Færslur: Kórónaveiran

„Nýja bylgjan“ líkist þróuninni í vor miðað við vöxtinn
Aðeins einn af þeim níu einstaklingum sem greindust í gær voru í sóttkví. Veirurnar sem hafa verið að greinast tilheyra sama stofni og önnur hópsýkingin. Eitt sýni var jákvætt á Vesturlandi, annað á Austurlandi en hin voru öll á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að sjá svipaðan fjölda tilfella og það eru nokkrar sveiflur sem er eðlilegt. Það eru líka sveiflur hjá þeim sem eru í sóttkví sem gæti bent til að útbreiðslan væri meiri,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.
05.08.2020 - 14:29
Síðasta úrræðið að takmarka fjölda ferðamanna
Takmörkun á fjölda ferðamanna til landsins væri síðasta úrræðið sem samgönguráðherra myndi vilja grípa til kæmi upp sú staða að fleiri ferðamenn kæmu hingað en þeir rúmlega tvö þúsund sem heilbrigðiskerfið nær nú að
04.08.2020 - 19:02
Baráttan við veiruna langhlaup en ekki spretthlaup
Forsætisráðherra segir að setja verði á stofn samráðsvettvang vegna kórónuveirunnar. Fjármálaráðherra segir að ekki verði farið í niðurskurð, heldur verði halla leyft að myndast til að verja störf. Verið sé að vinna með ýmsar sviðsmyndir.
04.08.2020 - 18:28
Skoða leiðir til að takmarka fjölda ferðamanna
Stjórnvöld skoða nú leiðir hvernig hægt er að takmarka fjölda þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingfundi almannavarna. Hann sagði helsta áhyggjuefnið núna vera að farþegarnir væru orðnir fleiri en skimunin á landamærunum réði við. Hann ítrekaði að þessi skimun hefði sannað gildi sitt og mikilvægt væri að halda henni áfram.
04.08.2020 - 13:51
Þrjú ný innanlandssmit - 734 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá fjölgaði fólki í sóttkví um rúmlega 70, þeir eru nú 734. Tveir farþegar á leiðinni til landsins greindust með kórónuveiruna og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær, þar af nærri 900 hjá fólki sem búsett er hér á landi. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þrír á áttræðiseldri eru með COVID-19 smit.
04.08.2020 - 11:07
Ísland „rautt“ ásamt Frakklandi og Hollandi
Ísland gæti orðið „rautt svæði“ ásamt Frakklandi og Hollandi, samkvæmt norskum skilgreiningum. Farþegar sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 20 þurfa að sæta sóttkví við komuna til Noregs. Sóttvarnayfirvöld í Noregi hafa þó ekki gefið út nýjan lista yfir hááhættusvæði en von er á honum í lok vikunnar.
04.08.2020 - 10:50
Myndskeið
16 með sama afbrigði veirunnar en ekki neina tengingu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að það eina sem hafi verið ákveðið eftir fund hans með þríeykinu síðdegis í dag sé að skimun verður nú frekar beint að fólki sem er í kringum þá sem hafa sýkst í stað slembiúrtaks. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að 16 einstaklingar sem ekki hefur tekist að tengja með neinum hætti eru með sama stökkbreytingamynstur af veirunni „Og það er þessi eina tegund af veirunni sem er að leggja undir sig landið.“
03.08.2020 - 17:28
Ræðst á næstu dögum hvert „nýja bylgjan“ fer
Næstu dagar skipta sköpum um það hvernig „ný bylgja“ kórónuveirufaraldursins þróast hér á landi. Sérfræðingar eru sammála um að viðbrögð almennings séu lykilatriði. Standi fólk sig vel í sóttvörnum náist betri árangur en ella. Áttatíu eru nú í einangrun. Einn er á sjúkrahúsi og þrír eru með gulan litakóða hjá COVID-19 göngudeildinni sem þýðir miðlungsveikindi. Aðrir eru grænir sem þýðir lítil eða engin einkenni.
03.08.2020 - 16:33
Þrír á áttræðisaldri í einangrun með COVID-19
Þrír á áttræðisaldri eru í einangrun með COVID-19. Þetta kemur fram á covid.is. Langflestir þeirra sem eru í einangrun vegna kórónuveirunnar eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 57. Þar eru líka flestir í sóttkví eða 524. Aðeins eru fjórir sem ekki eru skráðir með lögheimili á Íslandi í einangrun og tveir Íslendingar sem eru með skráð lögheimili erlendis.
03.08.2020 - 14:44
Fundurinn í heild
Vill láta kanna hvort veiran sé vægari nú en áður
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur tímabært að rannsaka hvort kórónuveiran sem hefur valdið tveimur hópsýkingum hér á landi sé vægari en hún var í vor. Engar upplýsingar séu til um það erlendis frá en hægt sé að skoða þetta út frá þýði þeirra sem hafa sýkst. „Vonandi getum við birt upplýsingar um það á næstunni.“
03.08.2020 - 14:31
Segir stöðuna líta út eins og byrjun á faraldri
Prófessor í líftölfræði segir of snemmt að segja hvort önnur COVID bylgja sé byrjuð en útlitið sé eins og byrjun á faraldri. Átta ný innanlandssmit greindust í gær en ekki er vitað hvort viðkomandi hafi verið í sóttkví.
03.08.2020 - 12:52
Níu COVID-19 verkefni hjá slökkviliðinu í nótt
Talsverður erill var hjá slökkviiliði höfuðborgarsvæðisins í nótt sem þurfti meðal annars að fara í níu COVID-19 flutninga. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er farið í slíkt ferli ef grunur er um að viðkomandi sé smitaður eða sé smitaður en glímir við önnur heilsufarsleg vandamál.
