Færslur: Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún leiðir áfram Flokk Fólksins í borginni
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, leiðir lista Flokks Fólksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í öðru sæti listans er Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala hringsins, en í því þriðja situr Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur.
Viðtöl
850 bíða eftir húsnæði á vegum borgarinnar
Ekki er gert nóg til að sporna við fátækt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, segir fulltrúi Sósíalista. Þá telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að skuldsetning borgarinnar sé of mikil. Reykjavíkurborg verður rekin með ríflega þriggja milljarða króna halla á næsta ári og verður það þriðja hallaárið í röð.
Vikulokin
Segir uppbyggingu íbúða anna eftirspurn
Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar segir að síðustu ár í höfuðborginni hafi verið metár uppbyggingar og ekki þurfi að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hann segir uppbyggingin muni duga til að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar. Samtök iðnaðarins hafa þó bent á að uppbygging hafi oft verið meiri í borginni og aðrir borgarfulltrúar segja íbúðaskort greinilegan.

Mest lesið