Færslur: kjósendur

Trump boðar stórtíðindi og Biden segir lýðræðið í húfi
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti boðar stórtíðindi um miðjan mánuðinn. Hann kveðst ekki vilja upplýsa nokkuð á þessari stundu svo hann taki ekki athyglina frá kosningunum sem framundan eru. Núverandi forseti ítrekar orð sín um að lýðræðið sé í húfi.
Morgunútvarpið
Jákvæðara viðhorf til eigin dánaraðstoðar en annarra
Viðhorf Íslendinga til dánaraðstoðar er jákvæðara þegar það er spurt út hvort það sjálft vilji fá aðstoð við að deyja ef það upplifir veikindi sín óbærileg heldur en þegar spurt er almennt um viðhorf til dánaraðstoðar. Þetta sýnir könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Mikið mannfall tengt þingkosningum á Papúa Nýju-Gíneu
Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju-Gíneu. Um það bil 50 manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Forseti Mexíkó leggur framtíð sína í hendur kjósenda
Kjósendur í Mexíkó fá á sunnudaginn tækifæri til að ákveða hvort forseti landsins skuli sitja allt kjörtímabilið. Forsetinn lagði sjálfur til ákvæði um slíka atkvæðagreiðslu í stjórnarskrá landsins.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.

Mest lesið