Færslur: Kórónuveiran

Fékk Novavax og kemst ekki í brúðkaupsferð til Íslands
Englendingurinn Pete Harris er miður sín eftir að hafa fengið þau tíðindi að hann komist ekki í brúðkaupsferð til Íslands í ágúst. Ástæðan er að hann tók þátt í tilraun með bóluefninu Novavax sem ekki hefur verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Harris fær heldur ekki bólusetningu með öðru bóluefni.
Von á 5 þúsund skömmtum frá AstraZeneca
Von er á rúmlega fimm þúsund skömmtum af bóluefninu frá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í þessari og næstu viku en rúmlega tíu þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn. Því verður að teljast líklegt að einhverjir þeirra verði að fá annað bóluefni, sennilega Pfizer, til að klára bólusetningu sína.
60 skráðu sig í smitgát eftir villu í COVID-appi
Vegna villu í rakningarappinu fyrir Iphone skráðu 60 manns, sem fengu tilkynningu um að þeir hefðu verið útsettir fyrir COVID-19 smiti, sig í smitgát. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að þeir sem fengu slíkt boð í dag þurfi ekki að fara í sóttkví. „Okkur finnst þetta afskaplega leiðinlegt en þessi fjöldi sýnir um leið að fólk er á tánum.“
Ein tilkynning um andlát eftir bólusetningu með Janssen
Lyfjastofnun hefur borist ein tilkynning um andlát eftir bólusetningu með bóluefni Janssen. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar. Viðkomandi var á aldrinum 65-74 ára. Þetta er fyrsta andlátið sem er tilkynnt til Lyfjastofnunar eftir bólusetningu með bóluefninu en rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar hafa verið bólusettir með því.
Pútín biður Rússa að hlusta á sérfræðinga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skorar á landsmenn að hlusta á sérfræðinga í heilbrigðismálum og láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Í árlegum maraþon-símatíma forsetans þar sem hann svaraði spurningum almennra borgara bað hann fólk að taka ekki mark á þeim sem dreifa óstaðfestum sögusögnum og vita lítið um faraldurinn, en hlusta frekar á þá sem þekkinguna hafa. 
Þórólfur fullbólusettur með AstraZeneca
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var í hópi þeirra sem fékk seinni sprautuna af AstraZeneca í Laugardalshöll í morgun. Þegar Þórólfur fékk fyrri skammtinn í lok apríl stóðu viðstaddir upp og klöppuðu fyrir honum.
151 þúsund COVID-sjúklingar á sjúkrahúsum í Rússlandi
151 þúsund sjúklingar liggja á sjúkrahúsum í Rússlandi um þessar mundir, smitaðir af COVID-19. Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi sem sent var frá í beinni útsendingu í dag. Þriðja bylgja faraldursins ríður yfir landið og er sérlega slæm vegna hins svonefnda delta-afbrigðis. Ráðherrann sagði að 182 þúsund pláss hefðu verið tekin frá á sjúkrahúsum vegna COVID-19 sjúklinga. Hann sagði að ástandið væri erfitt um þessar mundir, einkum í stórborgum landsins.
Beðið með bólusetningar fyrir börn
Með nýrri reglugerð er heimilt að bólusetja börn hér á landi sem náð hafa 12 ára aldri, óski foreldrar þess. Allnokkur aðsókn er hjá foreldrum í slíka bólusetningu fyrir börn sín en þar sem frekari rannsókna er beðið hefur verið ákveðið að bíða átekta til hausts.
Myndskeið
Ítalir sleppa grímunum utandyra
Grímuskylda utandyra var afnumin í dag alls staðar á Ítalíu. Lítil hætta er talin á að kórónuveiran breiðist þar út um þessar mundir - í fyrsta sinn frá því að farsóttin braust þar út í febrúar í fyrra.
28.06.2021 - 16:06
Grikkir greiða ungu fólki fyrir að fara í bólusetningu
Ungir Grikkir fá „frelsiskort“ með 150 evra inneign eða fá ókeypis netaðgang í símunum sínum ef þeir láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Tilboðið gildir fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára, að sögn gríska dagblaðsins Kathimerini.
Þórólfur búinn að senda heilbrigðisráðherra minnisblöð
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst innanlands í rúma viku. Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð, annað um aðgerðir innalands en hitt um aðgerðir á landamærunum. Búið er að afnema forgangsröðun við bólusetningu og getur fólk nú skráð sig á netinu.
Sprenging í veirusmitum í Rússlandi
Tatiana Golikova, varaforsætisráðherra Rússlands, segir að sprenging hafi orðið í útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar að undanförnu. Í síðustu viku hafi smitum fjölgað um meira en fimmtung frá mánuðunum á undan. Hún segir að smitum fjölgi um nokkur þúsund og dauðsföllum um hundruð á hverjum degi.
23.06.2021 - 16:39
Sóttkvíarbrjótur setur norskt sveitarfélag á hliðina
Ungur maður, sem hafði verið á ferðalagi utan Evrópu, hefur sennilega smitað fleiri en 75 af delta-afbrigði kórónuveirunnar í norska sveitarfélaginu Tønsberg og nágrannasveitarfélaginu Færder. Maðurinn kom til landsins í maí, fór í sýnatöku á Gardemoen-flugvellinum og átti að vera viku á sóttkvíarhóteli í Ósló eða fram að seinni sýnatökunni. Hann lét sig hins vegar hverfa eftir þrjá daga og hélt heim.
