Færslur: kjaradeilur

Uppsagnir flugfreyja hafa ekki verið afturkallaðar
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair, en síðast var fundað hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn. Engar óformlegar viðræður hafa heldur farið fram að sögn Guðlaugar Líneyar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands og engar uppsagnir verið afturkallaðar. Flugfreyjur hjá Icelandair hafa nú verið samningslausar frá 1. maí 2018.
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
Segja kröfugerðina óaðgengilega og búast við verkfalli
Kröfugerð starfsmanna Herjólfs, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er óaðgengileg. Þetta er mat stjórnar Herjólfs ohf sem kom saman í gærkvöldi. Fulltrúa Sjómannafélagsins var kynnt þessi niðurstaða á fundi í morgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að búast megi við að verði af boðuðum verkfallsaðgerðum í næstu viku.
Allir möguleikar skoðaðir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir þá stöðu sem komin er upp eftir að félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands felldu kjarasamning félagsins ekki góða. Nú þurfi að skoða alla möguleika, félagið hafi teygt sig eins langt og hægt sé og vilji starfsfólkið ekki vinna á þeim kjörum sem það getur boðið þurfi að skoða stöðuna upp á nýtt.
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Herjólfur siglir aukaferð - fundað um stöðuna á morgun
Stjórn Herjólfs ohf. hefur boðið fulltrúum starfsmanna og Sjómannafélags Íslands til viðræðna á morgun til að reyna finna lausn á kjaradeilu skipverja Herjólfs.
07.07.2020 - 20:40
„Autt atkvæði er autt atkvæði“
„Þetta stangast á við lög um alla aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann lagði fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að við atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings teljist autt atkvæði ógilt. Tilefnið er nýlegur úrskurður Félagsdóms um að auðir seðlar skyldu taldir með í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins í vor.
Tveir þriðju hjúkrunarfræðinga sögðu já
Hjúkrunarfræðingar samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem felur í sér að launaliðnum í kjaradeilu þeirra við ríkið verði vísað til gerðardóms.
Hlé á samningaviðræðum hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins gerðu hlé á samningaviðræðum sínum klukkan rúmlega fjögur í dag.
Samninganefndir taka stöðuna með sáttasemjara á morgun
Hjúkrunarfræðingar funduðu í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns samninganefndar félags hjúkrunarfræðinga, er ekkert nýtt að frétta.
28.05.2020 - 16:58
Hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir í verkfall
Tveir af hverjum þremur hjúkrunarfræðingum eru tilbúnir til að grípa til aðgerða til að knýja fram kjarabætur.  Þetta kemur fram í könnun sem samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði meðal félagsmanna sinna.  Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, segir þetta vera skýr skilaboð til stjórnvalda, hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir til að ganga nokkuð langt til að fá ásættanleg laun.
Vonar að hægt verði að ná samkomulagi
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar bindur vonir við að hægt verði að ná samkomulagi í kjaradeilu verkalýðsfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en boðað verkfall hefst á þriðjudag.
03.05.2020 - 11:40
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Engin niðurstaða – annar fundur á fimmtudaginn
„Það er allavega ástæða til að hittast aftur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um fund félagsins með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fór fram hjá Ríkissáttasemjara í dag. Sólveig Anna segir að engin sérstök niðurstaða hafi fengist á fundinum, önnur en sú að boðað hafi verið til annars fundar á fimmtudaginn kemur.
28.04.2020 - 17:28
Spegillinn
Mörg félög eiga enn eftir að semja
Þó að samningar hafi tekist við flest félög innan BSRB á enn eftir að semja við fjölmörg félög opinberra starfsmanna. Hjúkrunarfræðingar telja að stytting vinnuvikurnar hjá vaktavinnufólki hafi í för með sér launalækkun meðal hjúkrunarfræðinga og 11 BHM-félög sætta sig ekki við tvískipta yfirvinnutaxta.
10.03.2020 - 09:56
 · Innlent · kjaramál · kjaradeilur · kjarasamningar · BHM
Sólveig Anna setur Degi skilyrði fyrir viðræðum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á fundi til að ræða yfirstandandi kjaradeilur. Fyrir því setur hún hins vegar tvö skilyrði, annað þeirra að þau mætist í kappræðum í sjónvarpi eða útvarpi.
04.03.2020 - 10:03
Myndskeið
100 tonnum minna af rusli á dag — geymslur „ógeðslegar“
Sorpa tekur á móti 100 tonnum minna af rusli á dag vegna verkfalls. Húsfélög hafa sent sendibíla með sorpið. Bílstjóri segir ógeðslegt að sjá tunnurnar, en einhver þurfi að tæma þær.
27.02.2020 - 18:59
Myndskeið
Foreldrar taka orlof og vinna um helgar vegna verkfalls
Foreldrar í Vesturbænum héldu eigin öskudagsskemmtun í dag með börn sem eru heima. Þau voru sammála um að hlutirnir væru farnir að snúast á tíunda degi verkfalls. „Það eru tveir til þrír dagar í viku sem við þurfum að brúa,“ segir Hálfdán Petersen. Hann segir að það sé gert með því að skiptast á.
26.02.2020 - 19:58
Eiga von á fundarboði í dag
Ekki hefur enn verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en samningsaðilar eiga þó von á því að það verði gert í dag, enda hafa báðir samningsaðilar lýst yfir vilja til að setjast aftur að samningaborðinu.
25.02.2020 - 08:09
Telur tilboð borgarinnar sögulegt
Borgarstjóri er þeirrar skoðunar að kjarasamningar á grundvelli tilboðs borgarinnar til Eflingar yrðu tímamótasamningar. Hann vísar því á bug að hafa beitt talnaleikfimi í viðtali í Kastljósi í gær, líkt og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.02.2020 - 11:15
Telur ótækt að verktakar gangi í störf í verkföllum
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, segir jákvætt að komin sé afdráttarlaus niðurstaða Félagsdóms varðandi það að blaðamenn geti gripið til skæruverkfalla. Það hafi þó komið á óvart sú niðurstaða dómsins að verktakar megi ganga í störf blaðamanna í verkföllum og að það sé leyfilegt að skrifa fréttir og tímasetja fram í tímann og birta á meðan blaðamenn eru í verkföllum, líkt og gert var á mbl.is á síðasta ári.
Enn biðstaða í kjaraviðræðum blaðamanna og SA
Enn er biðstaða í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningsaðilar hafa átt óformleg samtöl en þau hafa ekki leitt til formlegra samningafunda, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns félagsins. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní og var síðasti fundur viðsemjenda með honum fyrir jól.
12.02.2020 - 10:01
Verkfall hefst í hádeginu
Verkfall um 1.850 félaga stéttarfélagsins Eflingar sem starfa á nær 130 starfsstöðvum hjá hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og stendur til miðnættis á fimmtudag að óbreyttu. Verkfallið hefur áhrif á skólagöngu um 3.500 leikskólabarna í borginni og 1.650 notendur velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá hefur verkfallið lamandi áhrif á matarþjónustu einhverra grunnskóla Reykjavíkur og þurfa nemendur þeirra að taka með sér nesti.
11.02.2020 - 06:39