Færslur: Kórónueiran

Hjarðónæmi náð en óvissa um þróun faraldursins
Yfirstandandi bylgja kórónuveirufaraldursins er enn á niðurleið þótt engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi síðan í lok febrúar. Sóttvarnalæknir segir að líklegasta ástæðan fyrir því að smit séu nú færri en áður sé að hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu. Það hafi náðst vegna útbreiddra smita og góðrar þátttöku í bólusetningum. 
13.04.2022 - 15:00
Metfjöldi smita í Bretlandi og Danmörku
Tæplega 90 þúsund manns greindust smituð af kórónuveirunni í Bretlandi í gær og hafa aldrei verið fleiri. Þá var metfjöldi smita greindur í Danmörku, rétt tæplega tíu þúsund. Það er fjórði dagurinn í röð sem metfjöldi greinist.  Í Danmörku voru tæplega 3000 smituð af omikrón afbrigði veirunnar eða þriðjungur allra nýsmita. 88,376 Bretar greindust með veiruna sem er met annan daginn í röð.
Myndskeið
Látinna af völdum COVID-19 minnst í Tékklandi
Kirkjuklukkum var hringt í dag um allt Tékkland til að minnast þeirra sem hafa látist í COVID-19 plágunni. Í dag er einmitt eitt ár frá fyrsta andlátinu í Tékklandi af hennar völdum. Einnig var fólk beðið um að minnast hinna látnu með einnar mínútu þögn.
22.03.2021 - 14:18
Myndskeið
Glímir við eftirköst og vill ekki sjá fjórðu bylgju
Maður á sextugsaldri sem glímir við eftirköst COVID-19 á Reykjalundi segir að enginn vilji lenda í því að smitast. Hann, ásamt tuttugu öðrum, er alla virka daga í líkamlegri og andlegri endurhæfingu. Um sextíu til viðbótar úr fyrstu bylgju bíða eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi. Læknir þar býst jafnvel við fleirum úr þeirri þriðju.
29.11.2020 - 20:08
Lögregla sinnti mörgum sálgæsluverkefnum í nótt
Sálgæsla er orðinn drjúgur hluti af starfi lögreglumanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfi að sinna mörgum slíkum verkefnum í nótt. Yfirlögregluþjónn segir að slík mál geti verið erfið, og býst við að þeim hafi fjölgað í faraldrinum. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir aukna aðsókn vera í sálfræðiþjónustu í faraldrinum.
Myndskeið
Fleirum finnst ríkisstjórnin gera of lítið vegna kreppu
Þeim fjölgar sem telja að ríkisstjórnin sé að gera of lítið til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Fleiri óttast að smitast af sjúkdómnum og grípa þar af leiðandi til einstaklingsbundinna sóttvarna í auknu mæli.
Þríeykið fundaði með ríkisstjórninni
Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, mættu á fund með allri ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í morgun. Þar voru rædd næstu skref í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.08.2020 - 12:48
Segir ekki muna miklu þótt fólk sé fullt til miðnættis
Óvíst er hvenær unnt verður að slaka á samkomubanni, sem kveður á um 500 manna hámark, og rýmka opnunartíma kráa og skemmtistaða sem þurfa áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Eigandi Dillon í miðbæ Reykjavíkur segir erfitt að vita ekki hvenær því verður breytt. Hann segist skilja tilgang þessara takmarkana en það myndi breyta miklu að fá að hafa opið til miðnættis.
02.07.2020 - 08:27
Greindist með COVID-19 eftir tíu daga hérlendis
Íslendingur sem kom til landsins fyrir tíu dögum greindist síðdegis í gær með kórónuveiruna eftir að hafa fundið fyrir einkennum. Þar að auki greindust þrír við landamærin í gær. Frá og með deginum í dag þurfa farþegar að greiða fyrir skimun við landamærin; von er á 13 flugvélum til Keflavíkurflugvallar í dag.
Mætti til vinnu með COVID-19 og hitti 84 viðskiptavini
Hárgreiðslumeistari í Missouri-ríki í Bandaríkjunum var smitaður af COVID-19 og er talið að hann hafi mætt til vinnu í átta daga eftir að hafa smitast. Þar hitti hann fjölda viðskiptavina og vinnufélaga sem allir verða nú að láta kanna hvort þeir hafi smitast.
23.05.2020 - 17:34
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Ríkið borgar sýnin úr farþegum
Ríkið ber kostnað fyrst í stað af sýnatöku úr farþegum á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins 15. júní. Stefnt er að því að hvert sýni kosti ekki meira en 50 þúsund krónur. Hægt verður að taka allt að eitt þúsund sýni á dag úr farþegum.
16.05.2020 - 12:49
Landamæri Ítalíu opnuð í byrjun júní
Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimilt verði að ferðast til og frá landinu frá 3. júní. Þá verður einnig heimilt að ferðast milli svæða innan Ítalíu. Breska ríkisútvarpið segir þetta vera risaskref í að opna hagkerfi Ítalíu eftir sóttvarnaraðgerðir sem hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.
16.05.2020 - 10:11
Flugfreyjur funda áfram með Icelandair í dag
Kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair halda áfram hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag, en tæplega sex klukkustunda löngum fundi var frestað laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Ekki náðist í samningsaðila að loknum fundarhöldum í nótt, en fyrir þann fund var ljóst að mikið bar í milli.
13.05.2020 - 06:35
Myndskeið
Stressandi að fá ekki sumarstarf
Nemi við Háskóla Íslands segir stressandi að fá mögulega ekki vinnu í sumar. Í kringum helmingur háskólanema segjast eiga í erfiðleikum með að fá sumarstarf. Landssamtök stúdenta vilja atvinnuleysisbætur fyrir nema.
Nú mega öll börn mæta í skólann
Breytt fyrirkomulag samkomubanns tók gildi á miðnætti.Breytingarnar fela meðal annars í sér að nú mega 50 manns koma saman, í stað tuttugu áður, og nú má fara í klippingu, sjúkraþjálfun og í ökutíma, svo eitthvað sé nefnt.
04.05.2020 - 06:51
Myndskeið
Brottfall úr námi ekki ólíklegt segir háskólarektor
Búast má við einhverju brottfalli nemenda í Háskóla Íslands vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Atli Benediktsson háskólarektor. Hann segir ljóst að síðustu vikur hafi verið gríðarlega erfiðar fyrir marga nemendur. 
Gray Line segir upp 107 starfsmönnum
Rútufyrirtækið Gray Line sagði í dag upp 107 starfsmönnum. Þetta staðfestir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, við fréttastofu, en Vísir sagði fyrst frá uppsögnunum.
Sakar herinn í Mjanmar um ofbeldi í skjóli COVID-19
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir að rannsaka verði ofbeldi hersins í Rakhine-héraði í norðvesturhluta landsins, sem hugsanlega hafi gerst sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
29.04.2020 - 09:58