Færslur: Konur gegn kynferðisáreitni

Sláandi hve margir læknar verða fyrir áreitni
Sláandi er að 7 prósent kvenlækna hér á landi hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni á haustmánuðum, er haft eftir Ölmu Möller, Landlækni, í Læknablaðinu sem kom út í gær.
06.02.2019 - 09:04
Vill skoða afnám fyrningar kynferðisbrota
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, vill skoða þá hugmynd hvort að breyta eigi lögum þannig að kynferðisbrot fyrnist ekki. Kynferðisbrot fyrnast á tveimur til fimmtán árum og er þá miðað við alvarleika brotsins. Kynferðisbrot gegn börnum fyrnast ekki.
Ár frá upphafi #metoo
Ár er frá þeim atburðum sem hrundu af stað metoo-hreyfingunni víða um heim. Talsmaður kvenna af erlendum uppruna segir margt hafa áunnist, en nýleg umfjöllun um aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi sýni að enn er mikið verk eftir.
14.10.2018 - 19:43
Fyrsti þeldökki forsíðuljósmyndarinn hjá Vogue
Hinn 23 ára gamli Tyler Mitchell varð á dögunum fyrsti þeldökki ljósmyndarinn til að taka forsíðumynd fyrir bandarísku útgáfu Vogue tískutímaritsins. Var það tónlistarkonan Beyoncé sem stóð að baki ákvörðuninni en hún fékk fullt listrænt frelsi varðandi forsíðumyndaþátt í blaðinu.
01.08.2018 - 15:27
Netflix bjóða Aziz áframhaldandi samstarf
Eftir að önnur þáttaröð Master of None leit dagsins ljós var haft eftir höfundi þáttanna, grínistanum Aziz Ansari, að óvíst væri um framhaldið. Stuttu seinna var Ansari sakaður um kynferðislega áreitni. Nú hefur Netflix lýst yfir stuðningi við endurkomu Ansari og boðið hann velkominn til starfa með þriðju þáttaröðina þegar hann telji sig tilbúinn til þess.
30.07.2018 - 14:26
Spotify endurskoðar ritskoðunarstefnu
Spotify hyggst endurskoða stefnu sína um ritskoðun efnis á lagalistum streymisveitunnar. Pressa frá stjörnum á borð við Kendrick Lamar hefur þar áhrif. Mikil umræða hefur skapast í kringum þá ákvörðun fyrirtækisins að fjarlægja efni tónlistarmannsins R. Kelly af lagalistum vegna ásakana um kynferðisofbeldi sem á hann hafa verið bornar.
Heimildarmynd væntanleg um kvennabúr R. Kelly
Ásakanir á hendur tónlistarmanninum R. Kelly eru viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sem Buzzfeed News framleiðir fyrir Hulu. Fjölmiðlamaðurinn Jim DeRogatis verður meðal viðmælenda í myndinni en hann skrifaði eldfima 4.800 orða grein í júlí í fyrra þar sem R. Kelly var borinn þungum sökum.
Morgan Freeman biðst afsökunar á áreitni
Sextán manns hafa stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og óviðeigandi hegðun af hálfu leikarans Morgan Freeman. Ítarleg úttekt á málinu birtist á CNN í dag. Þar á meðal eru átta konur sem saka hann um kynferðislega áreitni auk átta vitna. Freeman hefur beðist opinberlega afsökunar.
Pólitísk spenna og sadistar á Cannes
Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur í dag. Mikið hefur verið rætt um endurkomu danska leikstjórans Lars Von Trier sem sendur var í útlegð frá Cannes árið 2011, auk þess sem tveir leikstjórar, sem eiga myndir sem eru tilnefndar til Gullpálmans, fá ekki að fylgja myndum sínum á hátíðina og eru í farbanni frá heimalöndum sínum.
19.05.2018 - 12:48
Kynferðisleg áreitni ólögleg á Norðurlöndum
Menningarmálaráðherrar Norðurlanda skrifuðu í dag undir sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar. Í henni segir að kynferðisleg áreitni sé ólögleg og að hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við henni.
09.05.2018 - 23:27
Vilja breyta jafnréttislögum í ljósi #metoo
Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu nýlega fyrir. Meðal niðurstaðna var að breyta þurfi jafnréttislögum þannig að heimilt verði að sekta vinnustaði sem ekki sinna forvörnum þegar kemur að kynferðislegri áreitni.
17.04.2018 - 13:38
Bíóást: Spennandi og nýstárleg afhjúpun
„Ég held að styrkurinn sé fyrst og fremst handritið. Bæði er þessi saga, þessi mystería sem sífellt kemur manni á ovart, það er plot-twist eftir plot-twist, og hvernig hún er uppbyggð, hvernig hún afhjúpar sig er mjög spennandi og nýstárlegt,“ segir Hannes Óli Ágústsson leikari um spennumyndina The Usual Suspects sem sýnd er á RÚV laugardagskvöldið 14. apríl.
