Færslur: Knattspyrna

Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld andvíg ofurdeild
Allt verður reynt til að koma í veg fyrir stofnun nýrrar ofurdeildar tólf evrópskra knattspyrnufélaga að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún segir tímasetningu tilkynningar félaganna ekki tilviljun enda hefist þing Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) á morgun.
19.04.2021 - 09:53
SPEGILLINN
Snillingur og sá besti sinnar kynslóðar
Einhver eftirminnilegusta íþróttalýsing sögunnar er þegar argentínski íþróttafréttamaðurinn Víctor Hugo Morales lýsir seinna marki Diego Armando Maradona í 2-1 sigri Argentínu á Englandi í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Mexíkó sumarið 1986.
26.11.2020 - 18:08
Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.
21.10.2020 - 02:09
Guðni: Ný reglugerð gerir okkur erfitt fyrir
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að þau hafi vitað í hvað stefndi þegar tilmæli sóttvarnalæknis voru kynnt fyrir helgi. Nú þurfi að fara yfir stöðuna í mótamálum sambandsins, setjast yfir hana og „taka einhverja ákvörðun sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum“
18.10.2020 - 18:08
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20
Viðtal
Breytingar á reglum setja leikmenn í erfiða stöðu
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis í fótbolta, segir að breyttar reglur um snertiíþróttir setji leikmenn í erfiða stöðu. Hann segist ekki vita til þess að leikmenn hafi ýtt mikið á eftir því að mótin hæfust aftur, íþróttafélög hafi verið þar fremst í flokki auk fjölmiðlafólks. Þá gagnrýnir Arnar KSÍ fyrir að hafa ekki haft samráð við leikmenn við gerð draga að reglum sambandsins um sóttvarnir. Arnar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. 
12.08.2020 - 19:12
„Stelpurnar hafa notið sín alveg sérstaklega vel“
Síðustu leikir símamótsins í knattspyrnu fara fram í dag, en mótið var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir mótið hafa gengið framar vonum.
12.07.2020 - 11:56
„Þetta er vandmeðfarið“
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að nafnbirtingar fjölmiðla á einstaklingum sem smitast hafa af COVID-19 séu vandmeðfarnar. Hún telur að ekki sé hægt að fullyrða hvort slíkar nafnbirtingar feli í sér brot gegn persónuverndarlögum eða stjórnarskrárvörðum réttindum.
30.06.2020 - 17:20
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Leikmaður Stjörnunnar greindur með COVID-19
Leikmaður efstudeildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu hefur greinst með COVID-19. Næstu skref verða tekin í nánu samstarfi við Almannavarnir og KSÍ, að sögn Sigurðar Þórðarsonar, skrifstofustjóra félagsins.
27.06.2020 - 00:51
Glódís Perla í úrvalsliði ársins í Svíþjóð
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin í úrvalslið sænsku úrvalrsdeildarinnar í gær. Glódís leikur með sænsku meisturunum Rosengård. 
16.01.2020 - 12:03
Viðtal
Tók loforð af 700 börnum um að minnka tölvunotkun
Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, ók hringinn í kringum landið í sumar og var með fótboltaæfingar í minni sveitarfélögum. Rætt var við Mola í þættinum Sögum af landi á Rás 1.
09.12.2019 - 14:06
Spegillinn
Virðingin ekki fyrir hendi hjá körlum
Úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta stendur nú sem hæst yfir í Frakklandi og sennilega hefur keppninni aldrei áður verið sinnt jafn vel af fjölmiðlum á alþjóðavísu. Kvennaboltinn hér á landi og erlendis á þó enn langt í land með að njóta jafnréttis á við karlaboltann þegar kemur að aðstöðu, peningum og viðhorfi þeirra sem stjórna í knattspyrnuhreyfingunni.
19.06.2019 - 06:44
Myndskeið
Handtökur vegna HM í Katar
Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu var handtekinn í París í dag. Handtakan tengist rannsókn franskra yfirvalda á meintri spillingu við þá ákvörðun að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Katar árið 2022.
18.06.2019 - 19:20
Þakklæti og svekkelsi á Twitter
Íslendingar töpuðu fyrir Króatíumönnum á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í kvöld, með einu marki gegn tveimur. Íslendingar eru úr leik á HM en sigur hefði komið þeim upp úr riðlinum og tryggt áframhaldandi þáttöku í sextán liða úrslitum. Leikurinn í kvöld var sá stærsti í íslenskri knattspyrnusögu og notendur Twitter höfðu sitthvað um það að segja.
26.06.2018 - 20:39
Lélegasta afsökunin í gervallri HM sögunni
Froskar sem halda vöku fyrir leikmönnum og of langir þjóðsöngvar er meðal þess sem gripið hefur verið til í því skyni að útskýra slæma frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er sérstakur gestur í Morgunverkunum á Rás 2, en þar svarar hann spurningum lesenda um allt milli himins og jarðar sem tengist heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
28.05.2018 - 11:25
Margrét Lára: Kvennaboltinn nýtur góðs af EM
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segist vera þakklát íslenska karlandsliðinu fyrir árangurinn á EM. Íslenska kvennaliðið njóti góðs af því. Peningarnir séu hins vegar karlamegin.
Eitraður Mourinho fær hvergi vinnu
José Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnustjóri sögunnar og hefur náð frábærum árangri með Porto, Chelsea, Inter Milan og Real Madrid. Viðskilnaður hans og sérkennileg framkoma hefur hins vegar orðið til þess að nú vill enginn ráða þennan magnaða þjálfara í vinnu.
18.01.2016 - 15:55
Skrautlegur ferill José Mourinho
Það fór allt í steik hjá Real Madrid eftir að Mourinho skrifaði undir langtímasamning við félagið og það sama gerist hjá honum og Chelsea stuttu síðar. Í báðum tilfellum fær Mourinho fúlgur fjár og getur róið á önnur mið. Fullyrt er að Mourinho fái nú 40 milljónir punda eða 8 milljarða króna í starfslokagreiðslur frá Chelsea. José Mourinho er einstaklega sigursæll þjálfari en ferillinn er jafnframt með eindæmum skrautlegur. Einhverra hluta vegna fer alltaf allt í steik á þriðja tímabilinu.
18.12.2015 - 21:02
Allt í steik hjá Chelsea
Allt gengur á afturfótunum hjá José Mourinho og liðsmönnum hans í Chelsea. Mourinho virðist ráðalaus og leikmenn sem blómstruðu í fyrra eru gjörsamlega heillum horfnir. Liðið rúllaði deildinni upp í fyrra en er nú tveimur stigum frá falli. Liðið hefur tapað 8 af 15 leikjum í deildinni og gæti fallið úr Meistaradeildinni á miðvikudag.
08.12.2015 - 20:05
Perú í undanúrslit Ameríkubikarsins
Perú sigraði Bólivíu 3-1 í fjórðungsúrslitum Ameríkubikarsins í knattspyrnu, Copa America, í kvöld. Javier Guerrero skoraði öll mörkin þrjú fyrir Perú en Marcelo Martins minnkaði muninn undir lok leiks úr vítaspyrnu.
26.06.2015 - 01:45
Þjálfari Ekvador setti heimsmet
Þjálfari Ekvador setti heimsmet þegar lið hennar mætti Kamerún í fyrstu umferð heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á mánudag. Varð hún yngsti þjálfari sögunnar til þess að stýra knattspyrnuliði á heimsmeistaramóti.
11.06.2015 - 06:21