Færslur: Kórónuveiran

Ekki rétt að skylda ferðamenn til að nota appið 
Öflug smitrakning er forsenda þess að hægt sé að opna landið á meðan COVID19 faraldurinn er í gangi í heiminum. Þetta segir í skýrslu verkefnastjórnar sem kannaði möguleikann á því að hefja skimun á Keflavíkurflugvell fyrir fólk sem kemur til landsins í stað tveggja vikna sóttkvíar. 
26.05.2020 - 14:48
Áhætta fyrir spítalann að hefja skimanir í Keflavík
Það verður veruleg áhætta fyrir Landspítala í sumar að hefja skimanir á Keflavíkurflugvelli í stað tveggja vikna sóttkvíar fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands. Spítalinn mun strax fara á hættustig með fyrsta sjúklingi sem þarfnast innlagnar, með tilheyrandi röskun á starfsemi spítalans.
26.05.2020 - 14:37
Sóttvarnalækni Svíþjóðar hótað lífláti
Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hafa borist líflátshótanir að undanförnu, að því er Aftonbladet greinir frá í dag. Sveit lögreglunnar sem hefur hatursglæpi og brot gegn lýðræðinu á sinni könnu reyndi að hafa uppi á þeim sem ógnuðu lífi læknisins, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hans nánustu hefur einnig verið hótað.
26.05.2020 - 13:30
Telja gerlegt að bjóða sýnatöku á Keflavíkurflugvelli
Það er gerlegt að bjóða þeim sem koma til Íslands frá 15. júní að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli í stað þess að sæta tveggja vikna sóttkví, eða skila inn vottorði sem sýnir niðurstöðu úr sýnatöku erlendis. En til þess að svo megi verða þarf að ráðast í ýmsar aðgerðir. Þetta er niðurstaða verkefnastjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum.
26.05.2020 - 12:26
Hættir vegna deilna um Cummings
Douglas Ross, sem fer með málefni Skotlands í bresku stjórninni, sagði af sér í morgun vegna ágreinings um Dominic Cummings, aðstoðarmann Boris Johnsons forsætisráðherra, og ferðalög hans í útgöngubanni og heimsfaraldri.
26.05.2020 - 10:12
Yfir 5,5 milljónir hafa greinst með smit
Fleiri en 5,5 milljónir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni þar af meira en tveir þriðju í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í samantekt  fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun. Ríflega 346.000 hafi látist úr COVID-19 á heimsvísu.
26.05.2020 - 08:48
Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.
Ágreiningur um veiruviðbrögð í Þýskalandi
Ágreiningur er kominn upp meðal stjórnvalda í Þýskalandi um hvort ástæða sé til að framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja í austurhluta landsins vilja aflétta takmörkunum að mestu.
25.05.2020 - 18:00
Myndskeið
Þríeykið þakkaði fyrir með söng
Það ríkti gleði í Skógarhlíðinni, þar sem Samhæfingarmiðstöð Almannavarna er til húsa, að loknum síðasta upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Rétt áður en fundurinn hófst barst tilkynningu frá Almannavörnum um að neyðarstigi væri aflýst. Það felur í sér breytingar á vinnubrögðum almannavarna.
25.05.2020 - 17:56
Neyðarástandi aflétt í Japan
Neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í Japan var aflétt í dag. Varað er við því að smit kunni að aukast að nýju verði ekki farið að öllu með gát. Shinzo Abe forsætisráðherra tilkynnti á fréttamannafundi sem var sjónvarpað um allt land að svo góður árangur hefði náðst í baráttunni við veiruna að óhætt væri að aflétta neyðarástandinu.
25.05.2020 - 11:52
Mynd með færslu
Í BEINNI
Síðasti upplýsingafundurinn í bili
Síðasti upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID 19, í bili, verður haldinn í dag.  Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála.
25.05.2020 - 11:49
Meiri framkvæmdagleði í samkomubanni
Verulegar breytingar urðu á neyslu landsmanna í samkomubanninu. Í aprílmánuði jukust áfengiskaup hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára, um 52%, þegar litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum. 
Neyðarstigi hefur verið aflétt
Stórt skref hefur verið stigið í afléttingu samkomutakmarkana og neyðarstigi aflétt. Nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og hefur verið í gildi að undanförnu. Fólki gefst nú kostur á að fara aftur í líkamsræktarstöðvar og á skemmtistaði og tveggja metra reglan orðin valkvæð. Síðasti upplýsingafundur almannavarna, í bili, verður í dag.
