Færslur: Kjaradeila kennara

„Það vill enginn fara í verkfall“
Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir að enginn vilji fara í verkfall. Hann treystir því að kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara haldi áfram og að samningar náist. Kennarar kolfelldu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir um áramótin.
16.01.2022 - 12:29
Bugun kennara geti litað niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Formaður félags grunnskólakennara segir að kennarar séu að þrotum komnir og að ástandið í skólum landsins sé alvarlegt. Staðan geti haft áhrif á afstöðu kennara til nýrra kjarasamninga sem þeir greiða nú atkvæði um.
12.01.2022 - 16:15
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Kjaraviðræðum kennara frestað
Samkomulag hefur náðst á milli Kennarasamband Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að fresta formlegum kjaraviðræðum fram í október.
04.09.2019 - 09:50
Viðtal
Ný þjóðarsátt óskhyggja
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það óskhyggju að lífskjarasamningurinn verði grundvöllur nýrrar þjóðarsáttar. Samningurinn standi á brauðfótum. Hann segir útlitið ekkert sérstaklega gott fyrir komandi kjaraviðræður kennara.
08.04.2019 - 19:18
Vonar að ekki þurfi að koma til verkfalls
Formaður félags framhaldsskólakennara segir að staðan í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara sé alvarleg. Félagið hefur fundað tólf sinnum með ríkissáttasemjara á síðustu fimm mánuðum. Hún vonar að ekki þurfi að koma til verkfalls. 
23.03.2018 - 15:59
Kennaraforystan þurfi að endurnýja umboð sitt
Trúnaðarmaður kennara í Reykjavík segir að forysta Kennarasambandsins þurfi að endurnýja umboð sitt. Stór hópur kennara treysti ekki forystunni til að semja um betri kjör fyrir stéttina. Hann segir nýsamþykkta kjarasamninga ekki leysa vandann sem steðjar að kennarastéttinni.
12.12.2016 - 22:33
„Það þarf að skera kerfið upp“
„Ég held að meirihluti þeirra sem samþykktu samninginn séu enn ósáttir en hafi bara ákveðið að velja þennan kost. Margir eru kannski í leit að öðru starfi og sjá fyrir sér að hafa aðeins hærri laun þangað til. Aðrir sjá fyrir sér að næsta haust muni sama baráttan halda áfram þar sem frá var horfið en ég held að það verði ekki. Ég skal hundur heita ef samninganefnd sveitarfélaganna hefur viðræður við okkur innan tveggja ára,“ þetta segir Hjördís Albertsdóttir, kennari við Norðlingaskóla.
12.12.2016 - 19:03
Segir brugðist við kröfu um breytingar
Formenn samninganefnda kennara og sveitarfélaga vonast báðir til að nýundirritaður kjarasamningur grunnskólakennara verði samþykktur, ólíkt síðustu tveimur samningum sem hafa báðir verið felldir. Formaður grunnskólakennara segir afleitt ef þriðji samningurinn í röð yrði felldur. Hann segir brugðist að nokkru við kröfu um breytingar á samningnum.
29.11.2016 - 19:23
Kennarar fara fram á tuga prósenta launahækkun
Fundur í kjaradeilu grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Búist er við að stíft verði fundað í dag og að kappkostað verði að ná samningum fyrir morgundaginn. Kennarar hafa sagt að þeir vilji laun á við sambærilegar stéttir, en um 200 þúsund krónum munar nú á meðal heildarlaunum grunnskólakennara og meðal heildarlaunum framhaldsskólakennara.
29.11.2016 - 12:37
Kennarar á landsbyggðinni vilja síður hætta
Um hundrað kennarar hafa sagt upp störfum á Suðvesturhorni landsins, flestir í Reykjanesbæ og í Breiðholti í Reykjavík. Uppsagnir virðast haldast í hendur við atvinnuástandið en kennarar á landsbyggðinni vilja margir frekar fara í verkfall en segja upp.
28.11.2016 - 12:21
Kennaraflótti í Reykjanesbæ
Fjórðungur grunnskólakennara í Reykjanesbæ hefur sagt upp störfum. Fræðslustjóri bæjarins segir brýnt að ná samningum sem fyrst og er uggandi yfir stöðu mála.
27.11.2016 - 18:50
Segir grunnskólakennara hafa brotið lög í dag
Vinnustöðvun grunnskólakennara í dag var ólögleg að mati Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti. Viðurlög liggi við því að fylgja ekki lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hún segir að þeim viðurlögum sé þó sjaldan beitt gegn opinberum starfsmönnum.
22.11.2016 - 22:58
Samningafundi kennara lauk án niðurstöðu
Grunnskólakennarar um allt land lögðu niður störf í dag áður en vinnudegi lauk og fylktust á samstöðufundi víðs vegar á landinu. Kennarar segjast þreyttir og daprir yfir ástandinu. Spjót þeirra beinast að sveitarfélögunum sem þeir segja að þurfi að axla ábyrgð. Ella hætti þeir og finni sér önnur betur launuð störf.
22.11.2016 - 18:03
Kennarar streymdu á baráttufundi
Kennarar streymdu út úr grunnskólum víða um land klukkan hálf tvö í dag til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt kjör. Þaðan fóru kennarar á baráttufundi. Fullt var út úr dyrum á baráttufundi kennara á Akureyri og stóðu sumir kennarar frammi á gangi þegar fundarhöldin hófust.
22.11.2016 - 14:13
Þröngur tímarammi fyrir kjaraviðræður kennara
Fimm klukkustunda samningafundi grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk nú fyrir stundu. Boðað hefur verið til annars fundar deiluaðila hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 13:00, en samninganefndirnar hafa fundað daglega alla vikuna.
17.11.2016 - 17:00
Kennarar funda aftur á morgun
Sáttafundi í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga sem hófst klukkan eitt er lokið. Að sögn Ólafs Loftssonar formanns Félags grunnskólakennara var fundurinn langur og strangur. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun.
16.11.2016 - 18:16
Samskiptin sífellt fyrirferðarmeiri
Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá í júní og deila þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga er komin inn á borð ríkissáttasemjara. Barátta kennara snýr einkum að tvennu; álaginu, sem þeir telja að hafi aukist og laununum, sem þeir telja of lág. Þeir segja kennarastarfið hafa breyst, það hlaðist sífellt meira utan á það. Formaður Félag grunnskólakennara segir að fara þurfi fram opinber umræða um hvaða hlutverki grunnskólarnir eigi að þjóna í samfélaginu.
15.11.2016 - 17:57