Færslur: Kólumbía

Hermenn til aðstoðar lögreglu í Bogota
Á fjórða hundrað hermönnum hefur verið falið að aðstoða lögregluna í Bogota, höfuðborg Kólumbíu við að halda uppi lögum og reglu. Morðum og ofbeldisverkum hefur fjölgað þar til muna að undanförnu. Ástandið er sagt vera afleiðing COVID-19 faraldursins.
WHO fylgist grannt með nýlegu afbrigði kórónuveirunnar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist nú grannt með stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst varð vart í Suður-Ameríkulandinu Kólumbíu í janúar síðastliðnum. Afbrigðið er skráð sem my eða emm í gríska stafrófinu og óttast er að það hafi nokkra mótstöðu gegn bóluefnum.
Rannsókn hafin á glæpum FARC
Rannsókn er hafin á því hvort rétt þyki að ákæra fyrrverandi skæruliðahreyfinguna FARC fyrir að hafa fengið yfir 18 þúsund börn til þess að berjast fyrir sig gegn kólumbíska ríkinu. Talið er að nærri sex þúsund börn 14 ára og yngri hafi verið vígbúin af hreyfingunni á sínum tíma.
Fimm tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu
Kólumbíski sjóherinn gerði 5,4 tonn af kókaíni upptæk á dögunum efitr samstarf við yfirvöld í Panama og Bandaríkjunum. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu hersins í gær. Eiturlyfin fundust eftir að yfirvöld í Panama sáu hraðbát á leið inn í landhelgi ríkisins. Báturinn sneri við til Kólumbíu og var veitt eftirför af bátum kólumbísku strandgæslunnar.
Segjast hafa átt að handtaka Moise
Hópur skipaður fyrrum liðsmönnum kólumbíska hersins auk bandarískra ríkisborgara, hafa við yfirheyrslur sagst hafa verið ráðnir til að handtaka Jovenel Moise fyrrum forseta Haítí.
11.07.2021 - 21:31
17 kólumbískir hermenn meðal tilræðismanna
Talið er að minnst 17 fyrrverandi hermenn úr Kólumbíuher hafi verið í hópi 26 grunaðra, kólumbískra málaliða, sem réðu Haítíforseta af dögum á miðvikudag, ásamt tveimur bandarískum ríkisborgurum af haítískum ættum. Jorge Luis Vargas, ríkislögreglustjóri Kólumbíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi á föstudag.
Kólumbía og Taívan aðstoða við rannsókn forsetamorðs
Kólumbísk yfirvöld aðstoða við rannsókn á morði Haítí-forseta og ellefu úr 28 manna hópi grunaðra tilræðismannavoru handteknir á lóð sendiráðs Taívans í Port-au-Prince. Þetta kemur fram í fréttum frá Haítí í nótt. 26 Kólumbíumenn voru í 28 manna hópi sem talið er víst að hafi staðið að morðinu á Jovenel Mais, forseta Haítí, aðfaranótt miðvikudags.
Fyrrum FARC-liðar felldir í aðgerð kólumbíska hersins
Fimm andófsmenn sem áður voru í skæruliðahreyfingu FARC voru drepnir í aðgerðum Kólumbíuhers í sunnanverðu landinu í gær. Í tilkynningu hersins segir að Ivan Marquez, fyrrverandi leiðtogi í FARC, hafi leitt andófshópinn.
Sex tonn af kókaíni í frumskógum Kólumbíu
Sex tonn af kókaíni voru gerð upptæk í aðgerð kólumbíska hersins í frumskógum Kólumbíu. AFP fréttastofan hefur eftir varnarmálaráðherranum Diego Molano að efnin hafi fundist í verksmiðju ELN skæruliðahreyfingarinnar nærri landamærunum að Ekvador.
Segja kókaræktun og kókaínframleiðsla aukast í Kólumbíu
Kókarækt og kókaínframleiðsla í Kólumbíu jukust töluvert á síðasta ári frá því sem var árinu áður. 2020 voru 245.000 hektarar lands í Kólumbíu nýttir til ræktunar á kókalaufi og áætluð framleiðslugeta á kókaíni nam 1.010 tonnum, samkvæmt Fíkniefnastofnun Bandaríkjanna.
Kólumbíuforseti hætt kominn er skotið var á þyrlu hans
Skotið var á þyrlu Ivans Duque Kólumbíuforseta þar sem hann var á ferð nærri landamærum Venesúela í gær. Frá þessu greinir forsetinn sjálfur í yfirlýsingu. Hann segir árásina heigulsverk og lýsir kúlnagötum á skrokki þyrlunnar.
Venesúelskir hælisleitendur myrtir í Kólumbíu
Hátt á annað þúsund flóttamanna frá Venesúela hefur verið myrt í nágrannaríkinu Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. Margir hafa verið beittir ofbeldi.
Kennir mótmælum um fjölgun dauðsfalla vegna COVID-19
Fjöldi látinna  af völdum kórónuveirufaraldursins í Suður-Ameríkuríkuríkinu Kólumbíu fór yfir eitt hundrað þúsund í gær. Undanfarinn sólarhring létust 650 Kólumbíumenn úr COVID-19.
