Færslur: Kólumbía

Kólumbískur skæruliðaforingi felldur
Uriel, einn helsti leiðtogi hinnar vinstrisinnuðu skæruliðasveitar Frelsishers Kólumbíu (ELN) féll í árás stjórnarhersins um helgina. Ivan Duque forseti Kólumbíu tilkynnti þetta í gær.
26.10.2020 - 06:17
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
Innfæddir mótmæltu ofbeldi Kólumbíu
Þúsundir innfæddra Kólumbíumanna gengu fylktu liði í borginni Cali í suðvestanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að endi verði bundinn á ofbeldi í þeirra garð.
13.10.2020 - 06:56
Fyrrverandi forseti laus úr stofufangelsi
Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, er laus úr stofufangelsi samkvæmt úrskurði dómara. Uribe er grunaður um svik og að reyna að spilla vitnum. Hann var forseti frá árinu 2002 til 2010 og þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn skæruliðahreyfingunni FARC. Hann var meðal þeirra sem var mótfallinn friðarsamkomulagi við skæruliðana til þess að binda enda á hálfrar aldar borgarastríð í Kólumbíu.
Landvinningamaður rifinn af stalli sínum
Stytta af spænska landvinningamanninum Sebastian de Belalcazar var rifin niður af innfæddum í borginni Popayan í Kólumbíu í gær. Lögreglan stóð álengdar á meðan fólk úr Misak þjóðflokknum reyrði reipi utan um styttuna og togaði hana af stalli sínum.
17.09.2020 - 16:36
Tíu látnir í mótmælum í Kólumbíu
Minnst tíu voru drepnir og hundruð særðir í óeirðum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. Óeirðirnar brutust út í mótmælum vegna manns sem lést eftir að lögregla skaut ítrekað á hann úr rafbyssu.
11.09.2020 - 03:48
Yfir 250.000 hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 250.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku svo vitað sé og nær sex og hálf milljón manna smitast af kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum, samkvæmt samantekt Reuters-fréttstofunnar. Inni í þessum tölum eru öll ríki í því sem kalla má rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og suðurúr. Þar hafa um og yfir 3.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á degi hverjum að undanförnu.
21.08.2020 - 06:42
Bandaríkin og Kólumbía saman gegn fíkniefnaviðskiptum
Bandaríkin og Kólumbía greindu frá nýrri herferð gegn eiturlyfjaviðskiptum. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna, sögðu frá herferðinni við forsetahöllina í Bogota eftir fund þeirra þar í gærkvöld. Þeir sögðu ekki hvert umfang herferðarinnar yrði.
18.08.2020 - 06:59
Níu fórust er herþyrla fórst í Kólumbíu
Níu hermenn fórust og sex særðust þegar kólumbísk herþyrla hrapaði í suðausturhluta Kólumbíu í gær, þriðjudag. Alls voru 17 manns um borð í þyrlunni, sem var í herleiðangri gegn skæruliðum þegar hún fórst. Herinn hefur ekki gefið upp hvort þyrlan hafi hrapað fyrir slysni eða verið skotin niður. Þá hefur heldur ekki verið upplýst hvort þeir tveir menn sem hvorki eru sagðir slasaðir né látnir séu heilir á húfi eða ófundnir enn.
22.07.2020 - 03:17
Yfir hundrað kólumbískir hermenn reknir fyrir barnaníð
Yfir hundrað hermenn í kólumbíska hernum eru til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Fjörutíu og fimm hafa þegar verið reknir, en 73 til viðbótar eru til rannsóknar af ríkissaksóknara í Kólumbíu, að sögn herforingjans Eduardo Zapateiro.
Ellefu létust í námaslysi í Kólumbíu
Ellefu fórust og fjórir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í bænum Cucunuba í Kólumbíu, ekki fjarri höfuðborginni Bógóta á laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir slökkviliðsstjóranum í héraðinu. Hinir látnu voru allir verkamenn sem voru að störfum í námunni þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn, enda námuvinnsla undanþegin reglum stjórnvalda um útgöngubann og hópamyndun.
05.04.2020 - 05:22
Morðum og öðrum glæpum fækkar mjög í Medellín
Morðtíðnin í kólumbísku stórborginni Medellín og nærsveitum var lægri í mars en nokkru sinni frá því byrjað var að taka saman tölur um slík voðaverk með skipulegum hætti.
Kólumbíumenn allir í útgöngubann
Kólumbía bætist á þriðjudag í hóp þeirra ríkja, sem grípa til nánast algjörs útgöngubanns til að freista þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 lungnafárinu. Útgöngubannið tekur gildi á þriðjudag og gildirtil 13. apríl hið minnsta. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í gær.
