Færslur: Klausturmálið

Klaustursmálið ýtti Birgi úr Miðflokknum
Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum þingkosningum, hefur sagt skilið við flokkinn og er genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Birgir staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, sem og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá 17 þingmenn, en þingflokkur Miðflokksins telur nú aðeins tvo. 
Þingmenn Miðflokks vilja greiða aðgengi að Vogi
Níu þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp sem geri aðgerðaáætlun um að bæta aðgengi að sjúkrahúsinu Vogi. 
29.04.2020 - 18:21
Viðurlög við brotum á siðareglum víðast harðari en hér
Viðurlög við broti á siðareglum þingmanna eru harðari í flestum öðrum löndum og felast til að mynda í útilokun frá formennsku í nefndum eða fjársekt. Sérfræðingur ÖSE segir mikilvægt að nýta reynsluna úr Klausturmálinu til þess að endurskilgreina siðferðisgildi þingmanna.
03.02.2020 - 18:15
Myndskeið
Trúverðugleiki Kristjáns beðið hnekki
Henry Alexander Henrysson siðfræðingur segir að trúverðugleiki Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra hafi beðið hnekki vegna tengsla sinna við Samherja eftir uppljóstranir um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Þá er ekkert annað að gera en að fjarlægja sig frá þessu hlutverki. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Henry í Kastljósi í kvöld.
20.11.2019 - 20:43
Myndskeið
„Viðbrögðin hafa sett mark sitt á þingstörfin“
Heilbrigðisráðherra segir að Klausturmálið sé birtingarmynd öfgahægris í stjórnmálum. Efnt var til málþings í dag þar sem þolendur fengu tækifæri til að ræða afleiðingar kvöldsins á Klaustri.
20.11.2019 - 19:42
Viðtal
Biður fólk að hætta að dreifa nektarmyndum
Bára Halldórsdóttir, aktívisti, listamaður og manneskja ársins 2018, að mati hlustenda Rásar 2, biður fólk að hætta að dreifa nektarmyndum sem sagðar eru að vera af henni sjálfri. Myndirnar bera yfirskriftina: „Hefnd fyrir Klausturmálið“ en þegar vel er að gáð er ljóst að myndirnar eru ekki af Báru heldur af látinni kunningjakonu hennar.
27.09.2019 - 10:35
Mikil óánægja með Bergþór sem nefndarformann
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn Klausturþingmanna, tekur að nýju við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á þriðjudag. Mikil óánægja er með það meðal þingmanna, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu. Stjórnarandstöðu þingmenn telja Pírata vera að færa Miðflokknum vopnin upp í hendurnar með því að láta Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur vera formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
14.09.2019 - 20:36
Segir árásir á Albertínu „nánast annað mál“
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að árásir tveggja þingmanna Miðflokksins á Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, séu nánast annað mál, nú þegar forsætisnefnd hefur klárað Klausturmálið. Bæði Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, sem sérstök forsætisnefnd taldi hafa brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum á Klaustri í nóvember, sökuðu Albertínu um áreitni í andmælum sínum við áliti siðanefndar.
03.08.2019 - 21:31
Viðbrögð Miðflokks sýna hvorki ábyrgð né iðrun
Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við áliti siðanefndar benda til að þeir iðrist ekki gjörða sinna, segir forsætisráðherra. Hún segir ummælin á Klaustri hafa einkennst af kvenfyrirlitningu og fötlunarfordómum og séu fullkomlega óafsakanleg. Hún er ekki þeirrar skoðunar að brot á siðareglum eigi að hafa viðurlög.
02.08.2019 - 18:22
Skýringin á „Minna hot í ár” heldur ekki vatni
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gefur ekkert fyrir skýringar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um ummæli hans í hennar garð, enda séu þau full af rangfærslum. Íris hefur aldrei verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Vestmannaeyjum, en Bergþór sagði ummælin „minna hot í ár" hafa snúist um að sitjandi bæjarfulltrúi hafi stofnað annan flokk. Íris segir Klausturmálið öllum þeim sem þátt tóku til háborinnar skammar.
02.08.2019 - 11:31
Viðtal
Sigmundur segir niðurstöðuna vera sneypuför
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu forsætisnefndar og siðanefndar Alþingis vera sneypuför forseta Alþingis.
01.08.2019 - 21:54
Lilja segir ummælin verða til ævarandi skammar
„Í samræðum sínum á Klausturbarnum kom glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir bera til kvenna. Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Facebook-færslu.
01.08.2019 - 17:52
Forsætisnefnd fellst á niðurstöðu siðanefndar
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Haraldi Benediktssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur, fellst á það mat siðanefndar Alþingis að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, hafi brotið siðareglur Alþingis með ummælum á Klaustur bar 20. nóvember.
