Færslur: Kólumbía

Níu fórust er herþyrla fórst í Kólumbíu
Níu hermenn fórust og sex særðust þegar kólumbísk herþyrla hrapaði í suðausturhluta Kólumbíu í gær, þriðjudag. Alls voru 17 manns um borð í þyrlunni, sem var í herleiðangri gegn skæruliðum þegar hún fórst. Herinn hefur ekki gefið upp hvort þyrlan hafi hrapað fyrir slysni eða verið skotin niður. Þá hefur heldur ekki verið upplýst hvort þeir tveir menn sem hvorki eru sagðir slasaðir né látnir séu heilir á húfi eða ófundnir enn.
22.07.2020 - 03:17
Yfir hundrað kólumbískir hermenn reknir fyrir barnaníð
Yfir hundrað hermenn í kólumbíska hernum eru til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Fjörutíu og fimm hafa þegar verið reknir, en 73 til viðbótar eru til rannsóknar af ríkissaksóknara í Kólumbíu, að sögn herforingjans Eduardo Zapateiro.
Ellefu létust í námaslysi í Kólumbíu
Ellefu fórust og fjórir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í bænum Cucunuba í Kólumbíu, ekki fjarri höfuðborginni Bógóta á laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir slökkviliðsstjóranum í héraðinu. Hinir látnu voru allir verkamenn sem voru að störfum í námunni þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn, enda námuvinnsla undanþegin reglum stjórnvalda um útgöngubann og hópamyndun.
05.04.2020 - 05:22
Morðum og öðrum glæpum fækkar mjög í Medellín
Morðtíðnin í kólumbísku stórborginni Medellín og nærsveitum var lægri í mars en nokkru sinni frá því byrjað var að taka saman tölur um slík voðaverk með skipulegum hætti.
Kólumbíumenn allir í útgöngubann
Kólumbía bætist á þriðjudag í hóp þeirra ríkja, sem grípa til nánast algjörs útgöngubanns til að freista þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 lungnafárinu. Útgöngubannið tekur gildi á þriðjudag og gildirtil 13. apríl hið minnsta. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í gær.
21.03.2020 - 05:55
COVID-19 breiðist út um Rómönsku-Ameríku
Stjórnvöld í Bólivíu og Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins sem farinn er að breiðast út um Rómönsku-Ameríku. Í
18.03.2020 - 08:17
Þriðja allsherjarverkfallið á tveimur vikum
Þúsundir mótmælenda þustu á götur Bogota, höfuðborgar Kólumbíu í gær í þriðja allsherjarverkfalli landsins á tveimur viku. Verkfallsleiðtogar kveðast ætla að halda þrýstingi á stjórn forsetans Ivan Duque. Duque hvatti landsmenn itl að hætta við verkfallið þar sem þau væru að gera út af við efnahag landsins.
05.12.2019 - 05:32
Franskur maður myrtur í Bogota
Franskur verkfræðingur sem var myrtur í Bogota á mánudagskvöld er talinn hafa verið tekinn af lífi af leigumorðingja. Maðurinn vann hjá flugvéla- og vopnaframleiðandanum Thales í Kólumbíu. 
Samfélagsviðræður í skugga mótmæla
Viðræður Ivan Duque, forseta Kólumbíu, við nýkjörna borgarstjóra víðsvegar að af landinu hófust í kvöld. Svonefndar samfélagsviðræður miða að því að fá skoðanir borgarstjóranna á heilbrigðis- og menntamálum, þörfum á innviðauppbyggingu og friðarviðræðum í borgum þeirra, sagði í yfirlýsingu forsetaembættisins.
25.11.2019 - 03:22
Mótmælendur óhlýðnast útgöngubanni
Enrique Penalosa, borgarstjóri Bogota, höfuðborgar Kólumbíu, fyrirskipaði útgöngubann í allri borginni frá því klukkan verður níu í kvöld að staðartíma, til sex í fyrramálið, eða frá tvö í nótt til ellefu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hann hafði áður boðað útgöngubann í þremur hverfum borgarinnar, en ákvað að beina því til allra borgarbúa. Mótmælendur létu ekki segjast, og umkringdu heimili forsetans.
23.11.2019 - 03:24
Allsherjarverkfall gegn forseta Kólumbíu
Mikil mótmæli hafa verið í Kólumbíu í gær þar sem verkalýðsfélög boðuðu til allsherjarverkfalls. Auknu atvinnuleysi var mótmælt, auk efnahagsumbóta sem hafa slæm áhrif á stöðu þeirra og versnandi öryggi borgaranna. Stúdentar tóku einnig þátt í mótmælunum, sem beinast gegn forseta landsins, Ivan Duque, sem hefur verið við völd í rúmt ár.
22.11.2019 - 04:40
Hermenn fluttir að landamærum Kólumbíu
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði hernum að flytja 150 þúsund hermenn að landamærunum við Kólumbíu til æfinga. Skipun hans kemur eftir að Maduro sakaði kólumbísk stjórnvöld um að undirbúa innrás. 
11.09.2019 - 01:51
Stjórnmálakona myrt í Kólumbíu
Karina Garcia, sem var í framboði til bæjarstjóra í Suarez í Kólumbíu, var myrt ásamt fimm öðrum á sunnudagskvöld. Þau óku um í vel vörðum bíl en skotið var á bílinn af löngu færi áður en kveikt var í honum. Meðal hinna látnu voru móðir Garcia og frambjóðandi í bæjarstjórnarkosningunum sem verða í næsta mánuði. 