Bólusetning eða fangelsi á Filippseyjum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar að láta fangelsa fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Rúmlega tvær milljónir af 110 milljón íbúum landsins eru fullbólusettar.
Svíinn í Sviss virðist hafa hitt naglann á höfuðið
Meira en helmingur landsmanna, 16 ára og eldri, telst nú fullbólusettur. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Áttatíu og fjögur prósent kvenna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu en 78 prósent karla. Rúmlega 240 þúsund hafa fengið að minnsta kosti einn skammt eða 81 prósent þeirra sem til stendur að bólusetja. Umboðsmaður bóluefna fyrir Ísland virðist hafa hitt naglann á höfuðið í janúar þegar hann sagði raunhæft að Ísland yrði búið að ljúka bólusetningum um mitt sumar.
Yfir tvær milljónir smita í Indónesíu
Kórónuveirusmit í Indónesíu eru komin yfir tvær milljónir. Sjúkrahús eru að fyllast. Óttast er að heilbrigðisstarfsfólk ráði ekki við ástandið.
Hafa frest fram í október til að skila Svíum bóluefninu
Íslensk stjórnvöld hafa frest fram í október til að skila þeim 24 þúsund skömmtum af Janssen-bóluefninu sem fengnir voru að láni frá Svíþjóð. Heilbrigðisráðuneytið stefnir þó að því að skila bóluefninu fyrr og hefja endurgreiðslur strax í næsta mánuði.
Engin smit síðustu daga - aðeins 15 í einangrun
Frá því á föstudag hefur enginn greinst með kórónuveiruna og nú eru aðeins 15 í einangrun með virkt smit. Þetta kemur fram á covid.is. Tölur yfir smit eru nú aðeins uppfærðar tvisvar í viku; á mánudögum og fimmtudögum. Í júlí verður vefsíðan aðeins uppfærð einu sinni í viku. Ekki stendur til að halda upplýsingafund, fjórðu vikuna í röð. Síðasta innanlandssmitið greindist miðvikudaginn 15. júní.  
Veirusmitum fjölgar hratt í Moskvu
Sóttvarnir hafa verið hertar enn frekar í Moskvu vegna kórónuveirusmita. Fjöldi þeirra hefur þrefaldast á síðustu tveimur vikum.
18.06.2021 - 15:59
Óbólusettir ættu ekki að fara til útlanda
Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki, sem er ekki fullbólusett eða með vottorð um fyrri sýkingu, að ferðast ekki til áhættusvæða. Nú eru öll lönd metin áhættusvæði nema Grænland. Sóttvarnalæknir bendir á að almennt komi vörn bóluefnis ekki fram fyrr en í fyrsta lagi 7 til 14 dögum eftir að bólusetningu er lokið.
Framvísuðu bólusetningarvottorði og fóru í sýnatöku
Erlendu ferðamennirnir tveir, sem greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Ísland, framvísuðu bólusetningarvottorði við komuna til landsins. Þeir fóru því í eina sýnatöku á landamærunum og reyndist sýnið neikvætt.
Helmingur fullbólusettur – 104 börn komin með bóluefni
Sögulegum áfanga var náð í gær í bólusetningum við COVID-19. Búið er að fullbólusetja nærri 50 prósent þeirra sem á að bólusetja. Rúmlega 231 þúsund hafa fengið að minnsta kosti einn skammt, þar af 104 börn sem hafa fengið fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer. Stjórnvöld stefndu að afléttingu allra takmarkana innanlands þegar 75 prósent hefðu fengið fyrri sprautuna. Því takmarki hefur verið náð en Delta-afbrigðið virðist setja strik í reikninginn.
Seint gengur að bólusetja í Rússlandi
Stjórnvöld í Rússlandi hafa áhyggjur af því hve seint gengur að bólusetja landsmenn við kórónuveirunni. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að hægagangurinn væri óviðunandi, smitum færi fjölgandi í sumum landshlutum og grípa þyrfti að nýju til ráðstafana til að stöðva útbreiðslu veirunnar.
Smittölur uppfærðar tvisvar í viku og engir fundir
Í næstum því eitt og hálft ár hafa margir beðið eftir að tölfræðisíðan á covid.is sé uppfærð klukkan 11. Þar hefur verið hægt að finna nýjustu tölur um fjölda kórónuveirusmita, hvort fólk sé í sóttkví og hvar á landinu. Þetta heyrir nú sögunni til. Vefsíðan verður hér eftir aðeins uppfærð tvisvar í viku, ekki verða sendar út bráðabirgðatölur til fjölmiðla og ekki stendur til að halda upplýsingafundi í bráð.
Tilslökunum seinkað í Bretlandi
Fjölmiðlar í Bretlandi fullyrða að stjórnvöld ætli að fresta um einn mánuð að afnema nánast allar sóttvarnareglur á Englandi vegna faraldursins. Til stóð að stíga það skref að viku liðinni, 21. júní. Veirusmitum hefur fjölgað töluvert að undanförnu, einkum hinu svonefnda delta-afbrigði.
14.06.2021 - 16:05