Færslur: kjörbréfanefnd

„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Kastljós
Óeining innan Vinstri grænna varðandi kjörbréfin
Þær Svandís Svavarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem eiga sæti í kjörbréfanefnd, eru sammála um að ekki eigi að staðfesta öll kjörbréf. Þar sem varðveisla kjörgagna hafi ekki verið fullnægjandi á milli talninga komust þær báðar að þessari niðurstöðu.
25.11.2021 - 20:32
Sjónvarpsfrétt
Katrín greiðir atkvæði með staðfestingu kjörbréfa
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að greiða atkvæði með staðfestingu kjörbréfa þeirra 63 þingmanna sem nú sitja á þingi. Frá þessu greindi hún í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur í sjónvarpsfréttum í kvöld. Hún sagði að það lægi fyrir að við Alþingi blasi ekki einfalt úrlausnarefni. 
25.11.2021 - 19:18
Myndskeið
Dottandi Tommi segist hafa lokað augum til einbeitingar
Þingmenn settust loks á þing í dag tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar. Marga þingmenn var farið að lengja eftir því að geta loks hafið hina eiginlegu þingmennsku. Mikil ró virðist hafa færst yfir þingsalinn í dag og rúmum hálftíma eftir að þingfundur hófst leit út fyrir að einhverjir í salnum væru farnir að dotta. Tómas A. Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólks, sat með lokuð augun undir ræðum þingmanna.
Stefnt að því að klára kjörbréfamálið í dag
Kjörbréfanefnd hefur lokið störfum og skilað af sér fjórum nefndarálitum með þremur tillögum í talningarmálinu í Norðvesturkjördæmi. Þingfundur hefst klukkan eitt og stefnt er að afgreiðslu málsins í dag.
25.11.2021 - 12:29
Telur líklegt að kjörbréfamálið endi hjá MDE
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur allar líkur á því að kjörbréfamálinu í Norðvesturkjördæmi verði vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu óháð því hver niðurstaða Alþingis verður.
23.11.2021 - 21:56
Viðtal
Býst við að Samfylkingin velji uppkosningu
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að gera tillögu um uppkosningu því kjörgagna hafi ekki verið gætt með fullnægjandi hætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar vill ekki gefa upp hvernig hún muni kjósa á fimmtudaginn.
Kastljós
Hallast að því að seinni talningin í Norðvestur gildi
Inga Sæland, sem á sæti í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni núna en að seinni talningin í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt frekar á þessu stigi málsins en reiknaði ekki með að það yrðu miklar breytingar á þeim dögum sem nefndin ætlaði að nota til að ljúka störfum.
16.11.2021 - 21:38
Býst við niðurstöðu undirbúningsnefndar í vikunni
Alþingi kemur saman um leið og undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa lýkur störfum. Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, á von á að það gerist í þessari viku. Fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa nýja kjörbréfanefnd sem sker úr um hvort farið verður í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi eða hvort fyrri eða seinni talning standi.
16.11.2021 - 09:33
Gerlegt að ljúka kjörbréfarannsókn í næstu viku
Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir gerlegt að ljúka vinnunni í næstu viku. Gert er ráð fyrir daglegum fundum þangað til.
Funda stíft í vikunni vegna útgáfu kjörbréfa
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi fyrir hádegi í dag, en nefndin á eftir að staðfesta hvort kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út í kjölfar alþingiskosninganna séu gild eður ei.
11.10.2021 - 08:10
Vangaveltur um Mannréttindadómstól ótímabærar
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fer nú yfir kærur og athugasemdir sem borist hafa vegna alþingiskosninganna 25. september. Fimm frambjóðendur, sem hefðu fengið jöfnunarsæti miðað við fyrri niðurstöðu í Norðvesturkjördæmi, hafa kært endurtalningu til Alþingis og auk þess hefur lögreglu borist kæra. Það verður á endanum kjörbréfanefndar að ákveða hvort kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út fyrir viku séu gild eður ei en niðurstaðan er alls ekki augljós, segir Hafsteinn Þór Hauksson dósent.
09.10.2021 - 07:11
Viðtal
Ekki komin á þann stað að skrifa stjórnarsáttmála
Kærumál vegna endurtalningar í alþingiskosningunum hafa ekki áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, að sögn formanna ríkisstjórnarflokkanna. Mikilvægt sé að vanda til verka og gefa sér góðan tíma í viðræðurnar til að fyrirbyggja ágreining. Þau telja ólíklegt að til tíðinda dragi á næstunni. 
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Níu þingmenn undirbúa álit um gildi Alþingiskosninganna
Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Alþingi á síðasta orðið um ógildingu kosninga
Alþingi tekur lokaákvörðun um hvort kosið verður aftur í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR. Einstaklingar geti farið með mál um framkvæmd kosninganna í gegnum dómskerfið, og jafnvel reynt að fá það tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Það geti þó aldrei orðið til þess að ógilda úrslit kosninga.
Myndskeið
Úthlutaði 63 þingsætum - önnur kæra á leiðinni
Landskjörstjórn úthlutaði í dag sextíu og þremur þingsætum og öðru eins til vara. Miðað var við niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Maður sem varð jöfnunarþingmaður eftir fyrri talningu í kjördæminu en ekki eftir endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna til Alþingis. Landskjörstjórn varð því ekki við bókun Pírata um að aðeins yrði úthlutað 47 þingsætum og kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.

Mest lesið