Færslur: kolanámur

Fjórtán námuverkamenn innlyksa eftir sprengingu
Fjórtán námuverkamenn urðu innlyksa í kolanámu í Norður-Kólumbíu í gær, þriðjudag, þegar sprenging varð í námunni. Flestir námuverkamennirnir eru sagðir koma frá bænum Zulia í Venesúela. Náman er skammt frá landamærum ríkjanna.
01.06.2022 - 01:31
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Tíu saknað eftir námuslys í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys í kolanámu í Zofiowka sunnanvert í Póllandi. Fulltrúar fyrirtækisins JSW sem á og rekur námuna greindu frá þessu í morgun. Jarðskjálfti reið yfir á öðrum tímanum í nótt, sem olli metanleka.
23.04.2022 - 07:20
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.