Óvíst hvort S-Ameríkukeppnin í fótbolta verður haldin
Suðurameríkukeppnin í fótbolta verður ekki haldin í Argentínu í sumar eins og til stóð „í ljósi aðstæðna sem nú eru uppi," segir í yfirlýsingu sem knattspyrnusamband Suður Ameríku, CONMEBOL, sendi frá sér í gær. Er þar vísað til þess að önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar geisar nú af miklum þunga í Argentínu, sem átti að vera annar tveggja gestgjafa keppninnar ásamt Kólumbíu.
31.05.2021 - 04:48
Kólumbíuforseti sendir herinn gegn mótmælendum
Ivan Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti í gær að hersveitir yrðu sendar til borgarinnar Cali, þar sem mótmæli gegn stjórnvöldum hafa geisað hvað heitast síðustu vikur. Tugir hafa látið lífið í mótmælunum um land allt. „Frá og með kvöldinu í kvöld veitir herinn lögreglunni í Cali alla þá aðstoð sem hægt er,“ sagði Duque eftir fund með borgaryfirvöldum í Cali, þar sem ríflega tvær milljónir búa.
29.05.2021 - 03:38
Yfir fjörutíu fallin í blóðugum mótmælum í Kólumbíu
Minnst 42 hafa látið lífið í mótmælaaðgerðum í Kólumbíu að undanförnu - einn lögreglumaður og 41 mótmælandi. Umboðsmaður mannréttinda í Kólumbíu greinir frá þessu. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í nær daglegum mótmælum gegn forseta og ríkisstjórn Kólumbíu í öllum helstu borgum landsins frá 28. apríl.
12.05.2021 - 04:50
Viðtal
Milljónir hafa bæst í hóp fátækra í Kólumbíu
Í Kólumbíu eru efnahagslegar afleiðingar faraldursins miklar, og þeim sem lifa undir fátæktarmörkum hefur fjölgað um sjö milljónir. Að sögn kólumbísks stjórnmálafræðings er það ein af ástæðunum fyrir mótmælum þar síðustu átta daga, sem talið er að hafi leitt til dauða um þrjátíu manns. Kólumbíumenn á Íslandi komu saman á Austurvelli í dag, meðal annars til að minnast þeirra sem hafa látist í mótmælunum.
06.05.2021 - 20:55
Fellur frá lagabreytingum eftir mannskæð mótmæli
Mótmæli halda áfram í Kólumbíu þrátt fyrir afsögn fjármálaráðherra og ákvörðun Kólumbíuforseta um að draga til baka frumvarp hans um breytingar á skattalöggjöf landsins. Blóðug mótmæli síðustu daga hafa kostað sautján mannslíf.
04.05.2021 - 01:18
Allt að 14 látið lífið í blóðugum mótmælum í Kólumbíu
Allt að fjórtán létu lífið í fjölmennum mótmælum í stærstu borgum Kólumbíu í vikunni. Tugir þúsunda mótmæltu boðuðum breytingum á skattalögum í gær, fjórða daginn í röð. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra sem látist hafa í mótmælunum en þau eru á bilinu sex til fjórtán samkvæmt kólumbískum fjölmiðlum. Fleiri hundruð hafa slasast í aðgerðum síðustu daga, bæði mótmælendur og lögreglumenn.
02.05.2021 - 04:34
Felldu tíu fyrrverandi FARC-liða í frumskógum Kólumbíu
Kólumbíuher felldi nýverið tíu skæruliða sem áður börðust undir merkjum FARC, og særði þrjá til viðbótar í sprengjuárás á bækistöðvar þeirra í skóglendi í norðanverðu landinu.
03.03.2021 - 02:16
Myndskeið
Flóðhestarnir hans Pablo Escobar valda vandræðum
Sístækkandi hópur flóðhesta, sem áður voru í eigu eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, valda bændum Kólumbíu vandræðum. Illa hefur gengið að draga úr fjölgun flóðhestanna.
10.02.2021 - 07:30
Biðja um aðstoð við að bólusetja Venesúelamenn
Stjórnvöld í Kólumbíu fara fram á aðstoð alþjóðasamfélagsins við að bólusetja hátt í eina milljón Venesúelamanna sem hafast við í landinu, en hafa ekki hirt um að verða sér úti um dvalarleyfi. 
Fyrrum foringjar FARC ákærðir fyrir stríðsglæpi
Dómstóll í Kólumbíu tilkynnti í gær að átta hátt settir menn úr fyrrum skæruliðahreyfingunni FARC verði ákærðir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Meðal hinna ákærðu er Rodrigo Londono, sem leiðir nú Flokk alþýðunnar, stjórnmálaflokk sem varð til úr rústum FARC eftir friðarsamninginn við stjórnvöld árið 2016.
Þrettán fallin í fjöldamorðum í Kólumbíu
Að minnsta kosti þrettán eru látin í tvennum fjöldamorðum í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu. Frá því er greint í tilkynningu stjórnvalda í dag að atburðirnir hafi átt sér stað í Antioquia-héraði í norðvesturhluta landsins og Cauca í suðvesturhlutanum.
22.11.2020 - 23:32
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17