Færslur: Kona fer í stríð

Kona fer í stríð ein af bestu myndum ársins
Kvikmyndin Kona fer í stríð er í sjöunda til tíunda sæti yfir bestu myndir ársins hingað til samkvæmt vefnum Rotten Tomatoes, en 97% af þeim 102 dómum sem síðan hefur safnað um myndina eru jákvæðir.
Davíð Þór hlýtur tónskáldaverðlaun
Íslenska tónskáldið Davíð Þór Jónsson stóð uppi sem sigurvegari við afhendingu Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna 2019 í Berlín í dag. Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
12.02.2019 - 18:03
Orkumálastjóri og „fólk sem hatar rafmagn“
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, gerir loftslagsmálin að aðalumfjöllunarefni í Jólaerindi sem hann birti á vef Orkustofnunar í dag, hann fjallar sérstaklega um verðlaunamyndina Kona fer í stríð og skýtur nokkuð föstum skotum. Segir að í myndinni sé að finna úrelt ofbeldi og veltir því upp hvort myndin eigi erindi í umræðu um loftslagsmál.
18.12.2018 - 15:44
Kona fer í stríð heltist úr Óskarslestinni
Tilkynnt hefur verið um hvaða myndir hafa komist á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokki kvikmynda á erlendum málum. Kona fer í stríð, sem var framlag Íslands til verðlaunanna, nær ekki inn á listann.
Listaverk með sterkan boðskap verðlaunuð
Rætt var um gott gengi Íslendinga á menningarverðlaunum Norðurlandaráðs í Lestarklefanum, nýjum umræðuþætti um menningu og listir. Viðmælendur þáttarins voru sammála um að listaverk með sterkan boðskap hafi sett svip sinn á verðlaunaafhendinguna.
03.11.2018 - 12:00
Viðtal
Verðlaunin mikil viðurkenning fyrir Íslendinga
Það er mikil viðurkenning fyrir Íslendinga að hljóta tvenn af fimm verðlaunum Norðurlandaráðs, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hún segir verðlaunin mikinn heiður fyrir listamennina sem hafi lagt hart að sér. Kvikmyndaverðlaunin hlutu leikstjóri, handritshöfundur og framleiðendur kvikmyndarinnar Kona fer í stríð og bókmenntaverðlaunin hlaut Auður Ava Ólafsdóttir fyrir skáldsöguna Ör.
Viðtal
Halldóra orðin hjartans vinur margra
Benedikt Erlingsson, leikstjóri og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundur, Marianne Slot og Carine Leblanc, framleiðendur hlutu í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir íslensku kvikmyndina Kona fer í stríð. Leikstjórinn segir að hann sé sögumaður og vilji ná sambandi við hlustendur og áhorfendur. Það sé stórkostlegt þegar það takist.
30.10.2018 - 23:13
Myndskeið
Kona fer í stríð fær verðlaun Norðurlandaráðs
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 hafa rétt í þessu verið veitt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni, handritshöfundunum Benedikt Erlingssyni og Ólafi Agli Egilssyni, ásamt framleiðendunum Marianne Slot, Benedikt Erlingssyni og Carine Leblanc, fyrir íslensku kvikmyndina Kona fer í stríð.
30.10.2018 - 18:57
Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins
Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk í gær.
20.09.2018 - 09:22
Kona fer í stríð tilnefnd til verðlauna
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi rétt í þessu. Þá er Vetrarbræður, mynd Hlyns Pálmasonar tilnefnd sem framlag Danmerkur.
Næsta mynd verður útópía
„Ég lék mér að því að ég bjarga heiminum með þessari mynd,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri í samtali um nýjasta verk sitt, Kona fer í stríð, sem hefur hlotið tilnefningar og mikið lof á kvikmyndahátíðum víða um heim. Benedikt hefur nú hafist handa við rannsóknarvinnu fyrir næstu mynd.
Gagnrýni
Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna
Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnuleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.
Viðtal
Skemmtileg áminning um yfirvofandi heimsendi
„Ég vildi gera mynd sem væri aðgengileg og myndi höfða til breiðs hóps um alvarlegt og aðkallandi málefni,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri um kvikmyndina Kona fer í stríð, sem var frumsýnd í vikunni.
Viðtal
„Benni! Ætlarðu að drepa mig?“
Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð, sem var frumsýnd í Cannes og er nú komin í sýningar á Íslandi. Í föstudagsviðtali í Mannlega þættinum segir Halldóra frá því hvernig handboltastelpa úr Fossvoginum endaði á frumsýningardregli á virtustu kvikmyndahátíð heims.
Mynd Benedikts sögð ein sú besta á Cannes
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er ein af 20 bestu kvikmyndunum á Cannes að mati gagnrýnenda The Hollywood Reporter. Meðal annarra mynda sem komust á blað eru nýjasta afurð Spike Lee, kvikmynd eftir bók Haruki Murakami og heimildarmynd um bandarísku söngkonuna Whitney Houston.
Viðtal
Eins manns her á móti auðvaldinu
Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku. Gagnrýnendur erlendra fjölmiðla hafa tekið henni vel og hefur hún þegar hlotið tvenn verðlaun. Myndin fjallar um hugsjónamanneskju sem hefur farið yfir ákveðna línu í sinni baráttu.
Kona fer í stríð hlýtur Gyllta lestarteininn
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð hlaut í gærkvöldi Gyllta lestarteininn eða Grand Rail d‘Or en verðlaunin eru veitt af kvikmyndaunnendum úr hópi lestarstarfsmanna sem sækja Critics Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Benedikt og Ólafur fá verðlaun á Critic's Week
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð unnu til SACD verðlaunanna sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic's Week, sem er hliðardagskrá á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Greint er frá þessu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Myndskeið
Daginn eftir frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
15.05.2018 - 10:05
Talið niður í frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
13.05.2018 - 16:15
Kona fer í stríð fær lofsamlega dóma í Cannes
Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á föstudag hefur fengið frábæra dóma hjá erlendum miðlum um helgina.
Myndskeið
Einn dagur í frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, verður heimsfrumsýnd á á kvikmyndahátíðinni í Cannes og keppir til verðlauna. Benedikt og félagar halda dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
Myndskeið
„Glettin, hlý og frumleg“
Stikla nýjustu kvikmyndar Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð var frumsýnd á dögunum en vefsíða Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í einn sólarhring. Myndin hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna en hún hefur verið valin til þáttöku á Critics‘ Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Kona fer í stríð til Cannes
Kona fer í stríð, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin til þátttöku á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem sem hún verður heimsfrumsýnd.