að haldi smitum áfram að fjölga sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur að hertar aðgerðir myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá almenningi. 84 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær - mesti fjöldi smita sem greinst hefur í rúma tvo mánuði.  
Fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þróun faraldurs
Fjórtán daga nýgengi covid-smita innanlands er 230 á hverja 100.000 íbúa, sem er með því mesta sem sést hefur síðan faraldurinn hófst, að því er fram kemur í pistli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á covid.is. Hann segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjölgun smita.
16 smit í gær - 9 utan sóttkvíar
16 voru greind með covid innanlands í gær. Af þeim voru 11 fullbólusettir og 5 óbólusettir. 7 hinna smituðu voru í sóttkví en 9 utan sóttkvíar. 1.148 manns fóru í einkennasýnatöku en 549 í handahófs- eða sóttkvíarsýnatöku. Alls eru 874 í sóttkví og 349 í einangrun, þar af 90 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þrjú smit voru greind á landamærunum í gær, tvö þeirra í fyrri skimun og eitt í þeirri seinni.
30.09.2021 - 11:03
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Þrír af hverjum fimm með virkt smit yngri en 30 ára
Þrír af hverjum fimm sem eru í einangrun með virkt kórónuveirusmit eru yngri en þrjátíu ára. Smittölur helgarinnar leiða þetta í ljós. Nærri sextíu prósent þeirra eru yngri en átján ára. Þetta má lesa út úr tölum á covid.is.
Fimm í sóttkví í Laugalækjarskóla
Fimm voru sendir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá nemanda í 10. bekk Laugalækjarskóla í gær. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra. Þrír nemendur í bekknum fara í sóttkví auk tveggja kennara. Allir eru hvattir til að fara varlega og huga að sóttvörnum, og allir sem finna fyrir einkennum COVID-19 hvattir til að bóka sér COVID-próf í gegnu heilsuveru.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
106 smit í gær og sex innlagnir á spítala
106 greindust smituð með COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 62 utan sóttkvíar eða 58%. Sex voru lögð inn á sjúkrahús í gær og liggja nú 24 á Landspítalanum með COVID-19.
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Áhyggjur landsmanna af faraldrinum fara minnkandi
Áhyggjur landsmanna af kórónuveirufaraldrinum fara hríðminnkandi. Áhyggjur af heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum faraldursins hafa ekki mælst minni frá því að farsóttin hófst.
14.07.2021 - 10:36
Þórólfur fullbólusettur með AstraZeneca
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var í hópi þeirra sem fékk seinni sprautuna af AstraZeneca í Laugardalshöll í morgun. Þegar Þórólfur fékk fyrri skammtinn í lok apríl stóðu viðstaddir upp og klöppuðu fyrir honum.
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.
Myndskeið
Stærsti ferðamannadagurinn í Leifstöð frá upphafi COVID
Fimm daga dvöl á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum verður ekki lengur skylda á miðnætti. Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. „Við sjáum það til dæmis bara í dag sem er einn stærsti dagurinn frá því að COVID byrjaði, hér eru að koma um 2000 ferðamenn til landsins,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Hátt í þriðjungur 16 ára og eldri fullbólusettur
Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku.
Einn fluttur á gjörgæslu með órakið smit utan sóttkvíar
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tvö af þeim voru á Sauðárkróki í sóttkví og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra var ekki í sóttkví og var flutt á gjörgæslu með smit sem ekki hefur tekist að rekja. 
10.05.2021 - 12:02
Sjö smit og mikið lokað á Króknum
Alls hafa 7 greinst með Covid-19 og á þriðja hundrað verið sett í sóttkví á Sauðárkróki. Fjöldi sýna voru tekin í gær og í dag og ætla má að heildarfjöldinn sé um 400.
10.05.2021 - 08:09
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
Viðtal
Hátt í 13.000 fengu sprautuna í Höllinni í dag
Hátt í þrettán þúsund fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag og þetta er mesti fjöldi sem hefur verið sprautaður á einum degi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni höfuðborgarsvæðisins segir að vel hafi gengið að bólusetja þennan fjölda.