Færslur: kjaramál

„Mjög skýr skilaboð um það hver krafan er“
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar er fólki skipt upp í vinnuhópa sem fer yfir stöðuna heilt yfir. „Við ætlum að funda sem mest alla þessa viku og taka stöðuna í vikulokin,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
25.05.2020 - 19:57
Icelandair og flugmenn gera samning til fimm ára
Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. „Samningurinn er í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika verulega, segir í tilkynningu frá félaginu. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir þetta tímamótasamning.
15.05.2020 - 09:43
 · Innlent · Icelandair · kjaramál
Ríkið eignist hlut ef stuðningur fer yfir 100 milljónir
Nemi opinber stuðningur við fyrirtæki sem lenda í vanda vegna COVID-19 100 milljónum króna eða meira ætti ríkið að eignast hlut í fyrirtækinu. Þetta er meðal þeirra tillagna sem ASÍ kynnti á blaðamannafundi í Gerðasafni eftir hádegi í dag undir yfirskriftinni Rétta leiðin.  
Spegillinn
Nær ekki fyrri tekjum fyrr en 2024
Samkvæmt verðmati Capacent á Icelandair á félagið ekki eftir að ná sömu tekjum og það var með 2019 fyrr en 2024. Niðurstaða kjarasamninga skipti miklu máli fyrir framtíð félagsins og virði þess.
14.05.2020 - 10:30
 · Innlent · Icelandair · capacent · kjaramál
Flugfreyjur telja tilboð fela í sér 40% kjaraskerðingu
Stjórnendur Icelandair hafa gert Flugfreyjufélagi Íslands tilboð sem felur í sér allt að 40 prósenta kjaraskerðingu, að mati Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins.
11.05.2020 - 19:59
Bréf Boga sagt einstaklega ósvífið
Verkalýðshreyfingin ósátt við ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem sagði í bréfi til starfsmanna í gær að lækka þyrfti launakostnað fyrirtækisins með breytingum á kjarasamningum. Starfandi formaður Flugfreyjufélagsins sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki kæmi til greina að lækka laun Flugfreyja til lengri tíma. 
10.05.2020 - 18:20
Icelandair semur við flugvirkja
Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 31. desember 2025. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn sé í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með sem í senn styrkir samkeppnishæfni félagsins og stendur vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu.
10.05.2020 - 18:08
Viðtal
Brugðið við bréf forstjóra Icelandair
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaður félags flugfreyja segir að tilboð um launalækkun og varanlega skerðingum á réttindum sé óviðunandi. Aðspurð segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, að það sé grafalvarleg að leggja ábyrgðina á herðar starfsfólkinu.
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Viðtal
„Algjörlega óboðlegt“ ef verkfall truflar skólahald
Sveitarstjórnarráðherra segist skilja áhyggur barna af því að geta ekki mætt í skólann í næstu viku komi til verkfalls. Ráðherra segir það óboðlegt verði skólahald ekki með eðlilegum hætti í fjórum sveitarfélögum sem verkfall tæki til. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa náðst samningar.
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Myndskeið
Óttast að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum
Forstjóri Landspítalans hefur miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Hann óttast uppsagnir og hvetur samninganefndir ríkis og hjúkrunarfræðinga til að semja. Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar klukkan tíu í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar eru fjórði hópur heilbrigðisstarfsfólks sem fellt hefur kjarasamning á síðustu vikum.
Ætla að ræða við SA án aðkomu ASÍ
Stéttarfélögin VR, Framsýn og Verkalýðsfélag Akranes hafa ákveðið að ræða við Samtök atvinnulífsins um það hvernig hægt er að verja kjarasamninga, kaupmátt og störf. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá þessu á Facebook. Hann býst við að fleiri stéttarfélög bætist í hópinn.
27.04.2020 - 14:33
Sanngjarnt að æðstu embættismenn leiði launafrystingu
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það komi til greina að æðstu embættismenn þjóðarinnar frysti laun sín. Þetta sagði Bjarni í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata. „Hver er afstaða hæstvirts efnahags- og fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum beinustu leið í djúpa efnahagskreppu?“ spurði Halldóra.
20.04.2020 - 15:33
Þrjú BHM-félög felldu samninga
Þrjú félög innan BHM felldu nýgerða kjarasamninga í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Sjö félög samþykktu samninginn. Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga félaganna tíu lauk í dag.
17.04.2020 - 18:02
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Hjúkrunarfræðingar semja við ríkið
Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræiðnga undirrituðu nú síðdegis kjarasamning.
10.04.2020 - 16:58
Fréttaskýring
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
Spegillinn
Þarf að bregðast við með álagsgreiðslum
Stjórn Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru.
06.04.2020 - 18:47
Myndskeið
Alma biðlar til ráðherra að afturkalla launalækkun LSH
Landlæknir biðlar til heilbrigðisráðherra að afturkalla tekjuskerðingu hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Deildarstjóri á gjörgæslu segir að fólk sé að íhuga uppsagnir og vilji áhættugreiðslur. Hjúkrunarfræðingar eru reiðir og sárir og álagið á deildinni engu líkt.
02.04.2020 - 18:52
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti farið í 20%
Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Stjórn VR hvetur samninganefnd ASÍ til að endurskoða afstöðu sína. Formaðurinn segir hætt við því að atvinnuleysi verði nærri 20%.
02.04.2020 - 18:51
 · Innlent · kjaramál · kjarasamningar · ASÍ
Launalækkun hjúkrunarfræðinga „algjört virðingarleysi“
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fengu í dag sumir tuga þúsunda króna launalækkun, þegar þeir misstu vaktaálagsgreiðslur sem var sagt upp síðasta haust. Ríkið hefur enn ekki samið við hjúkrunarfræðinga og formaður þeirra segir virðingarleysið algjört.
01.04.2020 - 21:00
Segir af sér sem varaforseti ASÍ
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins hefur ákveðið að segja af sér. Samkvæmt heimildum Fréttastofu tilkynnti hann forseta ASÍ þetta fyrir hádegi.
01.04.2020 - 12:49
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Spegillinn
Kemur ekki til greina að fresta launahækkunum
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að til greina komi að fresta launahækkunum sem samkvæmt kjarasamningum eiga að koma til um mánaðamótin. Svar verkalýðshreyfingarinnar er skýrt. Það kemur ekki til greina. Hins vegar megi huga að einhverjum öðrum leiðum.
25.03.2020 - 17:00
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Efling frestar verkfalli vegna COVID-19
Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með miðnætti. Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi. 
24.03.2020 - 09:25