Færslur: Kórónaveiran

Hefði viljað harðari aðgerðir - ástandið skuggalegt
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins sé svolítið skuggalegt. Sjö aðilar út í samfélaginu séu smitaðir af veiru með sama stökkbreytingamynstrið en hafi ekki nein tengsl. Sá möguleiki sé því fyrir hendi að veira sé komin út um allt. „Minn kvíði er af þeirri gerð að ég hefði viljað enn harðari aðgerðir.“
30.07.2020 - 12:50
Einn lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19
Einn hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús í tengslum við faraldurinn síðan í vor. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstig á spítalanum verður hækkað úr viðbragðsstigi yfir á hættustig. Viðkomandi sjúklingur er á legudeild en Már segir að það hafi þótt ástæða til að leggja hann inn vegna einkenna.
30.07.2020 - 10:25
„Fingraför“ veirunnar ekki til í alþjóðlegum gagnabanka
„Það sem er athyglisvert er hversu miklu raðgreiningin bætir við. Við erum með fjóra hópa og einstaklinga þar sem smitrakningateymið hefur ekki fundið nein tengsl en raðgreiningin á veirunni hefur leitt í ljós að þeir eru með sama afbrigði,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Afbrigðið eða fingraför veirunnar eru ekki til í alþjóðlegum gagnabanka. Sem bendir til þess að hún komi frá landi sem er mjög lítið í að raðgreina.
29.07.2020 - 15:04
Enginn Innipúki verði reglur hertar - Eyjamenn á tánum
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæjaryfirvöld fylgist vel með framvindu mála í dag og muni endurskoða ákvarðanir sínar verði reglur hertar. Hún á ekki von á miklum fjölda til Vestmannaeyja og minnir á að allir þurfi „að bera persónulega ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum.“ Forsvarsmaður Innipúkans í Reykjavík segir að hátíðin verði blásin af ef tveggja metra reglan verður tekin upp að nýju og opnunartími skertur.
Trump kemur hydroxychloroquine til varnar á ný
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti á fréttamannafundi í kvöld að malaríulyfið hydroxychloroquine væri nytsamlegt sem vörn gegn COVID-19 þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafi varað við því. Trump sagði einu ástæðuna fyrir því að lyfið væri talað niður væri að hann hefði mælt með því.
28.07.2020 - 23:54
Segir sértrúarsöfnuð hafa myndast um sænsku leiðina
Björn Olsen, prófessor í smitsjúkdómafræðum, segir skort á gagnrýni hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum og sænskum fjölmiðlum hafa búið til hálfgerðan sértrúarsöfnuð sem hafi leitt til ónauðsynlegra dauðsfalla af völdum COVID-19. Svíar hafa sætt gagnrýni fyrir þá leið sem þeir völdu til að takast á við faraldurinn. Svíþjóð er eitt Norðurlanda skilgreint sem há-áhættusvæði hér á landi.
28.07.2020 - 22:31
Hafa áhyggjur af verslunarmannahelginni
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa áhyggjur af verslunarmannahelginni. Viðbúið sé að margir verði á faraldsfæti og hætta á að smit geti borist enn frekar út í samfélaginu. Ekki hefur tekist að rekja tvö af þeim fjórtán innanlandssmitum sem hafa komið upp en unnið er að smitrakningu og raðgreiningu sýna.
28.07.2020 - 20:32
HVE skellir í lás vegna hópsýkingar upp á Skaga
Heimsóknarbann hefur verið sett á hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna mögulegrar hópsýkingar upp á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá stofnuninni, segir þetta fyrst og fremst varúðarráðstöfun og að verðandi feðrum verði til að mynda leyft að koma með verðandi mæðrum. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.
Engar ákvarðanir teknar - funda aftur í fyrramálið
Engar ákvarðanir voru teknar eftir fund almannavarna, sóttvarnalæknis, landlæknis og heilbrigðisráðherra sem lauk á sjötta tímanum. Fundað verður aftur á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra.
28.07.2020 - 17:59
Vertar í Eyjum í gírnum - dansleikur fær grænt ljós
Engin þjóðhátíð verður í Vestmannaeyjum en Eyjamenn eru hvergi af baki dottnir, ef marka má fundargerð bæjarráðs í dag. Fjöldi veitingastaða fengu þar leyfi til að selja áfengi utandyra auk þess sem brenna og flugeldasýning fékk grænt ljós af hálfu bæjarins. Þá hefur verið boðað til balls á laugardagskvöld.
Myndskeið
Sex ný smit greindust í dag
Sex ný COVID-19 smit greindust í dag. Þau tengjast öll manninum sem kom til landsins þann 15. júlí og viðhafði ekki heimkomusmitgát vegna villu í skráningarblaði sem fólk fyllir út þegar það kemur til landsins. Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir , sérfræðingur í sóttvörnum hjá Landlæknisembættinu. Sex-menningarnir höfðu allir verið settir í sóttkví eftir að umræddur einstaklingur greindist með veiruna.
26.07.2020 - 18:38
Villa í skráningu kom í veg fyrir heimkomusmitgát
Villa í skráningarblaði sem fólk fyllir út þegar það kemur til landsins varð til þess að einstaklingur, búsettur hér á landi, var ekki kallaður aftur í sýnatöku. Ekki er skilyrði að skrá kennitölu ef viðkomandi fyllir eyðublaðið út á ensku, eins og er þegar það er gert á íslensku. „Þetta verður skoðað í vikunni,“ segir sérfræðingur á sóttvarnasviði landlæknis.
26.07.2020 - 17:14
Telur of snemmt að fullyrða um aðra bylgju hér á landi
Sérfræðingur á sóttvarnasviði hjá landlæknisembættinu segir of snemmt að fullyrða um aðra bylgju faraldursins. Þrjú ný innlandssmit greindust á veirufræðideild Landspítalans í gær og eru tugir komnir í sóttkví.
