Færslur: Kórónuveiran

Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19
Leikmaður meistaraflokks karla hjá fyrstu deildarliðinu Víkingi í Ólafsvík er smitaður af COVID-19. Félagið staðfestir þetta í stöðufærslu á Facebook. Nokkrir knattspyrnumenn hafa greinst með COVID-19 að undnförnu, meðal annars í kvennaliðum Breiðabliks og Fylkis og hjá karlaliði Stjörnunnar.
31.07.2020 - 18:05
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Drukku handspritt og dóu
Níu eru látnir í þorpinu Kurichedu í Andhra Pradesh á Indlandi eftir að hafa drukkið handspritt. AFP fréttastofan hefur eftir lögregluvarðstjóra í þorpinu að mennirnir hafi gripið til handsprittsins þar sem áfengisverslunum hafði verið lokað vegna kórónuveirunnar. Þeir blönduðu það með vatni eða gosdrykk og teiguðu í stórum skömmtum þar til þeir misstu meðvitund. Allir voru látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús.
31.07.2020 - 14:54
„Virðist vera komin ný bylgja af faraldrinum“
Ekki hefur tekist að rekja uppruna smitsins í umfangsmikilli hópsýkingu sem er í gangi núna og segir sóttvarnalæknir það ákveðið áhyggjuefni. Ekki sé vitað hvernig hún hefur komist til landsins og óljóst er hvort yfirvöld komist nokkurn tímann að því. „Í þessari hópsýkingu getum við sagt að sýkingavarnir innanlands hafi brugðist.“ Verulega hafi verið slakað á í einstaklingsbundnum sóttvörnum hjá öllum. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að svo virðist sem ný bylgja sé komin.
31.07.2020 - 14:29
9 af 11 sem greindust í gær voru ekki í sóttkví
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví, samkvæmt upplýsingum frá smitrakningateyminu. Verið er að taka saman gögn til að sjá hvort þeir hafi haft tengsl við þá sem hafa greinst síðustu daga og ætti það að liggja fyrir á upplýsingafundinum í dag. Þrír til viðbótar greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun, einn reyndist vera með mótefni, annar með virkt smit og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá þeim þriðja.
31.07.2020 - 12:05
11 ný smit - 50 í einangrun og 287 í sóttkví
Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.
31.07.2020 - 11:11
Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.
31.07.2020 - 10:52
Efnahagskreppa á Spáni
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman um 18,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Á þeim fyrsta nam samdrátturinn 5,2 prósentum. Tæknilega séð er þar með brostin á efnahagskreppa í landinu.
31.07.2020 - 09:46
Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.
31.07.2020 - 06:18
37 virk kórónuveirusmit í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og sjö virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Enginn Færeyingur er meðal hinna smituðu.
31.07.2020 - 04:02
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Grímuskylda um borð í Herjólfi
Farþegum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður gert að bera grímur um borð en um sinn verður farþegafjöldi ekki takmarkaður.
31.07.2020 - 02:17
Guðni: Beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur fólk til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann segir innsetningarathöfnina þann 1. ágúst verða með allt öðru og minna sniði en venjan er. „Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans,“ segir forsetinn.
30.07.2020 - 19:28
Myndskeið
Svona á að nota grímur
Margir ruku út í búð strax eftir blaðamannafundinn í dag til að kaupa sér grímu. Sums staðar þurfti að kalla út auka mannskap til að afgreiða grímurnar. Sérfræðingur hjá sóttvarnalækni segir þó að tveggja metra reglan sé aðalatriðið. Grímur eigi bara að nota þar sem ekki sé unnt að halda tveggja metra fjarlægð. Þegar gríman er orðin rök verði að henda henni og fá sér nýja.
Vonar að hægt verði að hindra aðra bylgju faraldursins
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, starfandi sóttvarnalæknir, vonar að aðgerðirnar sem kynntar voru í dag dugi til að koma í veg fyrir aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Samkomubann verður bundið við 100 í stað 500 frá hádegi á morgun, tveggja metra reglan tekur gildi aftur og þar sem ekki verður hægt að tryggja hana verður fólk að vera með grímu.