03.09.2019 - 02:09
Nýtt FARC sakar stjórnvöld um svik
Ivan Duque, forseti Kólumbíu, heitir því að elta uppi foringja uppreisnarhreyfingarinnar FARC sem hafa kallað eftir því að félagar þeirra vígbúist eftir þriggja ára frið í landinu. Foringjarnir sendu frá sér myndband í dag þar sem þeir segja stjórnvöld hafa svikið sig.
30.08.2019 - 01:26
Vilja að Amazon-ríki nái samstöðu um verndun
Forsetar Perú og Kólumbíu lögðu til í kvöld að ríki sem Amazon-frumskógurinn nær til haldi neyðarfund um hvernig best sé að vernda regnskóginn. Fjöldi skógarelda geisa um skóginn, sem hefur verið kallaður lungu heimsins. 
28.08.2019 - 02:06
Mannskæð sprenging í verksmiðju í Kólumbíu
Fjórir eru látnir og nærri þrjátíu slasaðir eftir sprengingu í verksmiðju í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. 17 hinna slösuðu eru börn. Sprengingin varð um miðjan dag í verksmiðjunni. Hún framleiðir kylfur fyrir leikinn tejo sem er uppruninn úr Andesfjöllum.
11.05.2019 - 08:10
Óttast hernaðarátök við landamærin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, varaði við vaxandi óróa við landamærin að Kólumbíu. Hann kveðst óttast að óróinn leiði til hernaðarátaka, en kólumbísk stjórnvöld saka stjórn Maduro um að halda hlífiskildi yfir vinstri sinnuðum skæruliðum frá Kólumbíu.
09.05.2019 - 01:37
Heita milljónum til höfuðs FARC-foringja
Kólumbísk stjórnvöld veita verðlaunafé að andvirði rúmlega 110 milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að fyrrverandi skæruliðaleiðtoginn Hernan Dario Velasquez Saldarriaga finnist. Hann er sakaður um að hafa brotið gegn friðarsamningi stjórnvalda og FARC sem batt enda á rúmlega hálfrar aldar styrjöld.
28.04.2019 - 03:36
Fyrrum FARC foringi eftirlýstur
Dómstóll í Kólumbíu skipaði yfirvöldum í gær að handsama fyrrum foringja úrvalssveitar skæruliðahreyfingarinnar FARC. Hann er sakaður um að hafa brotið gegn friðarsamningi stjórnvalda við skæruliðanna með því að neita að koma fyrir dómara.
27.04.2019 - 07:56
Minnst 28 fórust í aurskriðu í Kólumbíu
28 hafa nú fundist látin í bænum Rosas í suðvesturhluta Kólumbíu, þar sem aurskriða féll á páskadag og færði nokkur hús á kaf og jafnaði önnur við jörðu. Ellefu lík fundust við leit í rústunum og aurnum á mánudag, en sautján furndust strax á páskadag. Þá er minnst tveggja enn saknað og hverfandi von til að þau finnist á lífi, samkvæmt heimildarmanni AFP-fréttastofunnar hjá almannavörnum Kólumbíu.
23.04.2019 - 04:16
Fjórtán fórust í flugslysi í Kólumbíu
Minnst tólf fórust þegar tveggja hreyfla Douglas DC-3 skrúfuþota hrapaði um miðbik Kólumbíu á laugardag. AFP-fréttastofan hefur eftir ónefndum embættismönnum að eldur hafi komið upp í flakinu þegar hún skall á jörðinni og enginn um borð hafi komist lífs af. Meðal þeirra sem fórust var bæjarstjóri í litlu þorpi á þessum slóðum, eiginmaður hennar og dóttir, eigandi flugvélarinnar, flugmaður og aðstoðarflugmaður og minnst sex til viðbótar.
10.03.2019 - 04:00
Venesúela
2 fallnir og yfir 300 sárir eftir átök dagsins
Tveir hafa látið lífið og á fjórða hundrað særst í átökum á landamærum Venesúela og Kólumbíu í dag. Annar hinna látnu er sagður fjórtán ára unglingspiltur. Flutningabílar fermdir hjálpargögnum lögðu af stað síðdegis að landamærum Venesúela og Kólumbíu með það að markmiði að koma neyðaraðstoð frá Bandaríkjunum inn í landið, en för þeirra var stöðvuð við landamærin.
60 ára dómur fyrir brot gegn hundruðum barna
Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í 60 ára fangelsi í Kólumbíu fyrir kynferðisbrot gegn hátt í 300 ungum börnum og ungmennum. Þá seldi hann barnaníðingum myndbönd af glæpum sínum.
Maduro kveðst reiðubúinn til viðræðna
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, kveðst reiðubúinn til viðræðna við forystumenn stjórnarandstöðunnar í landinu og ekki útiloka erlenda milligöngu í deilum stjórnvalda og stjórnarandstæðinga. Rússneska fréttastofan RIA hefur þetta eftir forsetanum. 
30.01.2019 - 08:09
Segir árásina svar við árásum stjórnvalda
Aðalsamningamaður ELN skæruliðahreyfingarinnar í Kólumbíu vill að stjórnvöld tryggi að tíu manna sendinefndi hreyfingarinnar komist heim frá Kúbu innan 15 daga. Hann segir í samtali við AFP fréttstofuna að sprengjuárás ELN á lögregluskóla í Bogota hafi einfaldlega verið svar við árásum stjórnvalda. 
22.01.2019 - 02:09