Færslur: Kórónuveiran

Skólum lokað á ný í New York
Allir ríkisskólar í New York-borg eru lokaðir frá og með deginum í dag til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Um það bil þrjú prósent þeirra sem skimuð voru fyrir veirunni undanfarna viku reyndust vera smituð. Þar með segir Bill de Blasio borgarstjóri að grípa þurfi til örþrifaráða til að hægja á útbreiðslunni.
19.11.2020 - 13:53
„Eins og þeir sjái hlutina ekki í raunhæfu ljósi“
Alma Möller, landlæknir, segist ekki hafa kynnt sér vef hópsins Út úr kófinu sem tveir þingmenn, Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson, standa meðal annars að. Hún mótmælti þó því sem lesið var upp fyrir hana af vef hópsins á upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sagðist ekki hafa kynnt sér stefnu hópsins en hefði fylgst með skoðun þessara þingmanna og væri þeim algjörlega ósammála. „Mér finnst eins og þeir sjái ekki hlutina í raunhæfu ljósi.“
Segir bóluefnin lofa góðu en ekkert fast í hendi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við að hægt verði að hefja bólusetningu á fyrri hluta næsta árs. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni og segir að á þessari stundu sé ekkert bóluefni fast í hendi þótt niðurstöður tveggja lyfjaframleiðenda hafi lofað góðu og séu ánægjulegar. Undirbúningi embættisins verði lokið fyrir áramót „og ef það kemur mikið bóluefni gerum við þetta hratt en annars verðum að bíða lengur og forgangsraða.“
Hafa áhyggjur af að fólk gleymi sér um jólin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þótt kórónuveirufaraldurinn sé á niðurleið núna verði að fara hægt í sakirnar við að aflétta takmörkunum. Hann hefur áhyggjur af því að fólk gleymi sér um jólin og í aðdraganda jólanna. Alma Möller landlæknir segir að embættið hafi til athugunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar um boð í heimahúsum og hvernig sé best að haga sóttvörnum í þeim.
Fjögur ný smit – tveir af þeim smituðu ekki sóttkví
Aðeins fjögur ný innanlandsmit greindust í gær. Tveir þeirra smituðu voru ekki í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Áfram fækkar þeim sem eru í einangrun og sóttkví. Nýgengi er nú komið niður í 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa sem er það minnsta í Evrópu. Fimmtíu og einn er á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæsludeild.
Frederiksen hætti við fund hjá drottningu vegna smits
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hætti á síðustu stundu við að ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fjölskyldu forsætisráðherrans. Frederiksen ætlaði að kynna breytingar á ríkisstjórninni eftir minkahneykslið. Danskir fjölmiðlar, sem ætluðu að fylgjast með fundinum, fengu upplýsingar um þetta frá lögreglumanni sem stóð vaktina fyrir utan Amalienborgarhöll.
19.11.2020 - 10:25
Norwegian biður um greiðslustöðvun
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian fór í dag fram á greiðslustöðvun fyrir tvö dótturfélög á Írlandi. Fyrirtækið á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum og fær ekki frekari aðstoð frá norska ríkinu.
18.11.2020 - 16:07
Sprautað á mótmælendur í Berlín
Lögregla í Berlín beitti vatnsþrýstibyssum í dag til að sundra hópi sem hafði safnast saman við Brandenborgarhliðið og mótmælti aðgerðum stjórnvalda gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir voru mótmælendurnir grímulausur.
Lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls hafa nú 26 látist í farsóttinni, þar af 16 í þriðju bylgju faraldursins en flest þeirra má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti.
11 ný innanlandssmit - tveir ekki í sóttkví
11 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær af. 961 sýni var tekið. Tveir voru ekki í sóttkví. Nýgengi innanlands er nú komið í rúmlega 56 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur og er með því lægsta í Evrópu. Fjórir greindust með veiruna við skimun á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum hjá þeim öllum.
