Færslur: Kólumbía

Fyrsti vinstrisinnaði forseti Kólumbíu tekinn við
Gustavo Petro hefur formlega tekið við embætti forseta Kólumbíu en hann var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Bógóta í gær. Í innsetningarræðu sinni fjallaði Petro um „tapaða stríðið gegn fíkniefnum“ og þörfina fyrir aukna vernd Amazon-regnskógarins.
08.08.2022 - 05:52
Bandaríkjastjórn semur um lausn Griner
Bandarísk stjórnvöld hafa gert Rússum tilboð varðandi framsal tveggja Bandaríkjamanna sem þeir hafa í haldi. Annar þeirra er körfuboltastjarnan Brittney Griner sem var handtekin í febrúar.
Tugir fanga fórust í eldsvoða
Minnst 49 fangar hafa fundist látnir í fangelsi í kólumbísku borginni Tulua eftir að eldur kviknaði þar í nótt.
28.06.2022 - 14:50
Fjögur létust er áhorfendastúka við nautaatsvöll hrundi
Minnst fjórar manneskjur létu lífið og yfir 300 slösuðust þegar áhorfendastúka við nautaatsvöll í Kólumbíu hrundi. „Fjórar manneskjur eru látnar eins og staðan er núna, tvær konur, karlmaður og barn,“ sagði Jose Ricardo Orozco, héraðsstjóri í Tolima. Heilbrigðisráðherra héraðsins segir fjögur hinna slösuðu á gjörgæslu.
27.06.2022 - 02:46
Spegillinn
Krefjandi verkefni bíða nýs forseta
„Þið hafið orðið vitni að sögulegum viðburði. Ekki aðeins í Kólumbíu, heldur líka í Suður Ameríku og heiminum öllum". Svona komst Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu að orði í sigurræðu sinni í gær.
20.06.2022 - 20:00
Gustavo Petro næsti forseti Kólumbíu
Þingmaðurinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn, Gustavo Petro var í dag kosinn forseti Kólumbíu. Sigurinn markar tímamót í stjórnmálum landsins því að aldrei áður hefur verið vinstrisinnaður forseti við völd í Kólumbíu.
Kólumbíumenn kjósa forseta í dag
Kólumbíumenn ganga til forsetakosninga í dag, sunnudag. Kosið verður milli vinstri mannsins Gustavo Petro og milljarðamæringsins Rodolfo Hernandez, en hvorugur þeirra fékk nógu hátt hlutfall atkvæða í forsetakosningum í landinu í lok maí til þess að setjast í forsetastólinn.
Fjórtán námuverkamenn innlyksa eftir sprengingu
Fjórtán námuverkamenn urðu innlyksa í kolanámu í Norður-Kólumbíu í gær, þriðjudag, þegar sprenging varð í námunni. Flestir námuverkamennirnir eru sagðir koma frá bænum Zulia í Venesúela. Náman er skammt frá landamærum ríkjanna.
01.06.2022 - 01:31
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Spegillinn
Vinstri forseti líklegur í Kólumbíu
Líkur eru á að vinstrisinnaður stjórnmálamaður verði í fyrsta sinn kosinn forseti Kólumbíu á morgun, 29. maí. Gustavo Petro er 62 ára hagfræðingur og þingmaður á kólumbíska þinginu og fyrrverandi borgarstjóri í Bógota, höfuðborg landsins. 
28.05.2022 - 16:48
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Alræmdur eiturlyfjabarón framseldur til Bandaríkjanna
Einhver alræmdasti eiturlyfjabarón Kólumbíu var framseldur í gær til Bandaríkjanna. Otoniel, sem fullu nafni Dairo Antonio Usuga, var leiðtogi Flóagengisins svonefnda, þess stórtækasta í fíkniefnabransanum í Kólumbíu.
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Aðdáendur syrgja Hawkins trommuleikara Foo Fighters
Aðdáendur og tónlistarfólk um allan heim syrgja Taylor Hawkins trommuleikara bandarísku rokksveitarinnar sem lést í gær fimmtugur að aldri. Bráðabirgðarannsókn í Kólumbíu leiðir í ljós að blöndu margskonar lyfja var að finna í líkama hans.
Taylor Hawkins trommuleikari Foo Fighters látinn
Taylor Hawkins trommuleikari þeirrar margverðlaunu bandarísku rokksveitar Foo Fighters er látinn fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögum hans í hljómsveitinni.
Kjósendur í Kólumbíu velja forsetaframbjóðendur
Kjósendur í Kólumbíu fengu í dag tækifæri til að velja þrjá af sex sem verða í framboði til forseta í kosningum 29. maí. Ekki þykir útilokað að vinstri maður verði fyrir valinu í fyrsta skipti í sögu landsins.
Mannskæðar aurskriður í Kólumbíu
Að minnsta kosti ellefu fórust af völdum aurskriða sem féllu í borginni Pereira í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu í dag. Úrhellisrigning hefur gengið yfir svæðið með þessum afleiðingum.
09.02.2022 - 00:24
Kólumbía
Drápu níu stórglæpamenn
Kólumbískir hermenn skutu minnst níu grunaða stórglæpamenn til bana þegar þeir réðust til atlögu gegn einu illræmdasta glæpagengi Kólumbíu í gær. Sókn hersins gegn Flóagenginu, Clan del Golfo, hófst snemma í gærmorgun og stóð enn yfir þegar varnarmálaráðherra landsins, Diego Molano, tilkynnti það í gærkvöld að minnst níu meðlimir í genginu hefðu verið felldir í aðgerðum hersins í höfuðvígi glæpagengisins í afskekktu sveitarfélagi í norðvesturhluta landsins.
Einn fórst og 20 særðust í hryðjuverki í Kólumbíu
Einn maður fórst og 20 særðust þegar bílsprengja var sprengd utan við skrifstofu mannréttindasamtaka í borginni Saravena í Kólumbíu, nærri skrifstofum hins opinbera, seint á miðvikudagskvöld. Saravena er nærri landamærum Venesúela og kólumbíski herinn er þar með fjölmennar herbúðir, enda hefur verið grunnt á því góða milli þessara nágrannaþjóða upp á síðkastið.
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Þrír fórust í sprengjutilræði á kólumbískum flugvelli
Tveir lögreglumenn fórust í sprengingu við Cucuta alþjóðaflugvöllinn nærri landamærum Kólumbíu og Venesúela í dag. Litið er á atvikið sem hryðjuverk en tilræðismaðurinn fórst einnig þegar hann reyndi að flýja flugvallarsvæðið.
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
Fundu tvöþúsund ára gamla gröf í höfuðborg Perú
Starfsmenn við lagningu gasleiðslu í Líma höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Perú fundu óvænt fornan grafreit neðanjarðar. Slíkar uppgötvanir eru ekki óvenjulegar í landinu og mörg stórfyrirtæki hafa því fornleifafræðinga í starfsliði sínu.
05.11.2021 - 00:34
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Spegillinn
Smyglar fíkniefnum og fólki, kúgar fé og malar gull
Hann virtist fullkomlega yfirvegaður þegar hann þurrkaði blekið af fingurgómunum - Otoniel alræmdur kólumbískur fíkniefnabarón sem nú hefur verið handtekinn. Hann fylgdi fyrirmælum lögregluljósmyndarans, tók niður grímuna, horfði beint fram, sneri sér svo á hægri hlið og næst á þá vinstri. Setti hendurnar því næst samvinnuþýður aftur fyrir bak og beið þess að vera handjárnaður. Enda sjálfsagt búist lengi við því.
26.10.2021 - 09:00