30.07.2020 - 19:01
Yfir níutíu smit í Danmörku
Níutíu og eitt kórónuveirusmit var greint í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 18. maí. Sextán starfsmenn sláturhúss Danish Crown í Ringsted á Sjálandi voru þeirra á meðal. Alls hafa 32 verið greindir hjá fyrirtækinu síðustu daga.
30.07.2020 - 17:15
Dönsk yfirvöld auka ferðafrelsi Dana
Á sama tíma og hert er á samkomubanni á Íslandi hefur danska utanríkisráðuneytið losað um ferðahömlur. Dönum er nú óhætt að ferðast til allra héraða í Svíþjóð, en fram að þessu hefur ráðuneytið ráðið fólki frá því að fara til vissra staða í landinu nema nauðsyn beri til.
30.07.2020 - 17:02
Listamenn ausa úr skálum reiði sinnar
Hljóðið er þungt í tónlistarmönnum eftir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í morgun. Ljóst er að lítið mun fara fyrir tónleikahaldi næstu tvær vikur og fjölmargir listamenn sitja eftir með sárt ennið. Fjölmargir hafa ausið úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum og fá bæði stjórnvöld og ferðaþjónustan á baukinn. Fyrirliði íslenska landsliðsins kemur þeim þó til varnar.
30.07.2020 - 16:29
Segir aukningu en ekki samdrátt í listaverkasölu
Listaverkasala gengur vel þrátt fyrir kórónuveirufaraldur segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Foldar. Hann kannast ekki við samdrátt í sölu líkt og forsvarsmenn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) halda fram.
30.07.2020 - 15:15
Vertar í Eyjum afturkalla umsóknir um vínsölu utandyra
Allir þeir veitinga-og skemmtistaðir sem höfðu sótt um að fá að selja áfengi utandyra í Vestmannaeyjum hafa afturkallað umsókn sína. Sama á við um styrktartónleika sem til stóð halda í tilefni af verslunarmannahelginni. Skilyrði verða sett um lokun Herjólfsdals fyrir umferð fólks ef leyfi verður veitt fyrir brennunni á Fjósakletti annað kvöld.
Sprenging í sölu gríma eftir fundinn í morgun
Algjör sprenging varð í sölu andlitsgríma eftir blaðamannafundinn í morgun þar sem kynntar voru hertar aðgerðir vegna nýrra COVID-19 smita innanlands. Þar var meðal annars kveðið á um að nota skyldi grímur ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra regluna og ef fólk ætlaði að nýta sér almenningssamgöngur og innanlandsflug. „Þetta er meiri sprenging en þegar COVID var að byrja,“ segir framkvæmdastjóri Rekstrarvara.
30.07.2020 - 14:36
Úr 100 í 20 í 50 í 200 í 500 og svo aftur í 100
Samkomutakmarkanirnar sem tilkynnt var um á fundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun eru þær mestu hér á landi vegna COVID-19 faraldursins síðan takmarkanir voru rýmkaðar úr 50 manns í 200 þann 25. maí. Þetta er í sjötta sinn síðan 16. mars sem takmarkanir eru settar á þann fjölda fólks sem má koma saman.
Nýr grímuklæddur veruleiki á hádegi á morgun
Björn Leifsson, forstjóri líkamsræktarkeðjunnar World Class, segir að starfsemi líkamsræktarstöðvanna verði með svipuðum hætti og var. Annað hvert upphitunartæki verði tekið úr notkun, fækkað verði í hóptímum og 100 manna samkomubann virt. „Þetta er helvíti skítt,“ segir Björn. Vert í Reykjavík segir aðgerðirnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í morgun horfi alls ekki vel við þeim. Framkvæmdastjóri Strætó segir að grímulausir farþegar fái ekki að koma inn í vagnana.
30.07.2020 - 13:36
Mun valda töluverðu tjóni
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vissulega ákveðin vonbrigði að Íslendingar hafi ekki náð að komast lengra inn í haustið áður en þurfti að grípa til harðari aðgerða. „Við höfðum svo sem ekki gert okkur neinar vonir um að til þess myndi ekki koma, en það eru vissulega vonbrigði að það gerist svona hratt,“ segir Jóhannes.
30.07.2020 - 13:13