Færslur: Kópavogskrónika

Sýning sem segði „búmm“ ef ekki væri fyrir faraldurinn
Einar Örn Benediktsson segir Kópavogskróniku vera straumlínulagaða og skemmtilega sýningu en henni hefði vegnað betur í eðlilegra árferði fyrir fullum sal grímulausra áhorfenda.
Gagnrýni
Harmræn saga móður sögð með húmor
„Þetta er greinilega saga sem hún hefur gaman af að segja og það smitast til áhorfenda,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár sem telur Ilmi Kristjánsdóttur farast burðarhlutverk Kópavogskróniku vel úr hendi – en hún er einnig annar höfundur leikgerðarinnar eftir bók Kamillu Einarsdóttir.
02.10.2020 - 12:42
Leggja leyndarmálin á borðið í leikgerð Kópavogskróniku
Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli meðal annars fyrir bersöglar og krassandi kynlífslýsingar. Nú hefur bókin verið sett í leikhúsbúning og langþráð frumsýning verksins í leikstjórn Silju Hauksdóttur er á morgun.
Segðu mér
Leikgerð Kópavogskróniku var áreynslulaus getnaður
Silja Hauksdóttir, leikstjóri, stendur nú í ströngu en hún leikstýrir Kópavogskróniku sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 14. mars. Silja hefur aldrei áður leikstýrt í leikhúsi og segir hún að þrátt fyrir að margt sé ólíkt með kvikmynda- og leikhúsleikstjórn sé einnig margt ótrúlega líkt og í báðum tilvikum snúist þetta um að skapa gott andrúmsloft.
Kamilla með forvitnilegustu kynlífslýsinguna
Kamilla Einarsdóttir hlýtur Rauðu hrafnsfjöðrina, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018 í íslenskum bókmenntum. Viðurkenningin var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma í gær í fjórtánda skiptið.
Gagnrýni
Bullandi kaldhæðin sýn á ástina
„Biturrar kaldhæðni gætir víða í textanum og skýlir sársauka sem djúpt er á,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir um fyrstu skáldsögu Kamillu Einarsdóttur, Kópavogskróniku. Steinunn fjallaði um bókina í Víðsjá á Rás 1.
Gagnrýni
Morðfyndin en skortir aðeins upp á heildarsvip
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Kópavogskrónika eftir sé stórfyndin og skemmtileg aflestrar en eilítið skorti þó upp á heildarsvipinn.
Viðtal
„Ekki mínar uppáferðir og fyllirí“
Kópavogskrónika er fyrsta skáldsaga Kamillu Einarsdóttur en hún fjallar um unga konu sem lendir í ástarsorg og dvelst þess vegna langdvölum í Kópavogi.