Færslur: Kópavogur

„Hjartað slær í Kópavogi“
Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vill nýta tímann þar til hún hættir á Alþingi um áramót til að upplýsa um brot banka gegn þeim sem sviptir voru eignum sínum eftir hrun á grundvelli ólögmætra lána.
28.08.2017 - 19:35
Umdeilt skilti: „Ekki Hollywood breiðgata“
Íbúar í Kópavogi hafa lýst óánægju sinni með nýtt háskerpu ljósaskilti sem nýlega var sett upp milli Fífunnar og Hafnarfjarðarvegarins með því að hvetja nágranna sína til að senda mótmælapóst á valin netföng starfsmanna bæjarins.
28.04.2017 - 14:09
Kemur ekki aftur í íbúðina í Hamraborg
Maðurinn sem ógnaði nágrönnum sínum í Hamraborg í Kópavogi í fyrrakvöld og var í kjölfarið handtekinn, kemur ekki aftur í íbúðina þar sem hann hefur búið að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafa félagsmálayfirvöld í bænum fundið annan bústað fyrir manninn. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær með nágrönnum mannsins, lögreglu og félagsmálayfirvöldum. „Það er búið að finna hentugra húsnæði fyrir hann og hann kemur ekki aftur,“ segir Gunnar Hilmarsson varðstjóri.
03.03.2017 - 11:05
„Teljum að maðurinn sé hættulegur öðrum“
Lögregla og Sérsveit lögreglunnar voru í gærkvöld kölluð út vegna íbúa í Hamraborg í Kópavogi, sem hafði ógnað öðrum íbúum hússins með stórum hnífi eða sveðju, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn um klukkustund síðar. Nágrannar hafa ítrekað rætt við félagsmálayfirvöld og lögregla hefur margsinnis verið kölluð út vegna hans. „Við mætum alltaf með sérsveitina með okkur, því við teljum manninn hættulegan,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri í Kópavogi.
02.03.2017 - 11:18
Laun bæjarfulltrúa miðuð við launavísitölu
Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi munu framvegis taka mið af launavísitölu í stað þingfararkaups eins og verið hefur. Þetta var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í dag.
14.02.2017 - 23:53
  •