Færslur: Kongó

Myndskeið
Eldgos hafið í Kongó og íbúar flýja heimili sín
Eldgos hófst í fjallinu Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í kvöld og íbúar í borginni Goma, sem liggur nærri fjallinu, hafa þurft að flýja heimili sín. Eldtaumar úr fjallinu skera næturhimininn og gjósku rignir yfir nærliggjandi svæði.
22.05.2021 - 21:52
Erlent · Afríka · Hamfarir · Kongó
Fimmtíu taldir af í námuslysinu í Kongó
Björgunarsveitir fundu í dag lík námumanna sem fórust í námuslysi í austurhluta lýðveldisins Kongó á föstudag. Alls hafa átján lík verið flutt til námubæjarins Kamituga í grennd við gullnámuna, sem er óskráð.
13.09.2020 - 21:55
Erlent · Kongó · Afríka · gullnámur · Banaslys
Simpansasmyglarar stöðvaðir í Simbabve
Yfirvöld í Simbabve lögðu hald á 26 apa sem reynt var að smygla frá Kongó. Fjórir voru handteknir vegna málsins að sögn yfirvalda beggja ríkja. Reynt verður að koma öpunum aftur til sinna heima. Einnig var lagt hald á mikið magn hreisturs af hreisturdýrum í norðausturhluta Kongó.
13.09.2020 - 04:16
Tugir látnir í námuslysi í Kongó
Talið er að minnst fimmtíu séu látnir eftir að gullnáma hrundi saman í austurhluta Kongó. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Eimliane Itongwa, formanni sjálfstæðra samtaka sem fylgjast með velferð námuverkamanna, að slysið hafi orðið eftir mikla rigningu síðdegis í gær að staðartíma.
12.09.2020 - 06:45
Erlent · Afríka · Kongó
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Myndskeið
Mótmæltu kongóskum stjórnvöldum í París
Lestarstöðin Gare de Lyon í París var rýmd í dag eftir að mótmælendur kveiktu eld nærri henni. Fjöldi fólks kom saman fyrir utan tónleikahús þar sem tónlistarmaður frá Kongó var með tónleika. Fólkinu þykir tónlistarmaðurinn Fally Ipupa of náinn Felix Tshisekedi, forseta Kongó.
29.02.2020 - 03:19
Erlent · Afríka · Evrópa · Frakkland · Kongó
Tortímandinn í 30 ára fangelsi
Rúandski stríðsherrann Bosco Ntaganda var í morgun dæmdur í 30 ára fangelsi fyri ódæðisverk og stríðsglæpi í Austur-Kongó. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. 
07.11.2019 - 10:29
Erlent · Afríka · Kongó · Rúanda