03.08.2020 - 08:09
Nýtt COVID-19 próf sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur
Bresk heilbrigðisyfirvöld kynntu í morgun nýtt COVID-19 próf sem sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur. Prófið verður notað á hjúkrunarheimilum og rannsóknarstofum frá og með næstu viku sem og á sjúkrahúsum. Það getur greint á milli hvort viðkomandi sé með árstíðabundna flensu eða kórónuveiruna.
03.08.2020 - 07:57
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
Frægir breiða út samsæriskenningar um COVID-19
Madonna, Lewis Hamilton, Evangeline Lilly og Woody Harrelson eru í hópi stórstjarna sem hafa dreift falsfréttum um COVID-19. Madonna segir að bóluefni við sýkingunni sé haldið leyndu, Hamilton hefur skellt skuldinni á Bill Gates og Harrelson telur veiruna mega rekja til 5G.
31.07.2020 - 19:18
Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19
Leikmaður meistaraflokks karla hjá fyrstu deildarliðinu Víkingi í Ólafsvík er smitaður af COVID-19. Félagið staðfestir þetta í stöðufærslu á Facebook. Nokkrir knattspyrnumenn hafa greinst með COVID-19 að undnförnu, meðal annars í kvennaliðum Breiðabliks og Fylkis og hjá karlaliði Stjörnunnar.
31.07.2020 - 18:05
„Virðist vera komin ný bylgja af faraldrinum“
Ekki hefur tekist að rekja uppruna smitsins í umfangsmikilli hópsýkingu sem er í gangi núna og segir sóttvarnalæknir það ákveðið áhyggjuefni. Ekki sé vitað hvernig hún hefur komist til landsins og óljóst er hvort yfirvöld komist nokkurn tímann að því. „Í þessari hópsýkingu getum við sagt að sýkingavarnir innanlands hafi brugðist.“ Verulega hafi verið slakað á í einstaklingsbundnum sóttvörnum hjá öllum. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að svo virðist sem ný bylgja sé komin.
31.07.2020 - 14:29
9 af 11 sem greindust í gær voru ekki í sóttkví
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví, samkvæmt upplýsingum frá smitrakningateyminu. Verið er að taka saman gögn til að sjá hvort þeir hafi haft tengsl við þá sem hafa greinst síðustu daga og ætti það að liggja fyrir á upplýsingafundinum í dag. Þrír til viðbótar greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun, einn reyndist vera með mótefni, annar með virkt smit og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá þeim þriðja.
31.07.2020 - 12:05
11 ný smit - 50 í einangrun og 287 í sóttkví
Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.
31.07.2020 - 11:11
Guðni: Beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur fólk til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann segir innsetningarathöfnina þann 1. ágúst verða með allt öðru og minna sniði en venjan er. „Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans,“ segir forsetinn.
30.07.2020 - 19:28
Vonar að hægt verði að hindra aðra bylgju faraldursins
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, starfandi sóttvarnalæknir, vonar að aðgerðirnar sem kynntar voru í dag dugi til að koma í veg fyrir aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Samkomubann verður bundið við 100 í stað 500 frá hádegi á morgun, tveggja metra reglan tekur gildi aftur og þar sem ekki verður hægt að tryggja hana verður fólk að vera með grímu.
30.07.2020 - 19:01
Listamenn ausa úr skálum reiði sinnar
Hljóðið er þungt í tónlistarmönnum eftir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í morgun. Ljóst er að lítið mun fara fyrir tónleikahaldi næstu tvær vikur og fjölmargir listamenn sitja eftir með sárt ennið. Fjölmargir hafa ausið úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum og fá bæði stjórnvöld og ferðaþjónustan á baukinn. Fyrirliði íslenska landsliðsins kemur þeim þó til varnar.
30.07.2020 - 16:29
Vertar í Eyjum afturkalla umsóknir um vínsölu utandyra
Allir þeir veitinga-og skemmtistaðir sem höfðu sótt um að fá að selja áfengi utandyra í Vestmannaeyjum hafa afturkallað umsókn sína. Sama á við um styrktartónleika sem til stóð halda í tilefni af verslunarmannahelginni. Skilyrði verða sett um lokun Herjólfsdals fyrir umferð fólks ef leyfi verður veitt fyrir brennunni á Fjósakletti annað kvöld.
Sprenging í sölu gríma eftir fundinn í morgun
Algjör sprenging varð í sölu andlitsgríma eftir blaðamannafundinn í morgun þar sem kynntar voru hertar aðgerðir vegna nýrra COVID-19 smita innanlands. Þar var meðal annars kveðið á um að nota skyldi grímur ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra regluna og ef fólk ætlaði að nýta sér almenningssamgöngur og innanlandsflug. „Þetta er meiri sprenging en þegar COVID var að byrja,“ segir framkvæmdastjóri Rekstrarvara.
30.07.2020 - 14:36
Nýr grímuklæddur veruleiki á hádegi á morgun
Björn Leifsson, forstjóri líkamsræktarkeðjunnar World Class, segir að starfsemi líkamsræktarstöðvanna verði með svipuðum hætti og var. Annað hvert upphitunartæki verði tekið úr notkun, fækkað verði í hóptímum og 100 manna samkomubann virt. „Þetta er helvíti skítt,“ segir Björn. Vert í Reykjavík segir aðgerðirnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í morgun horfi alls ekki vel við þeim. Framkvæmdastjóri Strætó segir að grímulausir farþegar fái ekki að koma inn í vagnana.
30.07.2020 - 13:36