Færslur: Kópavogshæli

Morgunútvarpið
„Mannréttindi eru ekki eins og tæknileg framþróun“
Réttindagæsla fatlaðs fólk er undirmönnuð og vanfjármögnuð og stjórnvöld fylgdu ekki eftir þeim ábendingum sem fram komu í skýrslu um aðbúnað barna og fullorðinna á Kópavogshæli. Þetta segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað á vistheimilinu Arnarholt hafa samtökin krafið stjórnvöld um að grípa til ráðstafana nú þegar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
17.11.2020 - 09:37
Myndskeið
Lýstu frelsissviptingum og vanrækslu í vitnaleiðslum
Fársjúkt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti til 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Þar lýsti starfsfólk órannsökuðum andlátum vistmanna og vanrækslu sem leiddi til andláts. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka málið komst að þeirri niðurstöðu að engra aðgerða væri þörf á heimilinu, en þrátt fyrir það var ákveðið á lokuðum fundum borgarstjórnar að grípa til aðgerða.
Tveir hópar fatlaðs fólks hafa ekki fengið bætur
Samtökin Þroskahjálp fagna því að stjórnvöld stefni að því að greiða 80-90 fötluðum einstaklingum sanngirnisbætur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir brýnt að samfélagið geri upp við fatlað fólk sem var vistað á stofnunum sem börn. Þó standi tveir hópar fatlaðs fólks út af, þeir sem voru vistaðir á stofnunum á fullorðinsaldri og þeir sem sættu illri meðferð í vistun á einkaheimilum. Nokkur hópur fólks hringi reglulega í Þroskahjálp og krefjist réttlætis.
05.03.2020 - 14:18
„Þetta má ekki gerast aftur“
Haraldur Ólafsson fyrrum vistmaður á Kópavogshæli segir viðurkenningu felast í því að bætur verði greiddar fyrir harðræði sem var beitt þar. Bótafjárhæðin skipti sig ekki máli - það mikilvægasta sé að þetta gerist ekki aftur.
10.09.2017 - 18:51
„Ekkert tekið á misþyrmingunum“
Formaður Samtaka vistheimilabarna segir að aðferðin við að ákveða bætur fyrir þá sem voru á vistheimilunum sé röng. Réttara hefði verið að semja um bæturnar eða láta dómstóla skera úr um þær. 78 vistmenn á Kópavogshæli fá boð um bætur eftir helgi.
09.09.2017 - 19:51
Kópavogshæli: 78 fá boð um sanngirnisbætur
Sanngirnisbætur verða greiddar á næstu þremur árum til þeirra vistmanna Kópavogshælis sem sótt hafa um þær. Alls verður 78 þeirra boðnar bætur. Heildargreiðsla þeirra er á fimmta hundrað milljónir króna.
09.09.2017 - 12:32
Vistmenn Kópavogshælis fá sálfræðiþjónustu
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita þremur milljónum króna til sálfræðiþjónustu handa fyrrum vistmönnum Kópavogshælis og aðstandendum þeirra. Talið er að um fimmtíu manns muni nýta sér þetta.
12.05.2017 - 15:54
Spegillinn
Stærsta uppgjör gegn ofbeldi á Íslandi
Innköllun krafna um sanngirnisbætur til vistmanna, sem dvöldu á Kópavogshæli sem börn, hefur verið send út. Alls eiga 89 einstaklingar rétt á bótum. Frá því að lög um sanngirnisbætur voru samþykkt 2010 hafa verið greiddar bætur vegna 12 stofnana. Alls hafa verið greiddar og samþykktar bætur sem nema 2,3 milljörðum króna vegna 960 einstaklinga. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila, segir að þetta sé stærsta uppgjör gegn ofbeldi á Íslandi.
11.04.2017 - 16:30
Undirbúa móttöku umsókna vegna Kópavogshælis
Verið er að undirbúa móttöku umsókna fyrrverandi vistmanna á Kópavogshæli vegna greiðslu sanngirnisbóta. Listi frá vistheimilamend yfir vistmenn liggur nú fyrir hjá tengilið vistheimila og fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra, sem annast greiðslu bótanna. 80 milljónir úr fjárlögum eiga að fara til greiðslu bótanna.
20.03.2017 - 13:57
Nauðsynlegt að læra af mistökum Kópavogshælis
Alvarleg undirmönnun hefur verið á heimilum fyrir aldraða og fatlaða í áraraðir og það hefur komið niður á þjónustu við þá sem minna mega sín.
23.02.2017 - 18:17
Mikill áhugi á sjúkraskrám vistmanna
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segist hafa orðið vör við töluverðan áhuga meðal aðstandenda að fá aðgang að sjúkraskýrslum ættingja eða barna sem dvöldu á Kópavogshæli. Landspítalinn er undir það búinn að umsóknir berist vegna Kópavogshælis.
17.02.2017 - 17:09
Gögn fundin um öll börnin
Gögn um 48 börn af Kópavogshæli, sem ekki skiluðu sér til vistheimilanefndar, eru fundin. Nefndin fékk 27 kassa frá Landspítalanum árið 2013 með gögnum frá Kópavogshæli. Þar voru ekki sjúkraskrár um fjórðungs barna sem vitað er að hafi verið vistuð á hælinu. Fram kemur í skýrslu vistheimilanefndar að ekki hafi fengist sjúkraskrár um þessi börn.
16.02.2017 - 17:41
Aðstandendur funda um Kópavogshæli
Vel á annað hundrað manns, aðstandendur vistmanna á Kópavogshæli komu saman til fundar í kvöld til að ræða skýrslu vistheimilanefndar. Skorað var á stjórnvöld að axla ábyrgð, herða eftirlit með starfssemi vistheimila og veita meira frjármagni til þeirra. 