25.05.2020 - 07:45
Starmer segir Boris Johnson hafa fallið á prófinu
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa fallið á prófinu á stöðufundi stjórnvalda í dag. Johnson kom þar Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, til varnar. „Það er móðgun við þá fórn sem breskur almenningur hefur fært að Boris Johnson skuli ekki ætla að gera neitt í máli Cummings.“
24.05.2020 - 21:03
Myndskeið
Heilsurækt og barráp í boði á morgun
Fjórfalt fleiri mega koma saman frá og með miðnætti eða tvö hundruð í stað fimmtíu. Líkamsræktarstöðvar, barir og skemmtistaðir verða einnig opnaðir á morgun.
Segir Cummings hafa fylgt innsæi sínu sem faðir
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Dominic Cummings hafi fylgt innsæi sínu sem faðir þegar hann ferðaðist um 400 kílómetra til Durham frá Lundúnum með fjölskyldu sinni. Cummings og kona hans sýndu bæði einkenni þess að vera með COVID-19 og ráðgjafinn hefur sagt að hann hafi viljað hafa einhvern sem gæti sinnt barni þeirra ef illa færi. Fjölskylda Cummings býr í Durham.
24.05.2020 - 17:09
Gagnrýnir Tegnell og segir stefnu Svía byggða á sandi
Nærri fjögur þúsund eru látnir af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð. Sex andlát voru staðfest síðasta sólarhringinn sem er talsverð fækkun frá deginum áður þegar 67 létust. Þennan mikla mun má mögulega rekja til þess að nú er helgi. Annika Linde, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir draum sænskra yfirvalda um að vernda eldra fólk án þess að grípa til róttækra aðgerða hafa verið byggðan á sandi. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, segir að landið sé í „hræðilegri stöðu“.
24.05.2020 - 15:14
COVID-19 aðeins í rénun - varar við öðrum faraldri
Aðeins virðist hafa hægst á útbreiðslu kórónuveirunnar í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Valdimír Pútín, forseti landsins, varar við því að faraldurinn gæti blossað aftur upp í haust.
24.05.2020 - 14:43
Ekkert smit og mjög fá sýni tekin
Ekkert smit greindist í gær, samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Aðeins voru 58 sýni tekin, öll hjá veirufræðideild Landspítalans. Þar hefur ekki greinst smit síðan 12. maí eða í ellefu daga. 789 eru í sóttkví og þrír eru með virkan sjúkdóm. Enginn er á sjúkrahúsi. Stórt skref verður stigið í afléttingu samkomutakmarkana á morgun; líkamsræktarstöðvar verða opnaðar og tveggja metra reglan verður valkvæð. Þá verður 200 leyft að koma saman en ekki 50 eins og nú.
24.05.2020 - 12:58
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Segir Kína og Bandaríkin á barmi kalds stríðs
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði í morgun að Kína og Bandaríkin væru á barmi kalds stríðs. Samskipti ríkjanna hafa versnað mjög að undanförnu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gagnrýnt viðbrögð Kínverja við kórónuveirunni sem veldur COVID-19, þegar hún kom fyrst upp í landinu í desember. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt ný lög sem kínverska þingið samþykkti nýlega og er ætlað að hindra mótmæli í Hong Kong.
24.05.2020 - 08:29
Frásagnir vitna taldar grafa undan Cummings
Mál Dominic Cummings, aðalráðgjafa Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, heldur áfram að vinda upp á sig. Hann hefur verið sakaður um að hafa farið gegn fyrirmælum stjórnvalda um að ferðast ekki að nauðsynjalausu vegna COVID-19, Frásagnir tveggja vitna sem birtust í kvöld eru sagðar grafa enn frekar undan skýringum forsætisráðuneytisins á ferðum ráðgjafans.
23.05.2020 - 21:22
Segir frumvarp ráðherra ekki nýtast Airport Associates
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associa­tes sem sinnir þjónustu fyrir 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli, segir félagið ekki geta nýtt sér frumvarp fjármálaráðherra um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í umsögn forstjórans við frumvarpið.
Ekkert nýtt smit í Kína síðasta sólarhringinn
Ekkert nýtt COVID-19 smit var greint á Kína síðasta sólarhringinn. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan þarlend yfirvöld byrjuðu í janúar að birta tölur um fjölda smita.
23.05.2020 - 16:32
Lýsa notkun á Remdesivir við COVID sem uppgötvun ársins
Bráðabirgðarannsókn á meira en þúsund COVID-19 sjúklingum í 22 löndum bendir til þess að ebólulyfið Remdesivir minnki líkur á dauðsfalli um 80 prósent. Lyfið er til hér á landi en hefur ekki verið notað.„Þetta eru góðar fréttir. Það er alltaf þannig ef eitthvað virkar,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Danskir kollegar hans lýsa þessu sem uppgötvun ársins.
23.05.2020 - 15:40