Færslur: Klaustursmálið

Telur þetta ekki svik við kjósendur Miðflokksins
Birgir Þórarinsson segist ekki telja að brotthvarf hans úr Miðflokknum tveimur vikum eftir kosningar séu svik við kjósendur flokksins. „Nei, þvert á móti þá hefði verið rangt að draga mig úr baráttunni nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Birgir. Hann muni eftir sem áður vinna að þeim málum sem kosningabarátta hans hafi staðið fyrir.
09.10.2021 - 12:47
Viðtal
„Það er alveg sama hvað gerist, ekkert breytist“
Í dag er ár liðið frá því að sex þingmenn, fjórir úr Miðflokknum og tveir úr Flokki fólksins, sátu að sumbli á Klausturbar í miðbæ Reykjavíkur og létu gamminn geisa.
20.11.2019 - 14:01
Viðtal
Sigmundur segir niðurstöðuna vera sneypuför
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu forsætisnefndar og siðanefndar Alþingis vera sneypuför forseta Alþingis.
01.08.2019 - 21:54
Myndband
Hafa svigrúm til tjáningar en með takmörkunum
Steinunn Þóra Árnadóttir, nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir að með birtingu niðurstöðu forsætisnefndar sé þeirra vinnu lokið í málinu. Nú liggi það fyrir að þingmenn hafi talsvert svigrúm til þess að tjá sig um einstaklinga og málefni með ansi beinskeyttum hætti. Hins vegar séu mörk á því hvar og hvernig megi segja hluti. Þingmenn hljóti að taka tillit til þess, sér í lagi þeir sem taldir voru brjóta gegn siðareglum.
01.08.2019 - 18:00
Lilja segir ummælin verða til ævarandi skammar
„Í samræðum sínum á Klausturbarnum kom glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir bera til kvenna. Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Facebook-færslu.
01.08.2019 - 17:52
Forsætisnefnd fellst á niðurstöðu siðanefndar
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Haraldi Benediktssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur, fellst á það mat siðanefndar Alþingis að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, hafi brotið siðareglur Alþingis með ummælum á Klaustur bar 20. nóvember.
01.08.2019 - 16:26
Siðanefnd búin að afgreiða Klausturmálið
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum. Forsætisnefnd klárar síðan líklega málið í næstu viku og verður álitið þá gert opinbert.
22.07.2019 - 16:59
Viðtal
Einangraður öryrki í búri
Aðgerðasinninn og uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir hefur komið sér vel fyrir í „búri“ í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík. Hún leitar á náðir Terrys Pratchett í einangruninni en á milli þess að hlýða á bók hans horfir hún á kettlingamyndbönd. Gjörningnum er ætlað að sýna nýjar hliðar á lífi öryrkja.
Bára eyðir Klaustursupptökunum á Gauknum
Svokölluð Báramótabrenna verður haldin á Gauknum í Reykjavík annað kvöld en þá hyggst Bára Halldórsdóttir eyða Klaustursupptökunum með „kjánalega mikilli viðhöfn.“
03.06.2019 - 18:26
Bara Bára þarf að eyða upptökunni
Það er aðeins Bára Halldórsdóttir sem þarf að eyða upptökunum sínum af samtali sex þingmanna á vínveitingastaðnum Klaustri. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu en stofnunin segir að úrskurður hennar í Klausturmálinu nái aðeins til þeirra sem aðild áttu að málinu.
Þingmaður Miðflokksins ánægður með úrskurðinn
Siðanefnd Alþingis hefur fengið Klausturmálið til umfjöllunar frá forsætisnefndinni sem skipuð var í kring um málið. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ánægður með úrskurð Persónuverndar um að Klausturupptökurnar hafi verið ólögmætar. Hann segir engar samræður hafa farið fram meðal þingmannanna um úrskurðinn, þar sem þeir eru of uppteknir við þingstörf.
23.05.2019 - 17:49
Fréttaskýring
Klausturmálið: Hvað hefur gerst?
Á mánudag var hálft ár liðið frá því að sex þingmenn, fjórir úr Miðflokknum og tveir úr Flokki fólksins, settust út í horn á vínveitingastaðnum Klaustri við Kirkjutorg í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrum dögum seinna birtu bæði DV og Stundin fréttir upp úr samtali þingmannanna og Klausturmálið varð til.
23.05.2019 - 16:46
Álit siðanefndar birt aftur
Þingmenn Miðflokksins hafa frest til 2. apríl til þess að bregðast við áliti siðanefndar Alþingis í máli þeirra. Málið snýr að ummælum þingmannanna á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn og mögulegu broti þeirra á siðareglum fyrir alþingismenn. 