Líkir þolendum Weinstein við vændiskonur
Dmitry Peskov, talsmaður forseta Rússlands, líkir konunum sem hafa sakað Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi við vændiskonur. Orðin lét hann falla í pallborðsumræðum í Háskólanum í Moskvu þegar hann var að svara spurningu um rússneska þingmanninn Leonid Slutsky sem nokkrar konur hafa sakað um kynferðislega áreitni.
29.03.2018 - 19:23
Kynbundnu ofbeldi viðhaldið í menningunni
„Metoo er að varpa ljósi á vanda sem hefur verið mjög vel kortlagður. Vandamálið er menningin sem við búum við sem leyfir þessu að viðgangast og viðheldur þessum kynjuðu valdatengslum í samfélaginu,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands.
22.03.2018 - 12:03
Prestur Grensáskirkju áfram í leyfi
Biskup Íslands hefur framlengt leyfi séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, um óákveðinn tíma á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar.
21.03.2018 - 17:39
Viðtal
„Mikilvægt að sýna þessum konum stuðning“
Viðburðurinn Milljarður rís þar sem fólk kemur saman og dansar gegn kynbundnu ofbeldi var haldinn í sjötta sinn í dag. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum af erlendum uppruna, sem stigu eftirminnilega fram í kjölfar Metoo byltingarinnar og sögðu frá reynslusögum sínum af kynbundnu ofbeldi hér á landi. Sex konur af erlendum uppruna, þar á meðal Eliza Reid forsetafrú, hófu viðburðinn með því að lesa frásagnir af ofbeldi sem komu fram undir formerkjum Metoo.
16.03.2018 - 13:00
Vill að þolendur fái ókeypis sálfræðiþjónustu
Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri segir borðleggjandi að þolendur kynferðisbrota innan hreyfingarinnar fái ókeypis sálfræðiþjónustu til að aðstoða þá við að vinna úr áföllunum. Honum leið hörmulega þegar hann las frásagnir kvenna úr íþróttarhreyfingunni í #metoo byltingunni.
15.03.2018 - 09:25
Bíða eftir handtökuskipun í máli Weinstein
Yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í New York kveðst aðeins vera að bíða eftir því hvort og þá hvenær saksóknaraembættið á Manhattan ákveður að ákæra bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot. Lögreglan er sögð bíða eftir handtökuskipun saksóknarans.
Völd kvenna hafa aukist vegna #metoo
Konur standa sterkari fótum í kjölfar #metoo-byltingarinnar og eru ákveðnari í að krefjast hækkunar lægstu launa kvennastétta. Þetta segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Formaður Viðskiptaráðs veltir því fyrir sér hvers vegna konur í viðskiptalífinu hafi ekki komið fram með sögur um kynferðislega áreitni en telur að áhrif byltingarinnar verði varanleg og stuðli að fjölbreyttara og betra samfélagi.
08.03.2018 - 20:12
Saka rússneskan þingmann um áreitni
Tvær fjölmiðlakonur í Rússlandi saka þingmanninn Leonid Slutsky um kynferðilega áreitni. Þær segja að hann hafi þuklað á þeim og reynt að kyssa þær, þvert á vilja þeirra. Hann hefur vísað ásökununum á bug.
02.03.2018 - 11:36
Braut siðferðislega gegn tveimur konum
Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur í tveimur málum gerst sekur um siðferðisbrot, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem birtur var í gær. Fimm konur kærðu hann á síðasta ári til nefndarinnar fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni. Nefndin komst að því að í þremur málum hafi háttsemi sóknarprestsins ekki falið í sér aga- eða siðferðisbrot.
94% Hollywood-kvenna kynferðislega áreittar
Samkvæmt nýlegri könnun USA Today og samtökum kvenna í kvikmyndagerð hafa 94% kvenna í kvikmyndaiðnaðinum upplifað kynferðislega áreitni.
22.02.2018 - 14:51
Viðtal
Þorði ekki að segja neinum frá nauðguninni
Kona af erlendum uppruna, sem var nauðgað skömmu eftir að hún kom fyrst til landsins, kveðst hafa fundið til gríðarlegs vanmáttar, og að hún gæti hvergi leitað aðstoðar. Maðurinn skildi eftir 100 þúsund krónur í umslagi eftir árásina.
08.02.2018 - 19:38
Viðtal
Upplifði sig aleina eftir nauðgun
„Og þarna var ég á gólfinu, hálfnakin, tungumálalaus, ein. Ein eins og ég hef aldrei hugsað að ég gæti verið.“ Þetta segir kona sem er af erlendu bergi brotin, sem var nauðgað skömmu eftir að hún kom fyrst til landsins.
08.02.2018 - 17:00
Guðni: Samfélagið segir hingað og ekki lengra
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir metoo-byltinguna vera mál allra, við séum komin að því að segja hingað og ekki lengra. Gæta þurfi þess að umræðan deyi ekki út.
07.02.2018 - 12:52