26.07.2020 - 13:47
„Aðgengi og umhyggja skipta sköpum“
Journal of Internal Medicine birti í gær grein eftir starfsfólk Landspítalans og Háskóla Íslands um COVID-19 göngudeildina. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem var yfirlæknir deildarinnar þegar farsóttin náði hámarki hér, segir göngudeildina ásamt þeim samfélagslegu aðgerðum sem gripið var til hafa skilað miklum árangri. Íslendingar eigi nú öflug verkfæri til að takast á við annan fasa farsóttarinnar og næstu faraldra.
25.07.2020 - 16:05
11 í einangrun með virkt COVID-19 smit
11 eru nú í einangrun með virkt COVID-19 smit. Engin greindist með sýkinguna í gær, hvorki innanlands né við skimun á landamærunum. Smitrakningu er nú lokið við þau tvö innanlandssmit sem greint var frá í gær. Í öðru þeirra beinist grunurinn að samskiptum við fólk sem kom erlendis frá en í hinu liggur ekki fyrir hvar viðkomandi sýktist.
25.07.2020 - 11:14
Fólk í ofþyngd líklegra til að veikjast alvarlega
Fólk í ofþyngd er líklegra til að veikjast alvarlega af COVID-19 eða deyja af völdum sýkingarinnar. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar hjá breska landlæknisembættinu. Hér á landi hefur landlæknisembættið sett fólk í ofþyngd í hóp þeirra sem taldir eru í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu.
25.07.2020 - 10:06
Ekki víst að takist að rekja uppruna smitanna
Verið er að leggja lokahönd á smitrakningu fyrstu tveggja innanlandssmitanna síðan í byrjun júlí. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, segir smitrakningu hafa gengið vel og henni sé að verða lokið. Búið sé að hafa samband við alla sem talið var nauðsynlegt að ná í. Á þriðja tug þurfa að fara í sóttkví vegna annars smitsins en innan við tíu í hinu.
24.07.2020 - 13:47
Viðtal
Hvorugur hinna smituðu hafði verið í útlöndum
Hvorugur þeirra, sem greindust með kórónuveiruna í gær, hafði verið í útlöndum. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þetta eru fyrstu innanlandssmitin síðan í byrjun júlí. Tugir hafa þurft að fara í sóttkví, þar á meðal keppendur á stóru frjálsíþróttamóti sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi.
24.07.2020 - 11:29
Tvö innanlandssmit - annar keppti á frjálsíþróttamóti
Tvö innanlandssmit greindust í gær, þau fyrstu síðan í byrjun júlí. Báðir einstaklingarnir eru komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa á þriðja tug verið settir í sóttkví en þar hafði viðkomandi tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þeir sem sóttu umrætt íþróttamót eru beðnir um að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum.
24.07.2020 - 10:07
Farþegar BA rukkaðir um COVID-próf fyrir Íslandsferð
British Airways hefur beðist afsökunar á því að hafa krafið farþega, sem voru á leið til Íslands, um að fara í sýnatöku fyrir COVID-19 fyrir brottför. Þetta gerði flugfélagið þrátt fyrir að íslensk yfirvöld hafi lýst því yfir að ekkert mark yrði tekið á slíkum sýnatökum. COVID-prófið sem ferðamennirnir voru skikkaðir í kostaði 150 pund eða 26 þúsund og þeir þurftu síðan einnig að greiða fyrir annað COVID-próf á Keflavíkurflugvelli.
24.07.2020 - 08:11
Einn með virkt smit á landamærunum
Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í gær. 8 eru nú í einangrun og 84 í sóttkví. Ekkert innanlandssmit hefur greinst frá því í byrjun júlí. Gærdagurinn var sá fyrsti eftir að Landspítalinn tók við að greina öll sýn af Íslenskri erfðagreiningu.
20.07.2020 - 11:22
Samkomubann rýmkað eftir verslunarmannahelgi
Samkomubann verður rýmkað eftir verslunarmannahelgi og verður leyfilegur fjöldi sem má koma saman þá líklega bundinn við þúsund manns. Þetta kom fram á fundi almannavarna vegna COVID-19 í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta fyrr en áætlað var og má rekja til þess að ekkert innanlandssmit hefur greinst hér í tvær vikur. Opnunartími skemmtistaða verður væntanlega lengdur á sama tíma. Þórólfur segir þetta þó alltaf háð því að „faraldurinn hegði sér vel.“
16.07.2020 - 14:29
Hjólaði frá Skotlandi til Grikklands vegna COVID-19
Grikki sem var í háskólanámi í Skotlandi ákvað að hjóla heim, um 3.500 km leið, eftir að allar flugleiðir lokuðust vegna kórónuveirunnar.
13.07.2020 - 23:46
Aftur skellt í lás í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði í kvöld að öllum innahúss veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og söfnum í ríkinu yrði lokað aftur vegna áframhaldandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Daglega greinast nú að meðaltali um átta þúsund tilfelli af Covid 19 í Kaliforníu, en það er um helmingi fleiri tilfelli en fyrir mánuði síðan.
13.07.2020 - 21:22
Myndskeið
Yfirlæknir: „Ansi margt sem þarf að gerast“
Landspítali mun margfalda afkastagetu sína með nýrri greiningaraðferð þar sem nokkur sýni eru sett saman í eitt. Aðferðin er ásættanleg þegar smithlutfall er lágt líkt og er í skimun á landamærum. Yfirlæknir er bjartsýnn á að geta að fullu tekið við af Íslenskri erfðagreiningu á þriðjudag en segist geta leitað til Íslenskrar erfðagreiningar ef upp komi vandræði.
08.07.2020 - 18:40