27.03.2019 - 20:07
Viðtal
„Orðnir eins og útigangshross, hímandi í höm“
Ólafur Ísleifsson segir það ekki hafa staðið til að ganga í Miðflokkinn, þegar þeir voru reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursmálið kom upp. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur tilkynntu í dag að þeir hefðu gengið til liðs við Miðflokkinn.
22.02.2019 - 21:43
Klausturmálið
Persónuvernd vill upptöku Báru og Klausturs
Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klausturbar að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá kvöldinu í nóvember þegar þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sátu að sumbli og töluðu illa um samstarfsfólk sitt og aðra. Persónuvernd vill einnig fá afrit af upptöku Báru Halldórsdóttur sem hljóðritaði samtal þingmannanna.
06.02.2019 - 14:47
Um óminni og Eurovision
Gestir vikunnar í Hvað er að frétta? voru Guðmundur Felixson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Í þættinum var meðal annars farið yfir 36 klukkustunda óminnið sem vakti athygli í vikunni sem og Eurovision.
31.01.2019 - 17:01
Viðtal
Þingmenn geti ekki leyft sér þessar skoðanir
Þingmenn Miðflokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, sem í vikunni tóku sæti á Alþingi á ný eftir Klausturmálið, hafa tapað trúverðugleika sínum, að mati Henrys Alexanders Henryssonar aðjúnkts við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann segir að ástæðurnar sem þeir gáfu fyrir endurkomu sinni séu eftirtektarverðar; að þeir hafi enn trúverðugleika kjósenda sinna. Þá geti þeir ekki leyft sér að hafa þær skoðanir sem komu fram í spjalli þeirra á barnum.
27.01.2019 - 12:05
Viðtal
Dáði Sigmund áður en segir viðbrögðin barnaleg
Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar við Klausturmálinu eru barnaleg, að dómi Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samherja þeirra úr Framsóknarflokknum. Henni líður illa yfir málinu en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þingmennirnir eigi að segja af sér.
26.01.2019 - 12:24
Gunnar Bragi og Bergþór snúa aftur í dag
Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, ætla að taka sæti sín á þingi í dag og ljúka þar með launalausu leyfi sem þeir tóku í kjölfar Klausturmálsins. Þeir segja framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, í Klausturmálinu vera ástæðu þess að þeir snúi aftur.
24.01.2019 - 10:11
Steinunn Þóra og Haraldur nýir varaforsetar
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru kosin sem sérstakir auka varaforsetar Alþingis í dag. Þau eru meðal þeirra fáu þingmanna sem hafa ekki lýst skoðun inni opinberlega á ummælum þingmannanna sex sem heyrast á Klausturupptökunum svokölluðu. Þau eru kosin tímabundið til þess að fjalla um Klausturmálið og koma því í farveg.
22.01.2019 - 16:04
Landsréttur hafnar líka kröfu Miðflokksins
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur. Kröfu þingmannanna um gagnaöflunarvitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegar málsókn á hendur Báru, fyrir að hljóðrita samtöl þeirra á Klausturbar var hafnað í héraði 19. desember. Bára segist vonum ánægð með niðurstöðuna.
16.01.2019 - 20:52
Einungis sex þingmenn sem hafa ekkert sagt
Einungis sex þingmenn af sextíu og þremur eru metnir hæfir til þess að koma Klaustursmálinu áfram til siðanefndar Alþingis. Þrír eru úr Sjálfstæðisflokki, tveir úr VG og einn úr Miðflokki. Skipuð verður ný forsætisnefnd sem hefur þetta eina verkefni. 
15.01.2019 - 22:10
Viðtal
Bára valin manneskja ársins á Rás 2
Hlustendur Rásar tvö völdu Báru Halldórsdóttur manneskju ársins. Bára tók upp samtal sex þingmanna á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Hún ákvað að taka samræðurnar upp þegar hún heyrði orðfæri þingmannanna er þeir létu gamminn geisa um menn og málefni, oft með ógeðfelldum hætti. Tilkynnt var um niðurstöðu kosningar á manneskju ársins í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2.
31.12.2018 - 15:35
„Hægt að breyta símum í hlerunartæki“
Það er ekki erfitt að breyta símum með gamalt stýrikerfi í hlerunarbúnað. Þetta segir sérfræðingur hjá netöryggisfyrirtæki. Hann hefur fengið nokkrar fyrirspurnir frá áhyggjufullum forsvarsmönnum fyrirtækja, sérstaklega eftir að Klaustursmálið kom upp.
23.12.2018 - 19:21
Viðtal
Þakklát fyrir sterk viðbrögð þjóðarinnar
Ógeðfelldar samræður þingmanna á barnum Klaustri fengu mikið á Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hún segir það jákvæða við málið að þjóðin hafi látið það skýrt í ljós að hún líði ekki svona tal um náungann.
21.12.2018 - 08:05