Færslur: Knattspyrna

Ólafi Jóhannessyni sagt upp störfum hjá FH
Ólafi Jóhannessyni, aðalþjálfara í efstu deild karla í knattspyrnu hjá FH, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
17.06.2022 - 00:18
Benda hvert á annað vegna glundroðans
Knattspyrnusamband Evrópu segist hafa samúð með þeim stuðningsmönnum Liverpool sem franska lögreglan skaut táragasi á fyrir úrslitaleik Meistaradeildar karla í fótbolta í gær. Sambandið kennir stuðningsmönnum með falsaða miða um hættuástand sem skapaðist.
29.05.2022 - 11:44
Eggert neyddur til að stíga tímabundið til hliðar
Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu FH.
21.04.2022 - 18:56
Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot á Íslandi
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Escobar, sem lék með Leikni Reykjavík á síðasta tímabili var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Hann sætir nú farbanni.
04.03.2022 - 09:03
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Með okkar augum
Lykillinn að hafa gott fólk og Tólfuna með sér í liði
„Lars Lagerbäck lét mér líða rosalega vel, leyfði mér að hafa áhrif strax, og ég held að það sé lykillinn að öllu samstarfi,“ segir Heimir Hallgrímsson. Hann rifjar upp ferilinn og EM-ævintýrið 2016 í þættinum Með okkar augum í kvöld þar sem hann segir að stuðningurinn úr stúkunni hafi gert gæfumuninn.
15.09.2021 - 11:42
Viðtal
Guðni segir ummælin í Kastljósi í gær hafa verið mistök
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það hafi verið mistök að segja í Kastljósviðtali í gærkvöldi að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot af hálfu leikmanns í landsliði karla í knattspyrnu. „Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeldisbrot og ekki af kynferðislegum toga,“ segir Guðni.
27.08.2021 - 19:40
Viðtal
Landsliðsmaður játaði brot og greiddi miskabætur
Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu furðar sig á að formaður Knattspyrnusambands Íslands fullyrði að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Konan segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. Sjálfur hafi landsliðsmaðurinn svo gengist við brotinu og greitt miskabætur. Formaður KSÍ segir ummælin hafa verið mistök.
27.08.2021 - 19:12
Kastljós
Guðni: Engin tilkynning um kynferðisbrot á borð KSÍ
Engar kvartanir eða tilkynningar um kynferðisbrot hafa komið inn á borð Knattspyrnusambands Íslands, að sögn Guðna Bergssonar, formanns sambandsins. Hann segir í Kastljósi að sambandið taki allar ásakanir um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar alvarlega. 
Eitt elsta eintak knattspyrnureglnanna selt á uppboði
Eitt elsta eintak af knattspyrnureglunum var selt á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby á Englandi í dag. 
20.07.2021 - 20:35
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Eftirvæntingin mikil í bæði Róm og Lundúnum
Úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla fer fram á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í Lundúnum í kvöld. Heimamenn munu þá mæta ítalska liðinu. Englendingar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar og Ítalir unnu titilinn síðast árið 1968. Eftirvæntingin er mikil í löndunum og ræddi fréttastofa við Íslendinga búsetta í Lundúnum og Róm. Þau segja spennuna vera mikla fyrir kvöldinu.
11.07.2021 - 17:14
Finnar óttast COVID-bylgju í kjölfar fótboltafárs
Finnar hafa áhyggjur af því að ný bylgja kórónaveirusmita sé í þann mund að ríða yfir landið eftir að fjöldi fótboltaáhugafólks sneri aftur frá Pétursborg með Delta-afbrigði COVID-19 í farteskinu. Finnar kepptu við Rússa í Pétursborg á Evrópumótinu í fótbolta á dögunum.
26.06.2021 - 07:43
Hjartavöðvakvilli orsök skyndidauða fótboltamanna
Ein skýring á skyndidauða knattspyrnumanna í miðjum leik er hjartavöðvakvilli sem er arfgengur sjúkdómur. Skyndileg andlát af þessu tagi virðast hafa færst í vöxt á undanförnum árum.
„Læknarnir drápu Diego“
Lögmaður hjúkrunarfræðings, sem sætir rannsókn vegna andláts knattspyrnumannsins Diego Maradona, fullyrðir að kenna megi hirðuleysi lækna um hvernig fór. „Þeir drápu Diego,“ sagði Rodolfo Baque við fréttamenn eftir að yfirheyrslum ákæranda yfir hjúkrunarfræðingnum Dahiana Gisela Madrid lauk í gær.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um vanrækslu í tengslum við andlát argentísku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona bar fyrir sig í yfirheyrslum að honum hefði verið bannað að trufla Maradona meðan hann svæfi.
Knattspyrnukonur með töluvert lægri laun en karlar
Konur sem spila knattspyrnu í efstu deildum á Íslandi hafa marktækt lægri tekjur á mánuði en karlkyns kollegar þeirra. Algengt er að konur í íþróttinni fái á bilinu 1.000-50.000 krónur í tekjur á mánuði. Karlmenn efstu deildum í knattspyrnu fá flestir á bilinu 100.000-200.000 krónur á mánuði.
19.05.2021 - 16:22
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld andvíg ofurdeild
Allt verður reynt til að koma í veg fyrir stofnun nýrrar ofurdeildar tólf evrópskra knattspyrnufélaga að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún segir tímasetningu tilkynningar félaganna ekki tilviljun enda hefist þing Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) á morgun.
19.04.2021 - 09:53
SPEGILLINN
Snillingur og sá besti sinnar kynslóðar
Einhver eftirminnilegusta íþróttalýsing sögunnar er þegar argentínski íþróttafréttamaðurinn Víctor Hugo Morales lýsir seinna marki Diego Armando Maradona í 2-1 sigri Argentínu á Englandi í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Mexíkó sumarið 1986.
26.11.2020 - 18:08
Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.
21.10.2020 - 02:09
Guðni: Ný reglugerð gerir okkur erfitt fyrir
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að þau hafi vitað í hvað stefndi þegar tilmæli sóttvarnalæknis voru kynnt fyrir helgi. Nú þurfi að fara yfir stöðuna í mótamálum sambandsins, setjast yfir hana og „taka einhverja ákvörðun sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum“
18.10.2020 - 18:08
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20