Færslur: Kolefnisfótspor

Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Repjuolía gæti dregið verulega úr losun koldíoxíðs
Hægt væri að minnka losun margra gróðurhúsalofttegunda um tugi prósenta með því að skip og vinnuvélar noti lífrænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Þingmenn leggja að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að meta hagræn áhrif þess að rækta repju og nepju á Íslandi.
Heynet í stað svartra ruslapoka
Hjá Vinnuskólanum á Akranesi eru nú notuð fjölnota heynet auk svartra ruslapoka við að flytja slegið gras af túnum í bænum. Skessuhorn greinir frá þessu.
26.06.2020 - 02:52
Hversu skítugur er fataskápurinn þinn?
Vefsíðan ThreadUp er stærsta netverslun með notaðan fatnað í heiminum. Nýlega settu þeir inn próf á síðuna sína þar sem hægt er mæla hversu mikið fataskápurinn þinn mengar.
28.01.2020 - 10:58
Kolefnisreiknir finnur út kolefnisspor fólks
Á örfáum mínútum geta einstaklingar nú reiknað út kolefnisspor sitt miðað við séríslenskar aðstæður. Vantað hefur tól sem skýrir og veitir aðgengilegar upplýsingar um kolefnisspor þeirra sem auðveldar fólki svo að taka upplýstar ákvarðanir um neysluvenjur sínar og hagi, segir umhverfisverkfræðingur hjá Eflu sem kom að gerð reiknisins. Mikil ábyrgð hafi verið sett á herðar einstaklinga vegna loftslagsmála en ábyrgðin liggi líka hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.
Instagram ógn við viðkvæma náttúru
Að skoða náttúruna hefur áhrif á náttúruna. Að „gramma“ náttúruna hefur hins vegar enn meiri áhrif og þótt hjólför Rússans í Mývatnssveit séu sérlega sýnileg geta velmeinandi náttúruunnendur einnig valdið skaða með því einu að birta mynd á samfélagsmiðlum. Sævar Helgi Bragason segir að myndir á Instagram sem fara á flug geti eyðilagt viðkvæmar náttúruperlur.
Tvöfalt fleiri kolefnisjafna ferðir sínar
Um 100 manns hafa kolefnisjafnað ferðir sínar í ár á kolviður.is sem eru um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Til að kolefnisjafna ferðir þeirra þarf að planta um fjögur þúsund trjám í einn hektara.
02.05.2019 - 16:30
Myndband
Hugsa ekki út í plastmagnið inni í páskaeggjum
Fleiri brjóta heilann um málshættina en plastmagnið sem fylgir páskaeggjum. Markaðsstjóri Freyju segir að verðsamkeppni geri það að verkum að plast sé notað frekar en pappaumbúðir.
16.04.2019 - 21:21
Kjötskattur og kolefnissporið
Sigrún Eir Þorgrímsdóttir fjallaði um veganisma í fyrsta þætti af Náttúrulaus sem fjallar um hinar ýmsu hliðar umhverfismála.
15.01.2019 - 10:01
Eyjafjarðarsveit kolefnislaus í framtíðinni?
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að kanna möguleika þess að taka upp kolefnisbókhald fyrir sveitarfélagið og möguleika á kolefnisjöfnun. Þar með vill sveitarstjórn kanna hvort raunhæft sé að Eyjafjarðarsveit geti orðið kolefnishlutlaust sveitarfélag.
15.02.2017 - 14:04
Ekki víst að Kínavörur mengi mest
Hvaða vörur eru loftslagsvænar og hvaða vörur eru það ekki? Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem það er ekki miði við hliðina á verðmiðanum sem tilgreinir hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum var losað við framleiðslu vörunnar og flutning. Í hnattvæddum heimi er flókið að greina kolefnisspor varnings. Vörur frá Kína hafa ekki endilega skæðari loftslagsáhrif en vörur frá öðrum löndum.
13.01.2017 - 11:10