Færslur: Kórónuveiran

Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.
Sóttvarnalæknir boðar kröfugerð til héraðsdóms í kvöld
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur boðað kröfugerð til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld. Þetta segir Lárentsínus Kristjánsson, dómari, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. „Að henni móttekinni mun ég endurmeta stöðuna ef ekkert gerist í millitíðinni,“ skrifar dómarinn. Ákvörðun mun væntnalega ekki liggja fyrir á morgun. Þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.
Viðtal
Grætur dvöl fólks á sóttkvíarhóteli þurrum tárum
Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, segir að hin umdeildu sóttkvíarhótel sé vissulega illnauðsynleg en fólk sem líki dvölinni á hótelinu við fangelsisvist sé ekki í tengslum við raunveruleika þeirra sem hafi þurft að sitja í fangelsi. Hann gráti frelsissviptingu þeirra sem þurfi að verja fimm dögum á lúxushóteli þurrum tárum.
Smit fannst fyrir tilviljun - var að ná í vottorð
Tveir greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær og fjórir sem voru í sóttkví. 124 eru nú með COVID-19 hérlendis. Tilviljun réði því að annað smitið utan sóttkvíar kom í ljós.
Sex innanlandssmit - tvö utan sóttkvíar
Sex greindust með kórónuveirusmit í gær, föstudaginn langa. Tveir af þeim voru utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í tölvuskeyti frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Þar segir enn fremur að verið sé að rekja þau smit sem voru utan sóttkvíar í gær og að sú rakning gangi vel.
Önnur kæra vegna sóttkvíarhótels komin til héraðsdóms
Tvær kröfur frá fólki sem var gert að vera í sóttkví á sóttvarnahóteli við komuna til landsins hafa verið sendar til Héraðsdóms Reykjavíkur. Önnur er frá konu sem fór til að vera viðstödd jarðaför móður sinnar í heimalandi sínu ásamt 13 ára dóttur sinni. Þær framvísuðu báðar neikvæðu COVID-vottorði við komuna til landsins og reyndust neikvæðar í fyrri skimun. Konan segist hafa góða aðstöðu til að vera í sóttkví heima hjá sér og krefst þess að nauðungarvistun sinni verði aflétt.
Átta smit innanlands - fimm utan sóttkvíar
Átta kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, fimm þeirra voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að ekki sé vitað um tengsl milli þessara einstaklinga. Flest sem greindust í sóttkví í gær tengist smitum í skólum. Einn greindist í seinni skimun á landamærum og annar bíður mótefnamælingar.
Bóluefni berst til Jemen
Fyrstu skammtar bóluefnis við COVID-19 hafa verið sendir til Jemen í gegnum Covax-áætlunina sem tryggja á fátækum ríkjum aðgang að bóluefni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.
31.03.2021 - 08:49
Norðmenn breyta tímamörkum um bólusetningu
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi áætla að búið verði að bólusetja alla átján ára og eldri gegn COVID-19 að minnsta kosti einu sinni um miðjan júlí. Að sögn lýðheilsustofnunar er þetta einnar til tveggja vikna seinkun frá því sem áður var áætlað.
30.03.2021 - 14:44
Stærsta hótel landsins nýtt sem farsóttahús
Sjúkratryggingar Íslands eru að ganga frá samningi við Fosshótel Reykjavík um að það verði nýtt sem farsóttahús fyrir þá ferðamenn sem hingað koma og eru frá skilgreindum áhættusvæðum. Samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1.apríl þurfa ferðamenn frá þessum svæðum að vera í sóttkví í farsóttahúsi á milli fyrstu og annarrar sýnatöku. Frá 11. apríl greiða þeir 10 þúsund krónur fyrir nóttina og er fæða innifalin.
Tíu smit og eitt utan sóttkvíar - 32 börn í einangrun
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu af þeim voru þegar í sóttkví. 109 eru nú í einangrun með virkt smit og einn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 972 eru í sóttkví. Frá því að aðgerðir voru hertar innanlands fyrir tæpri viku hafa aðeins fimm greinst utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir ætlar að skila minnisblaði um skólastarf í dag.
Ítalir nota á ný bóluefni AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu byrjuðu á ný í morgun að nota bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé og voru Mario Draghi, forsætisráðherra ítalíu, og eiginkona hans,  Maria Serenella Cappello, meðal þeirra sem bólusettir voru í morgun.
