Færslur: kjaramál

Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Landsréttur veitir Þóru áfrýjunarleyfi gegn Óperunni
Landsréttur samþykkti fyrir helgi að veita Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu leyfi til að áfrýjunar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Íslensku Óperunni.
Segir að tryggt verði að engir hópar lækki í launum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja að markmið vaktavinnubreytinga samkvæmt kjarasamningum náist. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafa lýst yfir óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktavinnukerfinu sem ætlað er að taki gildi 1. maí næstkomandi.
Ólga í garð BSRB meðal tollvarða á Keflavíkurflugvelli
Tollvörðum í vaktavinnu finnst sem komið hafi verið aftan að þeim með með gerð kjarasamings BSRB. Því er mikil ólga í hópi starfsmanna, að sögn Jens Guðbjörnssonar trúnaðarmanns tollvarða á Keflavíkurflugvelli.
Gáfu eftir til að ná samningi en lengra var ekki komist
Atkvæðagreiðsla stendur yfir hjá Flugfreyjufélaginu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður flugfreyjufélagsins, segir að samningurinn feli í sér aukið vinnuframlag en félagið hafi ekki komist lengra í viðræðum vegna stöðu flugfélagsins.
19.02.2021 - 12:29
Mál flugfreyja fyrir Félagsdóm — bíða endurráðningar
Fyrirtaka verður í Félagsdómi í dag í máli Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair, en ágreiningur er um hvort fara hefði átt eftir starfsaldri við endurráðningar flugfreyja sem sagt var upp í fyrravor og voru síðan ráðnar aftur síðasta sumar. Deilan snýst um hvort um sé að ræða afturköllun uppsagna eða endurráðningu, í kjarasamningi flugfreyja er ákvæði um að fara eigi eftir starfsaldri við hópuppsögn og formaður félagsins segir að sterk hefð sé fyrir því sé að fylgja því við endurráðningar.
09.02.2021 - 13:37
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
Bjartsýn á samþykki samninga við Alcoa Fjarðaál
Nýr kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands var undirritaður á Reyðarfirði 4. febrúar. Samningurinn er afturvirkur frá 1. mars 2020 en eldri samningur rann út 29. febrúar.
05.02.2021 - 14:30
Framhaldsskólakennarar vísa til ríkissáttasemjara
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.
Starfsmenn Geysisbúða fengu hluta launa greiddan
Öllum starfsmönnum Geysis-fataverslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Starfsfólk fékk einungis hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. 
02.02.2021 - 18:59
Þóra áfrýjar dómi í máli gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði fyrr í mánuðinum Íslensku óperuna af kröfu hennar um vangoldin laun í óperunni Brúðkaupi Fígarós haustið 2019. Í tilkynningu segir hún að málið hafi að hennar mati fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild.
22.01.2021 - 17:04
Söngvarar lýsa vantrausti á óperustjóra og stjórn ÍÓ
Félagsfundur Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, hefur lýst vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Í yfirlýsingu saka söngvarar óperustjóra meðal annars um að hafa nýtt sér trúnaðarákvæði í samningum við söngvara til að höggva í samstöðu þeirra og benda á fylgni milli þess að söngvarar leiti réttar síns og þess að þeir fái ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni.
11.01.2021 - 09:35
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur um áramótin, á sama tíma og laun samkvæmt lífskjarasamningnum hækka um 15 til 24 þúsund krónur. Launahækkunum þingmanna sem taka áttu gildi í sumar var frestað.
29.12.2020 - 15:59
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Taldi óþarft að mæta og segir málið skýrast í gögnum
Ekki var talin þörf á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri væri viðstödd aðalmeðferð í dómsmáli gegn Íslensku óperunni á föstudag. Þetta segir lögmaður sem gætir hagsmuna Óperunnar í máli sem Þóra Einarsdóttir óperusöngkona höfðaði vegna meintra kjarasamningsbrota. Steinunn Birna var ekki boðuð fyrir dóm, ólíkt því sem sagði upphaflega í frétt í gær.
14.12.2020 - 13:34
Stjórnvöld laumi bitlingum til þeirra ríkustu
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir áherslur stjórnvalda ekki vekja vonir um að samfélagið komi jafnara og sanngjarnara út úr efnahagskreppunni. Stjórnvöld laumi bitlingum til ríkasta fólksins og að það sé jólagjöfin í ár.
12.12.2020 - 08:55
Vilja stuðningslán til heimila með fullri ríkisábyrgð
VR skorar á stjórnvöld að veita heimilum, sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins, stuðningslán með hundrað prósenta ríkisábyrgð. Félagið leggur til að bankar meti greiðslugetu heimila og veiti þeim framfærslulán í gegnum lánatínu til allt að 18 mánaða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að aðgerðirnar myndu kosta um það bil 18 milljarða.
11.12.2020 - 08:48
Myndskeið
Engin björgunarþyrla tiltæk fyrr en á sunnudag
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember og frá því í gær hefur ekkert flugfar gæslunnar verið tiltækt þar sem ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja en einhugur var um málið innan ríkisstjórnarinnar.
27.11.2020 - 19:55
Gæslan fékk ekkert útkall í nótt – Engin þyrla tiltæk
Landhelgisgæslan fékk sem betur fer ekkert útkall í nótt, enda hefur engin þyrla verið tiltæk frá því á miðnætti vegna verkfalls flugvirkja sem hefur staðið yfir frá 5. nóvember síðastliðnum.
26.11.2020 - 07:10
Spegillinn
Óttast að missa verkfallsréttinn
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar leggjast eindregið gegn því að slitið verði á tengsl þeirra samnings við aðalsamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair. Þeir óttast meðal annars að verkfallsrétturinn verði tekinn af þeim og að þeir dragist aftur úr í launum.
25.11.2020 - 09:50
Heilsu og öryggi stefnt í hættu náist ekki samningar
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) skorar á samninganefnd ríkisins að koma í veg fyrir „grafalvarlegt ástand“ með því að semja um kaup og kjör við flugvirkja Landhelgisgæslunnar.
24.11.2020 - 17:15
Óásættanlegt að öryggiskerfið stöðvist vegna verkfalls
Sú staða sem upp er komin vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar er grafalvarleg. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Útlit er fyrir að engar þyrlur Gæslunnar verði tiltækar frá og með morgundeginum vegna verkfallsins og Magnús segir óásættanlegt að skipulag sé með þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi landsins geti stöðvast vegna verkfalls.
Ekkert samkomulag á fundi flugvirkja og ríkisins
Ekkert samkomulag náðist á fundi samninganefnda flugvirkja og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk á fimmta tímanum.
23.11.2020 - 16:50