Færslur: Kórónuveiran

Sigurður Ingi bætist í COVID-hóp ráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur greinst með COVID-19. Hann upplýsir þetta á Facebook-síðu sinni. Forsætisráðherrra er einnig í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna fyrir helgi.
Fjórðungur þjóðarinnar hefur greinst með COVID-19
Áfram fjölgar þeim starfsmönnum Landspítalans sem eru í einangrun með COVID-19. Í morgun voru 363 starfsmenn með staðfest smit og hafa ekki verið fleiri. Karlmaður á sextugsaldri með COVID-19 lést á gjörgæsludeild spítalans í gær. Metfjöldi smita greindist í gær og hefur nú fjórðungur þjóðarinnar fengið COVID-19. Heilsugæslan og Læknavaktin taka í dag við helstu verkefnum covid-göngudeildarinnar.
Ummæli ráðherra vógu þungt í deilu um lokunarstyrk
Yfirskattanefnd komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mánaðarins að fyrirtæki, sem rekur kvikmyndahús, ætti rétt á lokunarstyrk frá íslenska ríkinu vegna þeirra sóttvarnatakmarkana sem voru í gildi í mars og apríl á síðasta ári. Ummæli sem þáverandi heilbrigðisráðherra lét falla á blaðamannafundi þegar reglugerðin var kynnt vógu þungt í deilunni.
Útbreidd smit helsta ógnin - ekki alvarleg veikindi
Helsta ógnin af völdum kórónuveirufaraldursins er ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra heldur útbreidd smit í samfélaginu. Það eykur fjölda smitaðra inni á heilbrigðisstofnunum með minni veikindi sem og miklum fjarvistum starfsfólks. Verði smit áfram á bilinu tvö til þrjú þúsund á dag er fyrirsjáanlegt að daglega leggist inn tveir til þrír vegna COVID-19 og fjórir til sex með staðfest smit. Sem eigi eftir að valda auknu álagi á heilbrigðisþjónustu og spítalakerfið.
Ísland gæti orðið síðast til að aflétta öllu
Íslensk yfirvöld gætu orðið þau síðustu á Norðurlöndum til að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sænsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem búist er við að tilkynnt verði um miklar afléttingar. Norðmenn afléttu nánast öllu hjá sér í gær og ætla stíga skrefið til fulls um miðjan mánuðinn. Danir hafa þegar aflétt öllu. Finnar stefna á að aflétta öllu í byrjun næsta mánaðar og taka stór skref í átt til venjulegs lífs síðar í þessum mánuði.
Brynhildur hoppandi kát eftir að metrinn fór
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að falla frá kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Reglugerð þess efnis hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi á morgun. Borgarleikhússtjóri er hoppandi kátur yfir þessari ákvörðun. „Þetta er algjörlega stórkoslegt.“
Forsætisráðherra fékk smitgát í afmælisgjöf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er í smitgát eftir að yngsti sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu á heimaprófi í morgun. Katrín var ekki á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og á afmæli í dag.
Willum Þór vill fara „dönsku leiðina“ í næstu farsóttum
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt drög að nýjum sóttvarnalögum í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagðar eru til nokkrar breytingar vegna þeirra „þeirrar reynslu sem fengist hefur hér á landi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.“ Willum leggur meðal annars til að tekin verði upp stigskipting sjúkdóma eins og þekkist í Danmörku. Með því verður aðeins hægt að grípa til veigamestu ráðstafana þegar sjúkdómur telst vera „samfélagslega hættulegur.“
Skoða kaup á covidlyfi Pfizer fyrir rúmar 100 milljónir
Íslensk heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að verja á annað hundrað milljónum í kaup á covid-lyfi Pfizer, Paxlovid. Kaupin yrðu gerð á grundvelli Evrópusamstarfsins eins og gert var með bóluefnin. Skammtarnir myndu duga í 1.500 meðferðir. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Erfiðlega hefur gengið hjá Evrópusambandinu og Pfizer að ná saman um kaup á lyfinu en samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í nóvember.
Heimilismaður á Sunnuhlíð lést af völdum COVID-19
Heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð lést af völdum COVID-19 um helgina. Þetta staðfestir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Sá látni var rúmlega sjötugur karlmaður.
Nærri þriðjungur sýna jákvæð í gær - 31 á sjúkrahúsi
Nærri þriðjungur þeirra sýna sem greind voru í gær voru jákvæð. Rúmlega fjórtán hundruð greindust með COVID-19 innanlands. Tæplega 5 prósent þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða einangrun. 31 sjúklingur liggur á Landspítala. Af þeim eru þrír á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Sjúklingum á gjörgæslu hefur ekki fjölgað síðan 25. janúar.
Ítarlegt áhættumat á stöðu faraldursins væntanlegt
Ítarlegt áhættumat á stöðu kórónuveirufaraldursins er væntanlegt síðar í vikunni sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bindur vonir við að gagnist við frekari ákvarðanatöku. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir matinu sem landlæknir og sóttvarnalæknir eru að vinna.
Aðgerðir bornar undir þingið eftir 3 mánuði af farsótt
Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem kveðið er á um að heilbrigðisráðherra þurfi að bera opinberar sóttvarnaráðstafanir undir Alþingi ef farsótt geisar enn þremur mánuðum eftir að fyrsta sóttvarnareglugerðin var sett. Samkvæmt frumvarpinu getur Alþingi fellt tillögu ráðherra sem hefur þá þann kost einan að fella reglugerðina úr gildi.