30.03.2021 - 09:56
Byrjað að dreifa bóluefni Janssen 19. apríl
Bandaríski lyfjarisinn Johnson & Johnson byrjar að dreifa bóluefni gegn COVID-19 í Evrópu 19. apríl. Það verður framleitt undir merki dótturfélagsins Janssen sem hefur höfuðstöðvar í Belgíu.
Nær allir eldri en 80 ára teljast fullbólusettir
5.800 verða bólusettir með bóluefni Pfizer í þessari viku. Af þeim fá 2.500 fyrri skammt en 3.300 þann seinni. Stór hópur heilbrigðisstarfsmanna verður bólusettur. 4.300 fengu fyrri skammt sinn af bóluefni AstraZeneca á föstudag.
Hefur áhyggjur af þremur tegundum breska afbrigðisins
Þrjár tegundir af breska afbrigðinu, sem ekki hefur verið hægt að rekja til landamærasmita, hafa greinst hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta áhyggjuefni því þetta séu smit sem hafi lekið í gegnum landamærin. Þótt ekki hafi greinst margir með smit er enn að dúkka upp fólk utan sóttkvíar. Tíu greindust með veiruna um helgina, þar af þrír utan sóttkvíar.
Brisbane lokað í þrjá sólarhringa vegna sjö nýrra smita
Yfir tveimur milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu, hefur verið skipað að halda sig heima næstu þrjá sólarhringa. Sjö borgarbúar reyndust smitaðir af COVID-19. Þetta eru fyrstu smitin sem koma upp í landinu í nokkrar vikur.
29.03.2021 - 08:51
Sjö tegundir bóluefna með leyfi í Ungverjalandi
Forsætisráðherra Ungverjalands telur ólíklegt að hægt verði að slaka á ráðstöfunum vegna COVID-19 á næstunni. Faraldurinn dró á þriðja hundrað til dauða í gær. Leyfi hefur verið gefið fyrir sjö tegundum bóluefna. 
Afmælisveisla Ernu Solberg enn í rannsókn
Niðurstöðu lögreglurannsóknar á meintu sóttvarnabroti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og eiginmanns hennar er ekki að vænta fyrr en eftir páska. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag segir að hún þurfi lengri tíma til að rannsaka málið.
26.03.2021 - 09:48
Gætu bólusett um 40 þúsund Íslendinga í apríl
Hugsanlega verður hægt að bólusetja um tíu þúsund Íslendinga á viku í apríl eða um 40 þúsund manns miðað við tölur frá heilbrigðisráðuneytinu . Þetta eru jafn margir og hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni frá því að bólusetning hófst.
Svíar taka bóluefni AstraZeneca í notkun á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að byrja að nýju að bólusetja landsmenn sem orðnir eru 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19. Notkun þess var slegið á frest í síðustu viku eftir að grunsemdir kviknuðu um að fólk fengi blóðtappa og fleiri kvilla eftir að það var bólusett.
25.03.2021 - 14:06
Rúmlega þrjú þúsund skammtar af bóluefni Janssen
Norðmenn fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen síðustu tvær vikurnar í apríl. Miðað við höfðatölu þýðir þetta um 3.500 skammtar af bóluefninu til Íslands en bæði löndin eru hluti af bóluefnakaupum Evrópusambandsins. Reikna má með að töluvert fleiri skammtar af bóluefninu berist í maí og júní.
COVID-19: Yfir 300.000 látnir í Brasilíu
Yfir 300.000 hafa látist úr COVID-19 í Brasilíu síðan kórónuveirufaraldurinn barst til landsins. Heilbrigðisráðuneyti landsins staðfesti þetta í gærkvöld.
200 til 300 manns útsettir fyrir smiti síðastliðna viku
200 til 300 manns hafa verið útsettir fyrir smiti síðastliðna viku og í gær greindust 11 nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla. Þrjár hópsýkingar hafa komið upp undanfarnar þrjár vikur, hægt hefur verið að tengja tvær þeirra saman með raðgreiningu en ekki er vitað um uppruna þeirrar þriðju.
Hætt við að skella í lás um páskahelgina
Hætt hefur verið við að herða sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi um páskahelgina vegna harðrar gagnrýni landsmanna. Gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins vex stöðugt.
24.03.2021 - 15:53
Búast við 1.500 manns í skimun í dag
Búist er við 1.500 til 1.600 manns í sýnatöku vegna COVID-19 hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru þrír utan sóttkvíar. Flest þeirra smituðu eru grunnskólabörn, þar af tólf nemendur í Laugarnesskóla.