Færslur: kolefnisbinding

Sjónvarpsfrétt
Mæla kolefnisbindingu íslenskra skóga
Mælingarflokkur á vegum Skógræktarinnar fer nú um landið í árlega skógarúttekt. Tilgangurinn er að mæla kolefnisbindingu íslenskra skóga, sem starfsmaður Íslenskrar skógarúttektar segir að hafi aukist mikið undanfarin ár.
26.06.2022 - 08:44
Spegillinn
Svíar áforma að reisa stóra rafeldsneytisverksmiðju
Tug milljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum.
Liggur á að huga að kolefnishlutleysi
Fyrirtæki leita í auknum mæli til Skógræktarinnar með það fyrir augum að kolefnisjafna starfsemi sína. Skógræktarstjóri segir ekki seinna vænna fyrir fyrirtæki að byrja að leita leiða til að mæta skuldbindingum Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
07.11.2021 - 08:50
Ösp er öflugri en skurðir
Aspir sem gróðursettar höfðu verið á framræstu landi reyndust binda svo mikið af gróðurhúsalofttegundum að þær bundu meira en skurðir í landinu losuðu. Skógvistfræðingur segir að þetta geti verið landeigendum hvatning til að gróðursetja tré í framræstum mýrum ef ekki hentar að ráðast í endurheimt votlendis.
Kolefnisjöfnun í Hrútafirði
Á Fjarðarhorni í Hrútafirði verður ráðist í eitt stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Tilgangurinn er að búa til vottaðar kolefniseiningar til að mæta losun koltvísýrings. 
28.08.2021 - 18:15
Loftslagsskógarnir munu binda 1000 tonn af CO2
Gróðursetning Loftslagsskóga Reykjavíkurborgar hófst í sumar og er búið að gróðursetja um 2.500 plöntur. Skógarnir, sem eiga að þekja um 150 hektara í hlíðum Úlfarsfells, munu binda yfir þúsund tonn af koltvísýringi á ári þegar gróðursetningu verður lokið. Samningur um skógana var undirritaður á 70 ára afmæli Heiðmerkur síðasta sumar.
„Lungu heimsins“ losa meira kolefni en þau binda
Loftslagsbreytingar og skógareyðing hafa gert það að verkum að Amazon-regnskógurinn losar meira koltvíoxíð en hann bindur. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós. Þessi risavaxni regnskógur þjónar mikilvægu hlutverki og bindur stóran hluta þess koltvíoxíðs sem losnar út í andrúmsloftið en nú gæti svo verið að hann hafi snúist upp í andhverfu sína.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Fundu „fallegustu og öruggustu“ leið kolefnisbindingar
Ný rannsókn leiðir í ljós að hægt er að nota sjó í stað ferskvatns við hina svokölluðu Carbfix aðferð til þess að breyta koltvíoxíði í berg. Nýdoktorinn Martin Voigt í jarðefnafræði leiddi rannsóknina síðustu þrjú ár undir handleiðslu Sigurðar Reynis Gíslasonar, jarðvísindamanns hjá Háskóla Íslands. Sigurður segir niðurstöðurnar stórmerkilegar fyrir kolefnisbindingu í framtíðinni sem er ein stærsta áskorun sem nú stendur frammi fyrir mannkyninu.
21.06.2021 - 18:22
Landinn
Reikna út kolefnisbindingu í íslenskum skógum
„Við erum að bæta við svokallað lífmassafall sem gert var fyrir tuttugu árum. Þá voru tré mæld og vigtuð til að átta sig á þvi hversu mikill lífmassi er í hverju tré. Til þess þarf náttúrulega að fórna nokkrum trjám," segir Bjarki Kjartansson, starfsmaður Skógræktarinnar.
16.03.2021 - 07:30