Færslur: kjaramál

Lestarsamgöngur í Bretlandi í lamasessi vegna verkfalls
Stærsta verkfall lestarstjóra og annarra lestarstarfsmanna í Bretlandi í 30 ár hófst á miðnætti. Fyrir vikið eru lestarsamgöngur í lamasessi um allt land, en um 80% ferða hafa verið lögð niður á Englandi, í Skotlandi og Wales. Milljónir ferðalanga munu verða fyrir truflunum í dag og næstu daga, verði verkfalli ekki afstýrt.
21.06.2022 - 09:33
Þetta helst
Ósáttu óperusöngvararnir
Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er að orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Í Þetta helst verður rætt við Pétur J. Eiríksson, stjórnarformann Íslensku óperunnar.
17.06.2022 - 08:30
Segir húsaleigu hafa hækkað um rúm 100 prósent á áratug
Formaður samtaka leigjenda segir leigjendur í Reykjavík búa við verri kjör en þekkjast víðast annars staðar í Evrópu. Hann segir leiguverð í höfuðborginni hafa hækkað um 104 prósent á tíu árum, frá 2011 til 2021, en meðal hækkun á meginlandi Evrópu hafi verið um 15 prósent. Fréttablaðið greinir frá.
09.06.2022 - 06:27
Streymisveitur hætta framleiðslu á dönsku efni
Danskar og alþjóðlegar streymisveitur ákveða nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku vegna nýlegs samnings sem tryggir aukin réttindi leikara, leikstjóra og annarra sem að framleiðslu efnisins koma. Danska streymisveitan TV2 Play og hin bandaríska Netflix tilkynntu á dögunum að þær hygðust hætta allri framleiðslu á leiknu, dönsku sjónvarpsefni. Í gær bættist sænska streymisveitan Viaplay í þennan hóp.
Niceair semur við Flugfreyjufélag Íslands
Flugfreyjufélag Íslands og flugfélagið Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og flugþjóna félagsins. Samningurinn gildir til 1. júní 2024.
Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Viðtal
Saka fjármálaráðuneyti um að vega að flugöryggi
Vegið er að flugöryggi með kröfu fjármálaráðuneytis um að afnema starfsaldurslista hjá flugmönnum Landhelgisgæslunnar, segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Flugmennirnir hafa verið án kjarasamnings í tæp tvö og hálft ár. Þeir sendu frá sér harðorða ályktun í dag. Fréttastofa hefur óskað svara fjármálaráðuneytis í dag en án árangurs.
Segir stjórn Eflingar fela sig á bak við skrif
Félagsmenn Eflingar fengu póst fyrr í dag með hlekk á vefsíðu Eflingar þar sem spurningum um hópuppsögnina er svarað. Gabriel Benjamin, trúnaðarmaður VR starfsfólks skrifstofu Eflingar, segir að fátt nýtt komi þar fram. Með þessu sé stjórnin að fela sig á bakvið skrif og stjórna umræðunni.
18.04.2022 - 18:52
Umræðan „vanstillt og byggð á röngum upplýsingum“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að umræðan í fjölmiðlum um hópuppsagnir hjá Eflingu hafi á köflum verið vanstillt og byggð á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. Í nýrri síðu á vef Eflingar kemur fram að kostnaður við breytingarnar geti numið allt að 75 milljónum króna.
18.04.2022 - 15:04
Viðtal
Hópuppsögn Eflingar kom Vilhjálmi Birgis á óvart
Hópuppsögn á skrifstofu Eflingar kom formanni Starfsgreinasambandsins á óvart. Hann segir það bæði miður og ömurlegt þegar gripið er til hópuppsagna. Hann sé ekki alltaf sammála formanni Eflingar þó svo að þau hafi unnið saman að bættum kjörum láglaunafólks.
14.04.2022 - 12:24
Kærir ríkið vegna ólögmætrar ákvörðunar ráðherra
Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, meðal annars sem settur framkvæmdastjóri um hartnær tveggja ára skeið, hefur stefnt íslenska ríkinu, sem hún telur hafa brotið á sér þegar skipaður var nýr forstjóri stofnunarinnar. Krefst hún 27 milljóna króna í bætur.
Grunnskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamning
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning með ríflega 60% atkvæða. Samningurinn byggir á lífskjarasamningnum, en helstu umbætur fyrir kennara felast í auknum sveigjanleika til fjarvinnu, að sögn formanns Félags grunnskólakennara.
18.03.2022 - 10:29
Átök ekki heillavænleg í aðdraganda kjaraviðræðna
Formaður VR segir ekki annað í boði en að sætta ólík sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar. Ekki sé heillavænlegt að átök fari fram fyrir opnum tjöldum í aðdraganda kjaraviðræðna. 
17.03.2022 - 14:57
Verði að leggja persónur og leikendur til hliðar
Forseti ASÍ vonast til að forystufólk í verkalýðshreyfingunni beri gæfu til að stilla saman strengi fyrir kjaraviðræður í haust. Borið hefur á ágreiningi meðal þess og hefur síst dregið úr honum ef marka má skoðanaskipti síðustu daga.
16.03.2022 - 16:11
Viðtal
Láta ekki bjóða sér „siðrof í íslensku samfélagi“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að launahækkanir forstjóra bæti samningsstöðu verkalýðsfélaga í haust. Verkalýðsfélögin muni ekki láta bjóða sér siðrof í íslensku samfélagi.
16.03.2022 - 10:50
Sjónvarpsfrétt
Jafnvel ekki neitt svigrúm til launahækkana segir SI
Lítið ef nokkurt svigrúm er til launahækkana, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Verðbólga og stríðið í Úkraínu valdi óstöðugleika í efnahagsmálum. 
10.03.2022 - 22:22
Miðstjórn ASÍ vildi ekki blanda sér í deilu um aðalfund
Miðstjórn ASÍ hefur hafnað erindi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að setja á fót úrskurðarnefnd til að skera úr um hvenær hún tekur við á ný sem formaður Eflingar. Miklar deilur hafa verið innan félagsins um þessi mál. Að óbreyttu tekur hún við á aðalfundi 8. apríl.
07.03.2022 - 12:05
ASÍ: Hagvaxtarauki virkjast og laun hækka
Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna hefur virkjast samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í því felst að grunnlaun hækka á bilinu átta þúsund upp í tíu þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði.
02.03.2022 - 11:49
Félagsdómur dæmdi flugfreyjum í vil
Félagsdómur dæmdi í dag Flugfreyjufélagi Íslands í vil í ágreiningi við Icelandair. Málið snérist um það hvort starfsaldur ætti að ráða þegar Icelandair endurréði flugfreyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum.
Viðtal
„Ekki hefur verið gripið til réttra aðgerða“ segir BSRB
Aðgerðir stjórnvalda ná ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta segir formaður BSRB. Ný könnun leiðir í ljós að útivinnandi einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn sem glímir við fjárhagserfiðleika. Ríkisstjórnin verði að nýta barnabótakerfi til að aðstoða einstæða foreldra betur.
19.01.2022 - 18:34
„Það vill enginn fara í verkfall“
Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir að enginn vilji fara í verkfall. Hann treystir því að kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara haldi áfram og að samningar náist. Kennarar kolfelldu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir um áramótin.
16.01.2022 - 12:29
Bugun kennara geti litað niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Formaður félags grunnskólakennara segir að kennarar séu að þrotum komnir og að ástandið í skólum landsins sé alvarlegt. Staðan geti haft áhrif á afstöðu kennara til nýrra kjarasamninga sem þeir greiða nú atkvæði um.
12.01.2022 - 16:15
Morgunútvarpið
Haraldur segir leikskólakerfið hafa vaxið of hratt
Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir leikskólakerfið hafi vaxið of hratt. Það sé ríkur þáttur í að ekki hafi tekist að fjölga kennurunum hlutfallslega þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi.
IKEA í Bretlandi skerðir laun óbólusettra í sóttkví
Óbólusett starfsfólk IKEA á Bretlandi, sem neyðist til að taka sér frí til að fara í sóttkví vegna návistar eða umgengni við fólk sem greinist með COVID-19, fær ekki greidd full laun fyrir þá daga sem sóttkvín varir. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.
11.01.2022 - 01:40