Færslur: Kjaraviðræður

Fundi frestað í kjaradeilu flugfreyja
Enginn fundur var hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem boðaður var klukkan 17 í dag. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.
19.05.2020 - 17:22
Viðtal
Brugðið við bréf forstjóra Icelandair
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaður félags flugfreyja segir að tilboð um launalækkun og varanlega skerðingum á réttindum sé óviðunandi. Aðspurð segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, að það sé grafalvarleg að leggja ábyrgðina á herðar starfsfólkinu.
Fundi slitið og annar fundur á laugardaginn
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk nú fyrir stundu, en fundurinn stóð í um þrjár klukkustundir. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn samninganefndanna eftir fundinn. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður á laugardaginn klukkan 10.
07.05.2020 - 21:27
Myndskeið
Ríkissáttasemjari: Styttri samningur skoðaður
Kjarasamningur til skamms tíma er ein mögulegra leiða í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar, segir ríkissáttasemjari. Þrjá aðrar snúnar deilur eru nú á hans borði; samningar við flugfreyjur, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga. 
Umboðsmaður barna segist ekki taka afstöðu í deilunni
Starf umboðsmanns barna felst í því að koma á framfæri sjónarmiðum barna. Með því er embætti umboðsmanns ekki að taka afstöðu til deilunnar heldur koma sjónarmiðum barnanna sjálfra á framfæri.
30.04.2020 - 09:17
Viðtal
„Málstaður okkar ennþá sterkari en hann var áður“
„Þetta er eins afgerandi niðurstaða og hægt er að hugsa sér. En hún kemur á endanum ekki á óvart. Það var alltaf vitað að við myndum þurfa að halda áfram með aðgerðir, baráttuþrekið og hinn einbeitti vilji er bara svona mikill og skýr í þessum hópi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um boðað verkfall félagsmanna Eflingar í nokkrum sveitarfélögum, sem samþykkt var í dag.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja samning
Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið, en tilkynnt var um niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sambandsins í dag.
17.04.2020 - 10:49
Töldu fyrirvara skynsamlegan á kjarasamningi Rio Tinto
Talið var skynsamlegt að hafa fyrirvara á kjarasamningi við starfsmenn Rio Tinto þess efnis að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Spegillinn
Þarf að bregðast við með álagsgreiðslum
Stjórn Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru.
06.04.2020 - 18:47
Framlengja og tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga
Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítala vegna málsins.
Myndskeið
Ósvífið að biðja um launalækkun opinberra starfsmanna
Formaður BSRB segir ósvífið af Viðskiptaráði að hvetja til þess að opinberir starfsmenn taki á sig launaskerðingu. Opinberi geirinn sé ekki tæki til að jafna sveiflur í efnahagslífinu.
29.03.2020 - 12:29
Fundarboð í Eflingardeilu eftir átta daga viðræðuhlé
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar klukkan tíu í fyrramálið í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verður fyrsti fundurinn í átta daga, eða síðan upp úr slitnaði í viðræðunum á mánudaginn í síðustu viku. Áður hafði ekkert verið fundað í fimm daga þar á undan.
23.03.2020 - 16:14
Enginn fundur boðaður og engin vinna hjá sveitarfélögum
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Eflingar við Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Engin vinna er í gangi hjá samninganefnd sveitarfélaganna og þar á bæ er aðeins beðið eftir því að nýr fundur verði boðaður. Framkvæmdastjóri Eflingar gagnrýnir að ekki sé vilji til samtals.
18.03.2020 - 16:02
Höfnuðu tilboði Eflingar og verkfall heldur áfram
Fundi í kjaradeildu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk án niðurstöðu hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilkynningu frá Eflingu segir að sveitarfélögin hafi hafnað því að veita starfsfólki sínu sambærilega kjaraleiðréttingu og þá sem Efling samdi um við Reykjavíkurborg og ríkið á dögunum.
16.03.2020 - 12:18
Fyrsti fundur í fimm daga vegna verkfalls Eflingar
Samninganefnd sveitarfélaga og Efling hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, en ekki hefur verið fundað í deilunni síðan á miðvikudag. Áætluðum fundi á fimmtudag var frestað fram yfir helgi að beiðni samninganefndar sveitarfélaganna, þar sem nefndin taldi sig þurfa meiri tíma til undirbúnings.
16.03.2020 - 09:36
Víðtækari lokanir í dag vegna verkfalls Eflingarfélaga
Kjaradeila samninganefnda sveitarfélaga og Eflingar er enn óleyst og verkfall rúmlega 270 starfsmanna sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum heldur áfram í dag og á mánudag, hið minnsta. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag.
13.03.2020 - 06:29
Verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum hefst í dag
Viðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar verður framhaldið eftir hádegi í dag, en samningafundur milli þeirra stóð fram á nótt. Verkfall Eflingarfólks hjá borginni hefur nú staðið í þrjár vikur. Verkföll í öðrum sveitarfélögum hefst á hádegi í dag.
09.03.2020 - 08:56
Viðræður inn í nóttina - verkfall hafið
Viðræður standa enn yfir í húsakynnum Ríkissáttasemjara milli samninganefnda BSRB og aðildarfélaga þess annars vegar, og ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Verkfall nærri sextán þúsund félaga í BSRB hófst á miðnætti, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður viðræðum haldið áfram inn í nóttina, eftir sleitulaus fundarhöld síðan tíu í morgun og fundi frá morgni til kvölds undanfarna daga.
Viðtal
Væru nær samningum ef ekki væri fyrir tregðu ríkisins
Samninganefndir BRSB og ríkisins hafa fundið í dag með litlum árangri. Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, segir að samningaviðræður væru líklega á lokametrunum ef ríkið myndi sýna meiri samningsvilja. Verði ekki samið skellur á verkfall þúsunda eftir rúman sólarhring.
07.03.2020 - 20:39
Viðræður halda áfram hjá Ríkissáttasemjara í dag
Viðræður BSRB og aðildarfélaga þeirra við ríki, borg og sveitarfélög halda áfram í húsnæði ríkissáttasemdjara klukkan tíu. Hlé var gert á viðræðunum á tólfta tímanum í gærkvöld. Fundir höfðu þá staðið linnulítið yfir í Karphúsinu frá klukkan níu í gærmorgun.
07.03.2020 - 07:24
SGS og ríkið semja - Orlof verður að lágmarki 30 dagar
Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins skrifuðu undir kjarasamning eftir hádegi í dag. Hann gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og verður kynntur félagsmönnum á næstunni. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um samninginn ljúki 26. mars.
Viðtal
Segir ríkið ekki fara eftir lífskjarasamningi
Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa lýst yfir vilja til að hækka laun í samræmi við lífskjarasamninginn en ríkið hefur aftur á móti ekki séð sér fært að gera það, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns Sameykis.
06.03.2020 - 13:31
Myndskeið
Stefna á samninga áður en verkföll skella á
Formaður BSRB og samninganefndar ríkisins stefna að því að semja fyrir mánudag, sóttvarnalæknir hefur sent þeim áskorun þess efnis þar sem verkföll geti haft ófyrirséðar afleiðingar í COVID-19 faraldri. Tveggja klukkustunda fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk nú rétt fyrir fréttir og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. 
05.03.2020 - 19:44
Samkomulag um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks
Samkomulag hefur tekist um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Samkomulagið er stór liður í því að samkomulag náist um undirritun kjarasamninga og vonar formaður BSRB að það verði áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast á mánudaginn.
05.03.2020 - 12:27
Efling fer fram á fund í dag
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg. Er þess óskað að fundurinn verði haldinn eigi síðar en í dag.
05.03.2020 - 09:39