Færslur: Kolefnisspor

Spegillinn
Þekking og aðstaða til framleiðslu rafeldsneytis
Tækniþekking og aðstaða er til að framleiða um fjögur þúsund tonn af rafeldsneyti á ári í verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi á Reykjanesskaga.
Strætókort í skiptum fyrir frestun bílprófs
Meðal hugmynda sem ámálgaðar eru í skýrslu um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki árskort í strætó um allt að þriggja ára skeið gegn því að það fresti því að taka bílpróf.
Skútustaðahreppur kortleggur kolefnisspor
Skútustaðahreppur hefur samið við fyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir að framtíðarsýnin sé sú að sveitarfélagið verði í forystuhlutverki í loftslagsmálum.
06.12.2021 - 10:20
Losun CO2 orðin svipuð og var fyrir faraldurinn
Losun koltvísýrings í heiminum nálgast nú mjög að vera hin sama og var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Hluti Kína nálgast að vera þriðjungur.
Hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með kolefnissporinu
Nokkur fyrirtæki hér á landi taka nú þátt í að þróa hugbúnað sem auðveldar þeim að reikna út og fylgjast með kolefnisspori sínu á hraðari og betri hátt en áður. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hagfræðingur og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur fengu hugmyndina að hugbúnaðinum þegar þau voru við störf hjá Landsvirkjun. Þau hafa nú stofna fyrirtækið Greenfo í kringum hana.
31.05.2021 - 16:45
Betra að sötra gos úr áldós en glerflösku
Þó gler þyki fínt og sé úr náttúrulegu efni er kolefnisspor einnota glerflaskna mun stærra en plastflaskna eða áldósa. Verslunareigandi sem nýtir sömu glerflöskurnar aftur og aftur, vill stóraukna áherslu á endurnýtingu.
30.05.2021 - 20:26
Vilja banna stutt innanlandsflug
Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt bann við stuttu innanlandsflugi. Með banninu er ætlunin að minnka kolefnislosun. Verði það að lögum nær það til flugferða á milli staða þar sem hægt er að fara sömu leið með lest, að því gefnu að lestarferðin taki innan við tvær og hálfa klukkustund.
12.04.2021 - 15:01
Litlu hægt að svara um mötuneyti
Fátt var um svör þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, svaraði fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um mötuneyti sveitarfélaga. Andrés Inga fýsti meðal annars að vita hversu mörg mötuneytin væru, hvort þau rækju eigin eldhús eða keyptu þjónustu annars staðar frá, hvernig loftslagsmálum væri sinnt og hvaða stefnu væri fylgt um framboð á grænkerafæði.
02.04.2021 - 08:46
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Loftslagsdæmið
Hjuggu stórt skarð í kolefnissporið á tveimur mánuðum
Að meðaltali náðu fjölskyldurnar fjórar sem tóku þátt í Loftslagsdæminu að minnka kolefnissporið um þriðjung á tveggja mánaða tímabili. Markmiðið var að minnka sporið um fjórðung. Fjölskyldurnar fóru ólíkar leiðir að markinu, sumar beittu sér á mörgum sviðum, aðrar einbeittu sér að einhverju einu. Hér má kynna sér spor þeirra fyrir og eftir og aðferðafræðina sem var notuð við útreikningana. Fjölskyldarnar gerðu upp verkefnið í lokaþætti Loftslagsdæmisins.
20.02.2021 - 10:44
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
„Nú eigum við svo mikið af börnum“
„Ég fór nú að kynna mér þetta loftslagsdæmi vegna þess að nú eigum við svo mikið af börnum. Mér fannst einhvern veginn svolítið skrítið að vera að eignast öll þessi börn og ætla svo bara að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist því við verðum að breyta okkar lifnaðarháttum,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu. Maðurinn hennar, Kristján Rúnar Kristjánsson, vinnur í áhættustýringu hjá Íslandsbanka og fékk aukinn áhuga á loftslagsmálum í gegnum vinnuna.
Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Fá jólatré úr einkagörðum
Jólatrén í Dalvíkurbyggð eru úr einkagörðum líkt og síðustu ár. Auglýst var eftir trjám á dögunum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Starfsmaður sveitarfélagsins telur að fleiri sveitarfélög ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
18.11.2019 - 13:30
Kolefnisreiknir finnur út kolefnisspor fólks
Á örfáum mínútum geta einstaklingar nú reiknað út kolefnisspor sitt miðað við séríslenskar aðstæður. Vantað hefur tól sem skýrir og veitir aðgengilegar upplýsingar um kolefnisspor þeirra sem auðveldar fólki svo að taka upplýstar ákvarðanir um neysluvenjur sínar og hagi, segir umhverfisverkfræðingur hjá Eflu sem kom að gerð reiknisins. Mikil ábyrgð hafi verið sett á herðar einstaklinga vegna loftslagsmála en ábyrgðin liggi líka hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.
Fréttaskýring
Sprenging í óbeinum vatnsinnflutningi
Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosinnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir eru úr þykkni á Íslandi.
24.09.2019 - 16:24