Lætur reyna á „breyttan faraldur“ fyrir héraðsdómi
„Í ljósi þess sem hefur meðal annars komið fram hjá læknum að undanförnu, er verið að láta reyna á hvort hægt sé að horfa á þetta með öðrum augum og hvort ekki sé lengur þörf á þessum brýnu sóttvarnaráðstöfunum,“ segir Ólafur Páll Vignisson, lögmaður manns sem ætlar að láta dómstóla skera úr um hvort það standist lengur sóttvarnalög að hann og tvö börn hans þurfi að sæta einangrun og sóttkví.
Fagnar varfærni stjórnvalda - vertar vildu ganga lengra
Formaður farsóttanefndar fagnar því að farið sé varfærnislega í afléttingar sóttvarnaraðgerða. Tíminn verði að leiða í ljós áhrif á innviði heilbrigðiskerfisins. Ferðaþjónustan vill rýmka landamærareglur. Veitingageirinn hefði viljað ganga lengra strax í afléttingum.
Fjögur börn á spítala með eða vegna COVID-19
Fjögur börn liggja nú á Landspítala með eða vegna COVID-19. Þetta kemur fram í orðsendingu farsóttanefndar. Af þeim 35 sjúklingum sem eru inniliggjandi með COVID-19 eru 27 í einangrun með virkt smit. Sex sjúklingar voru lagðir inn í gær en fjórir útskrifaðir. Spítalinn biður starfsmenn um að vera á varðbergi því reikna megi með að smitum eigi eftir að fjölga og nauðsynlegt sé að vernda þá fyrir smiti sem liggja inni.
Sigmar segir áætlun stjórnvalda „vonbrigði“
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir afléttingaáætlunin sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í morgun, valda vonbrigðum. Nágrannalönd Íslands séu að ganga enn lengra og sum hver að aflétta öllu. Erfitt sé að réttlæta 50 samkomutakmarkanir á sama tíma og 0,1 prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Fyrrverandi yfirlæknir COVID-deildarinnar telur áætlun stjórnvalda hljóma eins og skynsamleg varfærin skref og í sama streng tekur framkvæmdastjóri SAF.
20 af 33 sjúklingum þurft að leggjast inn vegna COVID
Aðeins 20 af þeim 33 sjúklingum sem voru inniliggjandi á Landspítalanum í morgun með COVID-19 þurftu að leggjast inn vegna veirusýkingarinnar. 6 þeirra eru með delta-afbrigðið en 12 með omíkron. Um 90 prósent af daglegum smitum eru af omíkron-afbrigðinu. Beðið er eftir raðgreiningu tveggja smita.
Notkun töflu gegn COVID-19 leyfð í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, heimilaði í dag notkun Paxlovid, lyfs í töfluformi sem á að draga úr líkum þess að fólk í áhættuhópi lendi á sjúkrahúsi eða deyi af völdum COVID-19. Fyrirtækin Pfizer og BioNTech þróuðu lyfið. Notkun þess var heimiluð í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Paxlovid virkar að sögn sérfræðinga því aðeins ef það er tekið innan fimm sólarhringa frá því að sjúklingur smitast af kórónuveirunni.
Nýtt met í innanlandssmitum í gær
1.567 greindust með COVID-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi smita nálgast nú fimm þúsund smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Jákvæðu tíðindin eru þau að nærri 60 prósent þeirra sem greindust í gær voru þegar í sóttkví. Rúmlega 11.500 eru nú í einangrun með virkt smit.
Kona á níræðisaldri lést af völdum COVID-19
Kona á níræðisaldri lést af völdum COVID-19 í gær. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Hún lá á legudeild spítalans. Alls liggja nú 33 sjúklingar með COVID-19, þrír þeirra eru á gjörgæslu og tveir af þeim eru í öndunarvél. 219 starfsmenn spítalans eru í einangrun og hafa ekki verið fleiri.
Segir öllum COVID-takmörkunum verða aflétt í Danmörku
Allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar verða afnumdar í Danmörku frá og með næsta mánudegi, hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum. Samkvæmt þeim ætlar Mette Frederiksen forsætisráðherra að tilkynna þetta á fundi með fréttamönnum á morgun.
25.01.2022 - 13:37
WHO: Nýtt skeið hafið í faraldrinum í Evrópu
Nýtt skeið er hafið í Evrópu með omíkron-afbrigðinu sem getur markað endalokin á faraldrinum í heimsálfunni. Þetta segir Hans Kluge, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. „Það er líklegt að við séum að sigla inn í lokaorrustuna við farsóttina.“
23.01.2022 - 17:29
Ásmundur ekki að „tana á Tene“ heldur í COVID-einangrun
Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, er með COVID-19 og hefur undanfarna daga verið í einangrun í Borgarnesi. Hann segir þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir þá sem töldu sig hafa heimildir fyrir því að hann væri „í löngu fríi að tana á Tene.“
Brýnt að skoða hvernig létta megi á takmörkunum
Brýnt að skoða hvernig megi létta á sóttvarnaráðstöfunum til að halda samfélaginu sem mest gangandi og í samráði við sóttvarnalækni er nú verið að skoða allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Þetta segja heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans í sameiginlegri grein sem birtist á visir.is í morgun.