01.08.2019 - 16:26
Upptaka
Forsætisnefnd búin með Klausturmálið
Sérstök forsætisnefnd Alþingis vegna Klausturmálsins lauk yfirferð sinni á málinu nú fyrir hádegi og birtir hana opinberlega þegar líður á daginn. Viðamikil samantekt nefndarinnar er nú í próflestri og verður síðan send á þingmennina sex sem við sögu koma áður en hún verður birt opinberlega.
01.08.2019 - 11:38
Sérstök forsætisnefnd fundar aftur
Tveggja manna forsætisnefnd sem skipuð var til að fara með mál þingmannanna sex úr Miðflokknum vegna Klausturmálsins kemur saman til fundar í dag. Nefndin kom saman á þriðjudag til að fara yfir álit siðanefndar um ummæli þingmannanna á Klaustur bar og andmæli þingmannanna. Nefndin lauk ekki yfirferð sinni þá og kemur því saman í dag.
01.08.2019 - 09:40
Segja Bergþór og Gunnar hafa brotið siðareglur
Tveir af sex þingmönnum í Klausturmálinu brutu siðareglur að mati siðanefndar að því er Morgunblaðið segir frá í dag og kveðst hafa álit siðanefndar og athugasemdir þingmanna undir höndum. Þetta eru þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson. Aðrir brutu ekki siðareglur og taldi siðanefnd rétt að Anna Kolbrún Árnadóttir nyti vafans vegna ummæla sinna um Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmann Bjartrar framtíðar.
01.08.2019 - 06:45
„Erum að komast á leiðarenda með niðurstöðu“
Fundi sérstakrar forsætisnefndar, sem kosin var til að afgreiða Klausturmálið svokallaða, lauk nú á fimmta tímanum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun. „Við erum að komast á leiðarenda með efnsilega niðurstöðu en eigum eftir að klára rökstuðning og niðurstöðuorðin,“ segir Haraldur Benediktsson, annar af tveimur sérstökum varaforsetum nefndarinnar.
30.07.2019 - 16:58
Sérstök forsætisnefnd situr á rökstólum
Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sem kosin voru varaforsetar Alþingis tímabundið til að taka á Klausturmálinu, hittust á fundi í þinghúsinu nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hvort málið verði afgreitt í dag en siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu og þingmennirnir sex hafa sent forsætisnefndinni athugasemdir við álitið.
30.07.2019 - 15:29
Siðanefnd búin að afgreiða Klausturmálið
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum. Forsætisnefnd klárar síðan líklega málið í næstu viku og verður álitið þá gert opinbert.
22.07.2019 - 16:59
Myndskeið
Gögnum eytt á Báramótabrennu
Efnt var til svokallaðrar Báramótabrennu í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Þar eyddi Bára Halldórsdóttir, með viðhöfn, upptökum sínum af samtali og fyllerísrausi þingmanna á barnum Klaustri frá síðasta vetri. Persónuvernd hafði komist að þeirri niðurstöðu að með upptökunni hefði Bára brotið gegn persónuverndarlögum
04.06.2019 - 22:26
Rifja upp frægustu frasana á Báramótabrennu
Bára Halldórsdóttir eyðir Klausturupptökunni með athöfn á Gauknum í Reykjavík í kvöld. Hún segir persónuverndarhluta málsins þar með ljúka af sinnu hálfu, en segist ekki viss um að partýinu sé enn lokið hjá þeim sex sem hún hafi eytt kvöldinu örlagaríka með á barnum Klaustur í desember.
04.06.2019 - 17:07
Bara Bára þarf að eyða upptökunni
Það er aðeins Bára Halldórsdóttir sem þarf að eyða upptökunum sínum af samtali sex þingmanna á vínveitingastaðnum Klaustri. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu en stofnunin segir að úrskurður hennar í Klausturmálinu nái aðeins til þeirra sem aðild áttu að málinu.
Fréttaskýring
Klausturmálið: Hvað hefur gerst?
Á mánudag var hálft ár liðið frá því að sex þingmenn, fjórir úr Miðflokknum og tveir úr Flokki fólksins, settust út í horn á vínveitingastaðnum Klaustri við Kirkjutorg í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrum dögum seinna birtu bæði DV og Stundin fréttir upp úr samtali þingmannanna og Klausturmálið varð til.
23.05.2019 - 16:46
Klausturmálið komið til siðanefndar Alþingis
Forsætisnefnd hefur sent Klausturmálið til siðanefndar Alþingis og bíður nú eftir áliti hennar. Stjórn Persónuverndar ákvað að sekta ekki Báru Halldórsdóttur vegna upptökunnar á Klaustri, meðal annars vegna þess að stjórnmálamenn njóta minni einkalífsverndar en aðrir sem almannapersónur. Alþingi skoðar hvort það þurfi ekki að eyða sínum hljóðskrám af samtali þingmannanna.
23.05.2019 - 12:21
Myndskeið
Segir Báru vilja vernd fyrir uppljóstrara
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögfræðingur Báru Halldórsdóttur, segir niðurstöðu Persónuverndar ekki koma að óvart. Þetta hafi verið líklegasta niðurstaðan.
22.05.2019 - 22:40