15.02.2017 - 22:07
Sjúkraskrár fundust í skjalageymslu spítalans
Sjúkraskrár á milli tíu og tuttugu barna af Kópavogshæli, sem ekki skiluðu sér til vistheimilanefndar, hafa fundist í skjalageymslu Landspítalans. Spítalinn gerir ráð fyrir að finna fleiri á morgun.
15.02.2017 - 19:20
Leitað að sjúkraskrám frá Kópavogshæli í dag
Landspítalinn fékk í hádeginu í dag nöfn 48 barna, sem voru vistuð á Kópavogshæli, en sjúkraskrár hafa ekki fundist um. Leitað verður í safni spítalans í dag.
15.02.2017 - 12:52
Tæplega 700 dvöldu á hælinu
Fyrispurnir hafa borist frá aðstandendum um aðgang að sjúkraskrám þeirra sem dvöldu á Kópavogshælinu. Í lögum er kveðið á um að aðstandendur geti sótt um aðgang látinna einstaklinga en ríkar ástæður þurfi að vera til þess. Þeir sem eru enn á lífi eiga rétt á að fá sínar eigin skýrslur.
14.02.2017 - 17:05
Óraunhæft að gera ráð fyrir frekari gögnum
Óraunhæft var að gera ráð fyrir þeim möguleika að Landspítalanum myndu berast frekari gögn um starfsemi Kópavogshælis eftir gagnabeiðni vistheimilanefndar, þegar liðin voru rúm 20 ár frá því að starfsemi hælisins lauk. Þetta segir í yfirlýsingu sem vistheimilanefnd sendi frá sér í dag, í tilefni frétta þess efnis að nefndin hafi ekki fengið sjúkraskrár 48 barna við vinnu sína. Nefndin telur hafið yfir vafa að fyrirliggjandi gögn hafi gefið nægilega skýra og glögga mynd af hælinu.
14.02.2017 - 15:23
Undrast að hluti barnanna sé útundan
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þorskahjálpar skilur ekki hvernig það gat gerst að vistheimilanefnd skuli ekki hafa skoðað sjúkraskýrslur um fjórðungs þeirra barna sem dvaldist á Kópavogshæli. Hún mun krefja nefndina skýringa og vonar að nefndin hafi ekki kastað til höndunum við skýrslugerðina.
13.02.2017 - 22:38
Ekki nóg að auglýsa sanngirnisbætur
„Það þarf að líta til þess að fólk sem þarna dvaldi er með þannig fötlun að það þarf að hafa samband við það að fyrra bragði vegna sanngirnisbóta,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar en hún og fulltrúar samtakanna áttu í dag fund með forsætisráðherra vegna skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli.
13.02.2017 - 20:39
Upplýsingar vantaði um 48 börn á Kópavogshæli
Vistheimilanefnd fékk ekki sjúkraskýrslur 48 barna sem dvöldu á Kópavogshæli. Börnin eru öll látin. Misskilningur virðist hafa valdið því að nefndin fékk ekki skýrslurnar.
13.02.2017 - 19:07
Börn pyntuð á Kópavogshæli
Börn voru pyntuð á Kópavogshæli, segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þau voru markvisst beitt harðræði, nánast skipulagt og endurtekið. Í pyntingum felist einnig lítilsvirðandi, niðurlægjandi og ill meðferð. Verulegar líkur eru á því að ríkið hafi gerst sekt um mannréttindabrot með því að bregðast eftirlitsskyldu sinni með aðbúnaði barna á Kópavogshæli. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, segir engan vafa leika á því að lög voru brotin.
12.02.2017 - 18:33
Átta vistmenn af Kópavogshæli búa í sama húsi
Átta vistmenn af Kópavogshælinu búa ennþá í sama húsinu en þar er starfsemin gerbreytt. Þar til fyrir þremur og hálfu ári voru þau ekki hluti af íslensku samfélagi að öðru leyti en því að þau höfðu kennitölu og sjúkradagpeninga. Núna hafa þau lögheimili, kosningarétt og bætur frá almannatryggingum.
12.02.2017 - 12:42
Vilja lögreglurannsókn á Kópavogshælinu
Formaður Samtaka vistheimilabarna vill að þeir sem fóru fyrir stofnunum þar sem börn sættu illri meðferð verði dregnir til ábyrgðar. „Það á að draga fólk til ábyrgðar. Þetta er bara lögreglumál. Þetta þarf bara að rannsaka. Þetta er glæpur, þetta er mannréttindabrot og glæpur gagnvart þeim sem voru þarna, það á að rannsaka það þannig,“ segir Jón Magnússon, formaður Samtaka vistheimilabarna.
11.02.2017 - 19:27
Hugsanleg dauðsföll á hælinu vegna vanrækslu
Formaður vistheimilanefndar segir hugsanlegt að einhverjir látið lífið á Kópavogshæli vegna vanrækslu. Upplýsingar sem bendi til þess séu að finna í gögnum nefndarinnar.
11.02.2017 - 18:46
Bætur „hneykslanlega lágar og niðurlægjandi“
Sanngirnisbætur eru hneykslanlega lágar og niðurlægjandi, segir formaður Samtaka vistheimilabarna. Þá verði þeir sem  misþyrmdu börnum að sæta ábyrgð. Samtökin hafa leitað til lögmanns til að kanna grundvöll  málaferla vegna mannréttindabrota á þeim börnum sem sættu illri meðferð á visheimilum ríkis og sveitarfélaga.
11.02.2017 - 12:57