Færslur: Kling og Bang

Víðsjá
Vilja vera með læti í snjóhvítu rými
Þau kalla sig Lucky 3 og eru listahópur sem vill taka sér stöðu í hvítmáluðu galleríi Kling og Bang í Marshall-húsinu úti á Granda í Reykjavík. Þau heita Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo og eru öll af filippseysku bergi brotin. Sýninguna kalla þau Lucky me?
11.12.2019 - 10:48
Myndskeið
Ljóðrænt zen í Kling og Bang
Danski listahópurinn A Kassen hefur lagt undir sig Kling og Bang í Marshall-húsinu með Móður og barni, sýningu sem smýgur í gegnum veggi og gólf og snýr jafnvel heiminum á hvolf, ef svo má segja.
31.08.2019 - 15:00
Gagnrýni
Náttúra og furðuverur í sjálfvirkni Söru Riel
„Sara Riel er líklegast þekktust fyrir veggjalist sína en verk hennar prýða byggingar víða um borgina sem og erlendis, en í sýningunni Sjálfvirk finnst mér mætast míkró og makró úr verkum hennar.“ Inga Björk Bjarnadóttir fjallar um sýningu Söru Riel, Sjálfvirk.
29.11.2018 - 13:45
Hreinn og beinn pönkari
Hulda Vilhjálmsdóttir hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum og fyrir sína síðustu einkasýningu, sýninguna Valbrá í Kling og Bang, var hún tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna. Víðsjá leit í heimsókn á vinnustofu Huldu
29.10.2018 - 10:54
Rökleysan er oft brothættari
„Ég held að ég hafi alltaf fylgt innsæinu og tilfinningum við gerð allra verka,“ segir myndlistarkonan Sara Reil sem opnar nýja sýningu, Sjálfvirk / Automativ, í Kling og Bang í Marshall-húsinu á laugardag. „Ég hef tilhneigingu til að kafa rosalega djúpt í hvert tímabil, en svo klárast það. Þetta eru kannski tímamót til þess að fara fyrir neðan rökhyggjuna og inn í rökleysuna, og hún er oft brothættari og viðkvæmari fyrir mann.“
20.10.2018 - 14:49
Merkingarleysan er jákvæð og skemmtileg
„Mér liggur forvitni á að skoða hvernig hlutir verða til og hvernig þeir virka,“ segir myndlistarmaðurinn Páll Haukur Björnsson sem stendur fyrir sýningunni Dauði hlutarins í Kling og Bang í Marshall-húsinu um þessar mundir.
Hægfara leit að hinu fullkomna augnabliki
Undur sköpunarinnar er í forgrunni á sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur, Evolvement, sem sýnd er í Kling Bang í Marshall húsinu þessa dagana. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölda listamanna og skálda, sem freista þess að festa sköpunina í form með óvæntum afleiðingum. 
Grípandi ástríða gegn klisjum um myndlist
Það hleypur ákveðinn kraftur í listalífið þegar nýtt sýningarrými opnar, segja þau Markús Þór Andrésson og Dorothée Kirch, umsjónarmenn sjónvarpsþáttanna Opnun og sýningarstjórar samnefndrar sýningar sem opnuð verður í Kling og Bang í Marshall-húsinu um helgina.
28.04.2017 - 09:57