Færslur: kjaramál

Þóra áfrýjar dómi í máli gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði fyrr í mánuðinum Íslensku óperuna af kröfu hennar um vangoldin laun í óperunni Brúðkaupi Fígarós haustið 2019. Í tilkynningu segir hún að málið hafi að hennar mati fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild.
22.01.2021 - 17:04
Söngvarar lýsa vantrausti á óperustjóra og stjórn ÍÓ
Félagsfundur Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, hefur lýst vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Í yfirlýsingu saka söngvarar óperustjóra meðal annars um að hafa nýtt sér trúnaðarákvæði í samningum við söngvara til að höggva í samstöðu þeirra og benda á fylgni milli þess að söngvarar leiti réttar síns og þess að þeir fái ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni.
11.01.2021 - 09:35
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur um áramótin, á sama tíma og laun samkvæmt lífskjarasamningnum hækka um 15 til 24 þúsund krónur. Launahækkunum þingmanna sem taka áttu gildi í sumar var frestað.
29.12.2020 - 15:59
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Taldi óþarft að mæta og segir málið skýrast í gögnum
Ekki var talin þörf á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri væri viðstödd aðalmeðferð í dómsmáli gegn Íslensku óperunni á föstudag. Þetta segir lögmaður sem gætir hagsmuna Óperunnar í máli sem Þóra Einarsdóttir óperusöngkona höfðaði vegna meintra kjarasamningsbrota. Steinunn Birna var ekki boðuð fyrir dóm, ólíkt því sem sagði upphaflega í frétt í gær.
14.12.2020 - 13:34
Stjórnvöld laumi bitlingum til þeirra ríkustu
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir áherslur stjórnvalda ekki vekja vonir um að samfélagið komi jafnara og sanngjarnara út úr efnahagskreppunni. Stjórnvöld laumi bitlingum til ríkasta fólksins og að það sé jólagjöfin í ár.
12.12.2020 - 08:55
Vilja stuðningslán til heimila með fullri ríkisábyrgð
VR skorar á stjórnvöld að veita heimilum, sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins, stuðningslán með hundrað prósenta ríkisábyrgð. Félagið leggur til að bankar meti greiðslugetu heimila og veiti þeim framfærslulán í gegnum lánatínu til allt að 18 mánaða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að aðgerðirnar myndu kosta um það bil 18 milljarða.
11.12.2020 - 08:48
Myndskeið
Engin björgunarþyrla tiltæk fyrr en á sunnudag
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember og frá því í gær hefur ekkert flugfar gæslunnar verið tiltækt þar sem ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja en einhugur var um málið innan ríkisstjórnarinnar.
27.11.2020 - 19:55
Gæslan fékk ekkert útkall í nótt – Engin þyrla tiltæk
Landhelgisgæslan fékk sem betur fer ekkert útkall í nótt, enda hefur engin þyrla verið tiltæk frá því á miðnætti vegna verkfalls flugvirkja sem hefur staðið yfir frá 5. nóvember síðastliðnum.
26.11.2020 - 07:10
Spegillinn
Óttast að missa verkfallsréttinn
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar leggjast eindregið gegn því að slitið verði á tengsl þeirra samnings við aðalsamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair. Þeir óttast meðal annars að verkfallsrétturinn verði tekinn af þeim og að þeir dragist aftur úr í launum.
25.11.2020 - 09:50
Heilsu og öryggi stefnt í hættu náist ekki samningar
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) skorar á samninganefnd ríkisins að koma í veg fyrir „grafalvarlegt ástand“ með því að semja um kaup og kjör við flugvirkja Landhelgisgæslunnar.
24.11.2020 - 17:15
Óásættanlegt að öryggiskerfið stöðvist vegna verkfalls
Sú staða sem upp er komin vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar er grafalvarleg. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Útlit er fyrir að engar þyrlur Gæslunnar verði tiltækar frá og með morgundeginum vegna verkfallsins og Magnús segir óásættanlegt að skipulag sé með þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi landsins geti stöðvast vegna verkfalls.
Ekkert samkomulag á fundi flugvirkja og ríkisins
Ekkert samkomulag náðist á fundi samninganefnda flugvirkja og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk á fimmta tímanum.
23.11.2020 - 16:50
Engar björgunarþyrlur til taks í tvo daga
Engar björgunarþyrlur hjá Landhelgisgæslunni verða til taks í að minnsta kosti tvo daga frá miðnætti á miðvikudag vegna viðhaldsvinnu. Erfiðlega hefur gengið að sinna viðhaldsverkefnum vegna verkfalls flugvirkja.
23.11.2020 - 15:36
Viðtal
„Allt hefur hækkað, bara mismikið“
Matvöruverð hefur hækkað gríðarlega á árinu og verðhækkanir hafa tekið kipp síðan kórónuveirufaraldurinn hófst í mars. Á sama tíma velta matvöruverslanir 20 prósent meira en í fyrra. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir ekki tilefni til svo mikilla verðhækkana, þvert á móti.
19.11.2020 - 19:00
Engir fundir í flugvirkjadeilunni síðan verkfall hófst
Engir fundir hafa verið hjá samninganefndum Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins eftir að verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hófst fyrir 11 dögum. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, segir að ríkið vilji gera nýjan samning frá grunni og þannig yrðu kjör flugvirkja Gæslunnar önnur en annarra flugvirkja sem vinna sambærileg störf. Það komi ekki til greina.
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Reyna að forðast neyðarástand í verkfalli hjá Gæslunni
Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hófst á miðnætti. Það nær til allra verka sem flugvirkjar Gæslunnar sinna að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála, enda einungis ein þyrla af þremur tiltæk.
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
Verkfallsaðgerðum í Straumsvík frestað
Verkfallsaðgerðum starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík sem hefjast áttu á morgun hefur verið frestað. Samninganefnd þeirra fimm stéttarfélaga hjá Rio Tinto sem höfðu samþykkt verkfallsboðun, fundaði með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram á í nótt og aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins segir að náðst hafi samkomulag sem hægt sé að byggja áframhaldandi viðræður á.
Enn fundað í kjaradeilu Rio Tinto og verkalýðsfélaganna
Fundur í kjaradeilu Rio Tinto í Straumsvík og fimm verkalýðsfélaga stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan fjögur í dag. Verkfall skellur á í álverinu á föstudag, semjist ekki fyrir þann tíma.
21.10.2020 - 23:40
Flugvirkjar hjá Gæslunni boða verkfall
Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast á miðnætti 5. nóvember næstkomandi, hafi ekki samist fyrir þann tíma.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Grunnskólakennarar skrifa undir kjarasamning
Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og í kjölfarið verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar þarf að liggja fyrir 23. október.
08.10.2020 - 00:12