Færslur: Kolefnisspor

Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Fá jólatré úr einkagörðum
Jólatrén í Dalvíkurbyggð eru úr einkagörðum líkt og síðustu ár. Auglýst var eftir trjám á dögunum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Starfsmaður sveitarfélagsins telur að fleiri sveitarfélög ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
18.11.2019 - 13:30
Kolefnisreiknir finnur út kolefnisspor fólks
Á örfáum mínútum geta einstaklingar nú reiknað út kolefnisspor sitt miðað við séríslenskar aðstæður. Vantað hefur tól sem skýrir og veitir aðgengilegar upplýsingar um kolefnisspor þeirra sem auðveldar fólki svo að taka upplýstar ákvarðanir um neysluvenjur sínar og hagi, segir umhverfisverkfræðingur hjá Eflu sem kom að gerð reiknisins. Mikil ábyrgð hafi verið sett á herðar einstaklinga vegna loftslagsmála en ábyrgðin liggi líka hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.
Fréttaskýring
Sprenging í óbeinum vatnsinnflutningi
Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosinnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir eru úr þykkni á Íslandi.
24.09.2019 - 16:24