Færslur: Kongsberg

Danskri grínmynd um bogamann í Noregi frestað
Frumsýningu danskrar grínmyndar um mann, sem gengur um vopnaður boga og örvum, hefur verið frestað. Óheppileg líkindi þykja milli myndarinnar og þeirra voðaverka sem framin voru í Kongsberg í Noregi í gær, einkum í ljósi þess að myndin er tekin upp í Noregi.
14.10.2021 - 14:17
„Fólk er hálf lamað yfir þessu“
Aron Þorfinnsson, verkfræðingur sem býr í Kongsberg, segir bæjarbúa í áfalli. Sjálfur var hann heima þegar árásin átti sér stað. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér að voðaverk yrðu framin í bænum. 
14.10.2021 - 08:10
 · Noregur · Kongsberg · Lögreglumál · Árás · Erlent
Myndskeið
Hugur Solberg er hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra
Ernu Solberg fráfarandi forsætisráðherra Noregs er afar brugðið eftir að fimm féllu og tveir særðust í árás bogamanns í bænum Kongsberg í suðausturhluta landsins í dag. Solberg segir hug sinn vera hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
13.10.2021 - 22:41