Færslur: Kórónuveirufaraldur

Einn fluttur á gjörgæslu með órakið smit utan sóttkvíar
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tvö af þeim voru á Sauðárkróki í sóttkví og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra var ekki í sóttkví og var flutt á gjörgæslu með smit sem ekki hefur tekist að rekja. 
10.05.2021 - 12:02
Sjö smit og mikið lokað á Króknum
Alls hafa 7 greinst með Covid-19 og á þriðja hundrað verið sett í sóttkví á Sauðárkróki. Fjöldi sýna voru tekin í gær og í dag og ætla má að heildarfjöldinn sé um 400.
10.05.2021 - 08:09
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
Viðtal
Hátt í 13.000 fengu sprautuna í Höllinni í dag
Hátt í þrettán þúsund fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag og þetta er mesti fjöldi sem hefur verið sprautaður á einum degi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni höfuðborgarsvæðisins segir að vel hafi gengið að bólusetja þennan fjölda.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Myndskeið
Önnur bylgja faraldursins á Indlandi stjórnlaus
Hjálpargögn eru farin að berast til Indlands, þar sem flest kórónuveirusmit í heiminum greinast nú dag hvern. Þriðjungur þeirra sem fara í sýnatöku í Nýju-Delí reynast smituð.
28.04.2021 - 20:00
Sá eini utan sóttkvíar reyndist vera í sóttkví
Sá eini sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær reyndist vera í hálfgerðri sóttkví. Því þótt hann hafi ekki verið skráður í sóttkví sjálfur var hann í sóttkví með barni sínu. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Alls greindust 17 smit í gær, flest öll tengjast hópsmitinu á leikskólanum Jörva.
24.04.2021 - 19:22
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt. 
Myndskeið
Mæta og biðja um sprautu
Talsvert er um að fólk, sem ekki er skráð í kórónuveirubólusetningu, mæti á bólusetningarstaði og biðji um sprautu. Ekki er orðið við slíkum beiðnum, en þegar bóluefni verður afgangs er það boðið fólki á lista farsóttarnefndar Landspítala.
Myndskeið
Bólusetningin eins og ferming og jól
Þetta er eins og að vera nýfermd, sagði kona sem fékk seinni kórónuveirubólusetninguna í dag. Um tíu þúsund verða bólusett í vikunni með þremur bóluefnum og aldrei hafa fleiri verið bólusettir á einum degi á Akureyri. Um 4.000 fengu bólusetningu með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll.
Fólk utan Schengen má nú koma til landsins
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Fyrstu farþegarnir frá löndum utan Schengen komu í morgun frá Boston. Fólk frá þessum löndum verður að sýna vottorð um að það sé með mótefni gegn kórónuveirunni. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að vinna við það að reglur breytist milli daga. Engir verða skikkaðir í sóttkvíarhótel í dag nema erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki hafa bókað hér hótel.
Segir íslensk stjórnvöld ganga lengra í opnun
Íslensk stjórnvöld ganga lengra í að opna landið en kveðið er á um í tilmælum Evrópusambandsins um litakóðunarkerfið,  að sögn prófessors í lögfræði. 
03.04.2021 - 19:28
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Gætu bólusett um 40 þúsund Íslendinga í apríl
Hugsanlega verður hægt að bólusetja um tíu þúsund Íslendinga á viku í apríl eða um 40 þúsund manns miðað við tölur frá heilbrigðisráðuneytinu . Þetta eru jafn margir og hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni frá því að bólusetning hófst.
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.
Farsóttarnefnd fundar - rætt um að hækka viðbúnaðarstig
Farsóttarnefnd Landspítala fundaði í gærkvöldi vegna stöðunnar sem upp er komin eftir að 21 kórónuveirusmit greindust um helgina og mun funda aftur upp úr hádegi í dag.
Myndskeið
Svipað og að fylgjast með stríðsátökum í heimalandinu
Meira en 90 þúsund greindust með kórónuveiruna í Brasilíu síðastliðinn sólarhring. Heilbrigðiskerfi landsins stendur vart undir álaginu. Forseti landsins ber mikla ábyrgð á stöðunni, segir maður sem fæddur er og uppalinn í Brasilíu.
18.03.2021 - 20:00
Leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna. Breska afbrigðið virðist valda meiri veikindum hjá börnum en minna smitandi afbrigði. Um helmingur kórónuveirutilfella sem greinst hafa á landamærunum í mars er af breska stofninum. 
Engin smit greind eftir tónleika í Hörpu
Engin COVID-smit hafa greinst meðal starfsfólks og tónleikagesta í Eldborg í Hörpu síðasta föstudag. Í ljós kom um helgina að manneskja sem smituð var af bresku afbrigði veirunnar hafði sótt tónleika með píanóleikaranum Víkingi Heiðari á föstudag.
Norðmenn bíða með hertar sóttvarnir
Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti verulegum áhyggjum af fjölgun kórónuveirusmita, á fundi með fréttamönnum í morgun. Solberg sagði að nú væri á kreiki stökkbreytt afbrigði veirunnar sem smitaðist auðveldar og landsmenn yrðu að sýna mikla aðgát
09.03.2021 - 12:40
Um 1.400 hafa fengið 8 milljarða í tekjufallsstyrki
Um 1.400 fyrirtæki hafa nú fengið hátt í átta milljarða greidda í tekjufallsstyrki vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli, geta sótt um slíka styrki.
Þeir sem neita að bera grímu eru oftast undir áhrifum
Nokkuð er um að lögregla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu. 
Bóluefni Novavax og Valneva koma til greina
Raunhæft er að búast við því að talsvert meira muni berast hingað til lands af kórónuveirubóluefnum strax á næsta ársfjórðungi; á tímabilinu apríl til júní. Líklegt er að framleiðslugeta lyfjaframleiðendanna verði meiri og þess er vænst að fleiri bóluefni verði þá búin að fá markaðsleyfi, þar á meðal frá tveimur framleiðendum sem Evrópusambandið á nú í viðræðum við. Ekki liggja fyrir afhendingaráætlanir til lengri tíma en til loka marsmánaðar.
Myndskeið
Kári segir að ekkert verði af rannsókn Pfizer
Ekkert verður af bólusetningarannsókn Pfizer, sem rædd var á fundi sóttvarnalæknis, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fulltrúa Pfizer í dag. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eftir fundinn
Viðtal
Fólk verði að stilla væntingum um Pfizer samning í hóf
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að vænta ekki of mikils af viðræðum við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer. Náist samningar þurfi þeir að hljóta samþykki ráðamanna, vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekki staðfesta að framhaldið ráðist á fundi með forsvarmönnum lyfjaframleiðandans í dag.