21.03.2020 - 05:55
COVID-19 breiðist út um Rómönsku-Ameríku
Stjórnvöld í Bólivíu og Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins sem farinn er að breiðast út um Rómönsku-Ameríku. Í
18.03.2020 - 08:17
Þriðja allsherjarverkfallið á tveimur vikum
Þúsundir mótmælenda þustu á götur Bogota, höfuðborgar Kólumbíu í gær í þriðja allsherjarverkfalli landsins á tveimur viku. Verkfallsleiðtogar kveðast ætla að halda þrýstingi á stjórn forsetans Ivan Duque. Duque hvatti landsmenn itl að hætta við verkfallið þar sem þau væru að gera út af við efnahag landsins.
05.12.2019 - 05:32
Franskur maður myrtur í Bogota
Franskur verkfræðingur sem var myrtur í Bogota á mánudagskvöld er talinn hafa verið tekinn af lífi af leigumorðingja. Maðurinn vann hjá flugvéla- og vopnaframleiðandanum Thales í Kólumbíu. 
Samfélagsviðræður í skugga mótmæla
Viðræður Ivan Duque, forseta Kólumbíu, við nýkjörna borgarstjóra víðsvegar að af landinu hófust í kvöld. Svonefndar samfélagsviðræður miða að því að fá skoðanir borgarstjóranna á heilbrigðis- og menntamálum, þörfum á innviðauppbyggingu og friðarviðræðum í borgum þeirra, sagði í yfirlýsingu forsetaembættisins.
25.11.2019 - 03:22
Mótmælendur óhlýðnast útgöngubanni
Enrique Penalosa, borgarstjóri Bogota, höfuðborgar Kólumbíu, fyrirskipaði útgöngubann í allri borginni frá því klukkan verður níu í kvöld að staðartíma, til sex í fyrramálið, eða frá tvö í nótt til ellefu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hann hafði áður boðað útgöngubann í þremur hverfum borgarinnar, en ákvað að beina því til allra borgarbúa. Mótmælendur létu ekki segjast, og umkringdu heimili forsetans.
23.11.2019 - 03:24
Allsherjarverkfall gegn forseta Kólumbíu
Mikil mótmæli hafa verið í Kólumbíu í gær þar sem verkalýðsfélög boðuðu til allsherjarverkfalls. Auknu atvinnuleysi var mótmælt, auk efnahagsumbóta sem hafa slæm áhrif á stöðu þeirra og versnandi öryggi borgaranna. Stúdentar tóku einnig þátt í mótmælunum, sem beinast gegn forseta landsins, Ivan Duque, sem hefur verið við völd í rúmt ár.
22.11.2019 - 04:40
Hermenn fluttir að landamærum Kólumbíu
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði hernum að flytja 150 þúsund hermenn að landamærunum við Kólumbíu til æfinga. Skipun hans kemur eftir að Maduro sakaði kólumbísk stjórnvöld um að undirbúa innrás. 
11.09.2019 - 01:51
Stjórnmálakona myrt í Kólumbíu
Karina Garcia, sem var í framboði til bæjarstjóra í Suarez í Kólumbíu, var myrt ásamt fimm öðrum á sunnudagskvöld. Þau óku um í vel vörðum bíl en skotið var á bílinn af löngu færi áður en kveikt var í honum. Meðal hinna látnu voru móðir Garcia og frambjóðandi í bæjarstjórnarkosningunum sem verða í næsta mánuði. 
03.09.2019 - 02:09
Nýtt FARC sakar stjórnvöld um svik
Ivan Duque, forseti Kólumbíu, heitir því að elta uppi foringja uppreisnarhreyfingarinnar FARC sem hafa kallað eftir því að félagar þeirra vígbúist eftir þriggja ára frið í landinu. Foringjarnir sendu frá sér myndband í dag þar sem þeir segja stjórnvöld hafa svikið sig.
30.08.2019 - 01:26
Vilja að Amazon-ríki nái samstöðu um verndun
Forsetar Perú og Kólumbíu lögðu til í kvöld að ríki sem Amazon-frumskógurinn nær til haldi neyðarfund um hvernig best sé að vernda regnskóginn. Fjöldi skógarelda geisa um skóginn, sem hefur verið kallaður lungu heimsins. 
28.08.2019 - 02:06
Mannskæð sprenging í verksmiðju í Kólumbíu
Fjórir eru látnir og nærri þrjátíu slasaðir eftir sprengingu í verksmiðju í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. 17 hinna slösuðu eru börn. Sprengingin varð um miðjan dag í verksmiðjunni. Hún framleiðir kylfur fyrir leikinn tejo sem er uppruninn úr Andesfjöllum.
11.05.2019 - 08:10
Óttast hernaðarátök við landamærin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, varaði við vaxandi óróa við landamærin að Kólumbíu. Hann kveðst óttast að óróinn leiði til hernaðarátaka, en kólumbísk stjórnvöld saka stjórn Maduro um að halda hlífiskildi yfir vinstri sinnuðum skæruliðum frá Kólumbíu.
09.05.2019 - 01:37