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Vextir Seðlabanka komnir niður fyrir eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur Eru meginvextir bankans nú komnir niður fyrir eitt prósent og verða 0,75 prósent. Þriðja bylgjan og hertar sóttvarnaaðgerðir í framhaldinu drógu úr viðspyrnu á þriðja ársfjórðungi eftir „sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi.“
18.11.2020 - 09:07
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Svíar tryggja sér bóluefni fyrir alla þjóðina
Svíar hafa gengið frá samningum við þrjú lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Það á að duga til að bólusetja alla þjóðina.
17.11.2020 - 17:58
Landgöngum lokað á Kastrup flugvelli
Tuttugu og fjórum landgöngum á Kastrupflugvelli í Danmörku verður lokað í næstu viku. Ekki stendur til að opna þá aftur fyrr en eftir áramót, nema flugumferð og farþegafjöldi aukist að einhverju ráði.
17.11.2020 - 16:57
Frakkar byrja að bólusetja í janúar
Frakkar hyggjast byrja að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni í janúar, svo fremi að lyfjafyrirtæki hafi fengið bóluefnin viðurkennd hjá eftirlitsstofnunum og geti afhent þau. Stjórnvöld óttast hins vegar að milljónir landsmanna neiti að láta bólusetja sig.
17.11.2020 - 16:32
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Sjö ný smit og aðeins eitt utan sóttkvíar
Sjö greindust með kórónveiruna í gær og allir nema einn voru þegar í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þeim fækkar sem eru í einangrun, voru 340 í gær en eru 302 í dag. Þá hefur þeim einnig fækkað sem eru í sóttkví. Þeir voru 693 í gær en eru 563 í dag. Nýgengi smita er nú 61,1 og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september. Þeim fjölgar hins vegar sem eru á gjörgæslu, þeir voru þrír í gær en eru núna fjórir. 57 eru nú inniliggjandi, tveimur færri en í gær.
COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð
COVID-19 var þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð á fyrri helmingi þessa árs en 5.500 létust af völdum farsóttarinnar fyrstu sex mánuði ársins. Flestir dóu úr hjarta- og æðasjúkdómum, eða rúmlega 14 þúsund, og 11.600 úr krabbameini.
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
myndskeið
Geysilega mikilvægur árangur við þróun bóluefnis
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir árangur bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna við þróun bóluefnis við COVID-19 vera geysilega mikilvægan. Bóluefnið veitir vörn gegn veirunni í nær 95 prósentum tilvika. 
Svíar herða sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld í Svíþjóð boða verulega hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Einungis átta manns verður heimilað að koma saman. 
16.11.2020 - 16:38
ESB í viðræðum við Moderna—Ísland með í hópnum
Evrópusambandið hefur átt í viðræðum við lyfjafyrirtækið Moderna síðan í júlí um kaup á 80 milljón skömmtum af bóluefni fyrirtækisins við COVID-19. Fyrstu niðurstöður úr stórri tilraun benda til þess að bóluefnið veiti 95 prósent vörn við veirunni. Íslandi er tryggður sami aðgangur að bóluefnum sem ESB semur um og aðildarríkjum sambandsins.
16.11.2020 - 14:07
Á annað þúsund smit í Danmörku
Ellefu hundruð níutíu og fimm kórónuveirusmit voru greind í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Rúmlega sjötíu þúsund landsmenn voru skimaðir í gær. Átta sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær. Þeir eru núna 267 og hafa ekki verið fleiri síðan í lok apríl. 
16.11.2020 - 13:56
Nýtt bóluefni veitir 94,5% vörn gegn COVID-19
Nýtt bóluefni við COVID-19, frá bandaríska fyrirtækinu Moderna, veitir vörn gegn kórónuveirunni í nærri 95 prósentum tilfella. Forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá niðurstöðum rannsókna og prófana í dag.
16.11.2020 - 12:22