Færslur: Kolviður

Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun: Epli og appelsínur í búbblu
Það kostar 2000 krónur að kolefnisjafna eitt tonn af koltvísýringi hjá Kolviði en 5000 krónur að kolefnisjafna sama magn hjá Votlendissjóði. Aðferðir sjóðanna eru ólíkar. Spegillinn ræddi við forsvarsmenn sjóðanna og komst að því að ekki er ósennilegt að hluta trjánna í Kolviðarskógum verði brennt í járnblendiverksmiðju, Votlendissjóður lætur nægja að treysta því að landeigendur framtíðar grafi ekki upp úr skurðum og það er hægt að kolefnisjafna sig óháð því hvort heildarlosun eykst eða ekki.
Gróðursetja 8.900 tré til kolefnisjöfnunar
Hafnarfjörður ætlar að kolefnisjafna rekstur sinn með því að gróðursetja tré í samræmi við kolefnisfótspor sitt. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri undirritaði samning við Kolvið um kolefnisjöfnun í morgun.
Umhverfisstofnun vill skýrari leikreglur
Í íslenskum lögum eru engin fyrirmæli um hvaða gæðakröfur skuli gera til fyrirtækja sem opinberar stofnanir kolefnisjafna sig hjá. Fyrirtækin tvö sem bjóða kolefnisjöfnun á Íslandi hafa ekki á stefnuskránni að sækja sér alþjóðlegar vottanir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt að skýra leikreglur. 
Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun í sókn: „Ekki nóg að bursta“
Hvað eiga Stjórnarráð Íslands, Orkan, Bónus, Þjóðkirkjan, Ikea, Ölgerðin og bókabíll Borgarbókasafnsins sameiginlegt? Jú, þau hafa kolefnisjafnað starfsemina eða hafa áform um að gera það. Listinn er ekki tæmandi. Kolefnisjöfnun er aftur orðin áberandi í umræðunni. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að það þurfi að vinna samtímis að losun og bindingu. Rétt eins og manneskja með tannskemmdir þurfi bæði að huga að tannburstun og minnka sælgætisát