Færslur: Klukkan

56% vilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tæplega 1600 tjáðu skoðun sína á því hvort breyta ætti klukkunni hér á landi. Stjórnvöld settu málið í opið samráð við almenning í samráðsgátt stjórnvalda í janúar. Á vef Stjórnarráðsins segir að þátttaka hafi verið meiri en áður hefur þekkst. Það gefi vísbendingu um mikilvægi málsins fyrir almenning. „Margar umsagnir voru ítarlegar og vel rökstuddar og ljóst að fólk lagði mikla vinnu í vandaðar umsagnir.“
11.12.2019 - 07:05
Klukkuhringl í Evrópu
Það er víðar en á Íslandi sem menn velta fyrir sér sambandi sólar, klukku og birtu. Í Evrópu stefnir í að hætt verði að færa klukkuna til vor og haust en þó eru ekki allir á eitt sáttir um hvort, hvernig og hvenær það skuli gert. 
06.03.2019 - 16:03
Ættum við að seinka klukkunni?
Hlaðvarpsþátturinn Hvað er að frétta? hóf göngu sína í vikunni en í þessum fyrsta þætti var meðal annars rætt hvort ætti að seinka klukkunni á Íslandi um klukkutíma.
18.01.2019 - 09:45
Við munum öll deyja
Etum, drekkum, og verum glöð því dauðinn er við næsta horn, líkt og verkið The Clock, eða Klukkan, eftir Christian Marclay minnir okkur á. Verkið minnir okkur líka á hversu hversdagslegur tíminn er orðinn í gangverki dagsins í dag, þrátt fyrir að vera kannski það dýrmætasta sem við eigum.
21.12.2018 - 13:44
Menningarefni · Myndlist · Pistlar · Tíminn · Jól · Klukkan · The Clock · Víðsjá · Pistill