Færslur: Klaustursmálið

Viðtal
Öll forsætisnefnd vanhæf í Klausturmáli
Forseti Alþingis og allir varaforsetar hafa sagt sig frá umfjöllun um Klausturmálið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steingrímur. J. Sigfússon, forseta Alþingis sendi fjölmiðlum rétt eftir klukkan fimm í dag.
17.12.2018 - 17:02
Viðtal
Ítrekar að hún hafi verið ein á ferð
Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klausturbar í nóvember, vísar því á bug að fleiri en hún hefði tekið þátt í því að taka upp samtalið eða að hún hefði tekið samtalið upp með öðrum hætti en hún hefur áður lýst. Hún hafi verið þar ein á ferð. „Bara ég og kaffibollinn minn.“ 
17.12.2018 - 16:37
Tókust á um hvort leyfa ætti vitnaleiðslumál
Lögmenn fjögurra þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur tókust á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort leyfa ætti vitnaleiðslumál þingmannanna sem hugsað er sem undirbúningur að hugsanlegum málaferlum þeirra gegn Báru.
17.12.2018 - 16:00
Bára mætt í héraðsdóm
Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri 20. nóvember, er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þinghaldið verður opið og hefst klukkan 15:15. Bára segist ekki enn vita til hvers sé ætlast af henni fyrir dómi. Fjölmennt er inni í dómshúsinu. 
17.12.2018 - 15:03
Fréttaskýring
Tekist á um mörk einkarýmis og almannarýmis
Tekist hefur verið á um mörk almannarýmis og einkarýmis, og rétt til upptöku þess sem þar fer fram, í minnst tveimur dómsmálum það sem af er öldinni. Þó svo hvorugt málið sé nákvæmlega eins og upptaka af tali sex þingmanna á Klaustri er þar tekist á um sömu atriði, hvort upptaka eða myndataka sé heimil og hvort hana megi nota opinberlega. Í báðum málum réð það úrslitum hvort umfjöllunarefnið teldist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu eða ekki.
17.12.2018 - 12:07
Viðtal
„Ég er svo algerlega blankó“
Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri 20. nóvember fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Hún segist ekki enn vita almennilega hvað ætlast sé til af henni. „Ég er svo algerlega blankó. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég er að fara að gera þarna,“ sagði Bára í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
17.12.2018 - 09:17
Viðtal
„Þetta var á opinberu veitingahúsi“
Fljótt á litið eru engin dómafordæmi í íslenskri réttarsögu í máli Báru Halldórsdóttur. Þetta segja lögmenn hennar. Ekki sé útilokað að hún verði kærð til saksóknara eða lögreglu. Lögmennirnir segja að þótt almennt sé óheimilt að taka upp samtöl fólks án vitundar þess, séu alltaf undantekningar frá öllum reglum.
13.12.2018 - 14:20
Eðlilegt að gefa sér tíma í samgönguáætlun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fullkomlega eðlilegt að gefa sér tíma til að ræða samgönguáætlun í ljósi þess þar er verið að leggja til miklar breytingar í samhengi við nýtt kerfi við fjármögnun á samgöngum á landinu. Hún lagði til og það var samþykkt að fresta samgönguáætlun fram til 1.febrúar.
12.12.2018 - 19:43
Segir þingmennina drepa Klausturmálinu á dreif
Það lýsir skilningsleysi á alvarleika Klausturmálsins og stöðu þingmannanna fjögurra úr Miðflokknum, að þingmennirnir geri kröfu um bætur á hendur þeim sem tóku upp samtalið á barnum. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna á Alþingi í dag.
12.12.2018 - 16:28
Báru verður ekki gert að gefa skýrslu
Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð sem aðili máls til þinghalds fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, en ekki til skýrslutöku eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir Báru hafa verið boðaða til þess að gera henni ljóst að hugsanlega verði höfðað mál gegn henni og að hún gæti þurft að grípa til varna.
12.12.2018 - 14:17
Þorsteinn segir alvanalegt að fólk mæti ekki
Þorsteinn Sæmundsson, fulltrúi Miðflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir alvanalegt að fólk kæri sig ekki um að mæta á boðaða fundi fastanefnda Alþingis. Það eigi jafnt við um þingmenn sem aðra. Samflokksmenn hans svöruðu ekki fundarboði nefndarinnar og var sendiherramálið því ekki á dagskrá í morgun. Forseti Alþingis segir þetta aftur á móti sjaldgæft.
12.12.2018 - 11:53
Alvarlegt ef hægt er að hundsa fundarboð
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það vera alvarlegt ef að kjörnir fulltrúar eða embættismenn komist upp með að hundsa fundarboð fastanefnda Alþingis. Nefndirnar hafi skýra eftirlitsskyldu með stjórnvöldum.
