Færslur: Kobe Bryant

Fá bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað
Ættingjum fólks sem fórst í þyrluslysi ásamt körfuboltamanninum Kobe Bryant og Giönnu 13 ára dóttur hans verða greiddar bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað. Málaferli ekkju Bryants vegna sama máls standa enn yfir.
03.11.2021 - 01:20
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga árið 2020
Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á þau leitarorð sem voru vinsælust hjá Íslendingum í leitarvélinni Google á árinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virðast einnig hafa verið landsmönnum hugleiknar.
Telja að þyrla Kobe Bryants hafi ekki bilað
Bráðabirgðarannsókn á vélbúnaði þyrlu körfuboltamannsins Kobe Bryant hefur leitt í ljós að ekki neitt var athugavert við þyrluna sjálfa. Kobe Bryant, 13 ára dóttir hans og sjö aðrir létu lífið þegar þyrlan hrapaði í fjalllendi Kaliforníu fyrir tæpum tveimur vikum.
08.02.2020 - 11:16
Listin að þefa af óhreina tauinu
Slúðurmiðillinn TMZ vakti athygli og reiði í vikunni þegar hann greindi frá þyrluslysi, þar sem Kobe Bryant og átta aðrir létu lífið, áður en aðstandendum hinna látnu hafði verið gert viðvart. Á miðlinum er iðkuð gamaldags harðkjarna blaðamennska í bland við siðferðislega vafasamar aðferðir sem gera miðlinum kleift að vera fyrstur með allar fréttirnar sem við segjumst ekki vilja sjá en smellum samt á.
02.02.2020 - 09:30
Blaðamaður Post snýr aftur eftir tíst um Kobe Bryant
Blaðamanni Washington Post hefur verið leyft að snúa aftur til starfa eftir að hafa verið send í leyfi fyrir tíst um Kobe Bryant. Sama dag og greint var frá því að Bryant hefði látist í þyrluslysi ásamt 13 ára gamalli dóttur sinni deildi hún umfjöllun vefmiðilsins Daily Beast um nauðgunarmál körfuboltakappans.
29.01.2020 - 10:28
Ástarjátning Kobe Bryants til körfuboltans
Kobe Bryant, sem lést á sunnudag í þyrluslysi ásamt 13 ára dóttur sinni og sjö öðrum, kvaddi íþróttina sem hann hafði sett mark sitt svo mjög á með eftirminnilegum hætti þegar hann ákvað að setja skóna á hilluna.
27.01.2020 - 12:32