Færslur: Kornrækt

Sjónvarpsfrétt
Horfði upp á milljónir fjúka út í veður og vind
Kornbændur í Eyjafirði horfðu upp á milljónir króna hreinlega fjúka út í veður og vind í óveðrinu á sunnudaginn. Bóndi sem tapaði helmingi uppskerunnar segir bagalegt að ekkert tryggingakerfi sé fyrir kornbændur hér á landi.
29.09.2022 - 13:42
Kornútflutningur nálgast það sem var fyrir innrás
Kornútflutningur frá Úkraínu nálgast óðum það sem var áður en Rússar réðust inn í landið fyrir hálfu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna greinir frá þessu.
Óvissa í kornrækt á Norðurlandi
Á Norðurlandi hefur verið mikil kuldatíð síðustu mánuði og  það frysti eina nótt í ágúst. Kuldinn hefur haft nokkur áhrif á kornrækt. Enn vona menn að hægt verði að uppskera en þá þarf sólin að láta sjá sig.
15.08.2022 - 14:07
Fyrsta kornflutningaskipið hélt frá Úkraínu í morgun
Flutningaskip hlaðið korni sigldi úr höfn í Odessa, það fyrsta síðan í febrúar. Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Skrifstofa forseta Úkraínu segir atlögu Rússa hafa beinst sérstaklega að honum.
Einn auðugasti maður Úkraínu féll í sprengjuárás
Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Úkraínuforseti segir árásir Rússa á borgina nú einhverjar þær allra grimmilegustu frá upphafi innrásar og þeirra verði ekki látið óhefnt. Kornflutningaskip hélt úr höfn við Svartahaf í morgun.
Fyrstu kornflutningaskipin tilbúin til brottfarar
Fyrstu skipin sem flytja korn frá Úkraínu gætu lagt upp þegar á morgun föstudag. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna greina frá þessu en þó á enn eftir að ákveða siglingaleið skipanna.
Af hverju erum við ekki að rækta meira korn sjálf?
Ræktun á grænmeti og korni á Íslandi er hlutfallslega minni en var fyrir rúmum tíu árum. Við þurfum að huga betur að fjölbreytileika í ræktun til að geta tryggt fæðuöryggi, segir formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna.
Notar flugdreka í baráttunni gegn álftinni
Álftir valda kornbændum miklu tjóni ár hvert með miklum ágangi á ökrum. Ýmislegt hefur verið reynt en álftin sér yfirleitt í gegnum allar aðferðir. Bóndi á Suðurlandi beitir nú flugdrekum í baráttunni.
19.07.2022 - 17:10
Innlent · Suðurland · Álft · Kornrækt · Bændur · Fuglar
Þetta helst
Framtíð kornræktar á Íslandi
Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega undanfarin ár. Stjórnvöld hafa lofað að skoða leiðir til að efla innlenda matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi landsins sem verður brothættara með hverju árinu. Við erum á hverjum tíma einungis með nokkurra vikna kornbirgðir í landinu og tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands segir í Þetta helst að það séu fáar vel settar þjóðir sem lifi þannig - frá mánuði til mánaðar.
07.07.2022 - 13:35
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Úkraína hættir útflutningi undirstöðuafurða
Öllum útflutningi á rúgi, höfrum, byggi, hirsi, sykri, salti, kjöti, búfénaði og fleiri undirstöðuafurðum frá Úkraínu hefur verið hætt. Úkraínuskrifstofa Interfax-fréttastofunnar greindi frá þessu í gær og vísar í yfirlýsingu stjórnvalda.
„Það er gaman að vera bóndi þessa dagana“
Kornbóndi í Eyjafirði segir að eftir hlýtt og sólríkt sumar sé kornið á pari við það besta á meginlandi Evrópu. Uppskeran er tæpum mánuði á undan áætlun og allt stefnir í algjöra metuppskeru.
24.08.2021 - 13:14
Gætu þurft að huga að vökvunarbúnaði
Garðyrkjubændur á Norður- og Austurlandi eru almennt sáttir við uppskeru sumarsins en ef sumrin halda áfram að verða eins hlý og þurr og þetta sumar þurfa ræktendur líklega að huga að sérstökum vökvunarbúnaði.
11.08.2021 - 08:01
Rigning tefur kornslátt í Eyjafirði
Allur sláttur og þresking liggur nú niðri hjá kornbændum í Eyjafirði. Þeir hafa lítið getað athafnað sig eftir að tók að rigna í byrjun vikunnar. Útlitið er heldur betra í næstu viku, en þeir óttast tjón ef það fer að snjóa.
20.09.2018 - 18:13
Vilja fækka álftum
Möguleikar kornbænda til að verja akra sína fyrir ágangi álftar eru nú ræddir á Búnaðarþingi. Margir bændur hafa íhugað að hætta kornrækt vegna ágangs fugla. Álft hefur fjölgað mjög síðustu ár. Hún er talin hafa spillt allt að þriðjungi akra fyrir kornbændum á Suðurlandi síðustu ár. Þá hefur korn þroskast hægt og ekki verið hægt að þreskja fyrr en seint.
01.03.2016 - 18:28
Bændur sá minna korni
Tíðarfar hefur reynst kornbændum erfitt síðustu ár. Margir bændur á Suðurlandi hyggjast sá minna korni á þessu ári en í fyrra og sumir ætla alls ekki að sá. Í fyrra voraði seint og korn kom því seinna til. Þegar það var tilbúið til þreskingar varð mikil rigningartíð og bændum gekk seint og illa að þreskja. Álft og gæs ollu mörgum miklu tjóni. Síðustu akrana náðist að þreskja í janúar.
27.02.2016 - 15:49

Mest lesið