12.12.2018 - 10:02
Fjalla ekki um sendiherramálið í dag
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun ekki funda um sendiherramálið svokallaða vegna þess að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ekki svarað ítrekuðum boðum um að mæta til fundarins. Fundur nefndarinnar hefst klukkan 10 í dag.
12.12.2018 - 09:10
Geti ekki verið vitni í eigin máli
Framkvæmdastjóri Lagastofnunar HÍ segir sérstakt að líklegur gagnaðili máls sé kvaddur til skýrslutöku sem vitni. Dómari hefur á grundvelli beiðni frá lögmanni fjögurra þingmanna Miðflokksins boðað Báru Halldórsdóttur í skýrslutöku. Lögmaður þingmannanna telur að þeir hafi sætt ólöglegum njósnum og geti því krafist miskabóta.
11.12.2018 - 22:14
Njósnaaðgerð sem feli í sér refsivert brot
Í beiðni Reimars Péturssonar lögmanns um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna hljóðupptaka frá Klaustri þann 20. nóvember segir að „þessi njósnaaðgerð" hafi falið í sér refsivert brot. Þeir fjórir alþingismenn sem standi að baki beiðninni geti því krafist miskabóta og annarra fébóta af þeim sem beri á henni ábyrgð.
11.12.2018 - 20:01
Sniðganga tilefni til að skoða verklagsreglur
Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir ekki sitt að meta hvort fræðimenn við Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum hafi gengið of langt með því að neita að starfa með velferðarnefnd Alþingis. Ákvörðun rannsóknarsetursins kalli á endurskoðun verklagsreglna.
Þingmenn með lögmann vegna Klausturmálsins
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir eðlilegt að stofnunin taki afstöðu til Klaustur-upptökunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar hafa ráðið sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna. „Þar var þess krafist að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hafi staðið að þeirri hljóðupptöku sem átti sér stað þriðjudaginn 20. nóvember síðastliðinn sem og að viðeigandi úrræðum yrði beitt gagnvart hluteigandi,“ segir Helga.
10.12.2018 - 18:06
Þeir brottreknu fá 2,6 milljónir á ári
Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason fá 1,3 milljónir króna vegna sérfræðiaðstoðar hvor á ári eftir brottreksturinn úr Flokki fólksins. Þeir fá hins vegar ekkert af þeim 52 milljónum sem Flokkur fólksins fær frá ríkinu á næsta ári. Þó þeir ætli að vinna saman á þingi geta þeir ekki stofnað nýjan þingflokk.
10.12.2018 - 17:00
„Sendiherrafundur“ verður opinn fjölmiðlum
Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna skipunar í sendiherrastöður verður opinn fjölmiðlum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Á fundinum stendur til að ræða ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra á Klaustur-upptökunum, þar sem hann sagðist eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum.
10.12.2018 - 12:54
Alþingi komið með hljóðupptökurnar af Klaustri
Alþingi er komið með hljóðupptökurnar af samskiptum sex þingmanna á Klaustri um miðjan síðasta mánuð. Þetta staðfestir Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
10.12.2018 - 11:06
Myndband
Ætlar að sitja áfram í velferðarnefnd
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks, ætlar að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Forseti Alþingis telur það fordæmalaust að sérfræðingar neiti að vinna með þingnefnd vegna eins þingmanns.
09.12.2018 - 20:00
Minnir á gapastokk miðalda
Umræðan á samfélagsmiðlum er farin að minna á gapastokk miðalda og opinbera smánun sem valdatæki, segir Frosti Logason útvarpsmaður. Klausturmálið og viðbrögð við því voru til umræðu í Silfrinu í dag. Frosti sagði að í heilbrigðri stjórnmálamenningu væru menn þegar farnir að sjá afsagnir. Samfélagsmiðlar hefðu gert mikið gagn og væru til margra hluta nytsamlegir en þeir ættu líka sínar skuggahliðar. Það ætti sérstaklega við um opinbera smánun. 
09.12.2018 - 15:10
Hefur mjög alvarleg áhrif á störf nefndarinnar
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir það hafa mjög alvarleg áhrif á störf nefndarinnar að fræðafólk við Háskóla Íslands neiti að vinna með henni á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins situr þar. Það sé nauðsynlegt að geta leitað álits sérfræðinga.
09.12.2018 - 12:44
Misbýður fullkomlega ummæli um fatlað fólk
Fræðafólki í fötlunarfræðum er misboðið vegna ummæla þingmanna um fólk með fötlun. Þau ætla að sniðganga velferðarnefnd Alþingis á meðan þingmaður Miðflokksins á sæti þar. Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður segir að þau geti ekki unnið með þeim sem tali á þennan hátt um fatlað fólk.
08.12.2018 - 20:32
Vilja ekki vinna með velferðarnefnd Alþingis
Það kemur ekki til greina af hálfu fræðafólks við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum að ræða við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir á sæti í nefndinni. Þetta segir Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður rannsóknarsetursins, í samtali við fréttastofu.
08.12.2018 - 15:05