Færslur: kjaradeila

Bugun kennara geti litað niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Formaður félags grunnskólakennara segir að kennarar séu að þrotum komnir og að ástandið í skólum landsins sé alvarlegt. Staðan geti haft áhrif á afstöðu kennara til nýrra kjarasamninga sem þeir greiða nú atkvæði um.
12.01.2022 - 16:15
Spegillinn
Ágreiningur um styttingu vinnutíma kennara
Kjaradeila Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er komin á borð ríkissáttasemjara. Samningurinn sem undirritaður var í byrjun september 2020 rennur út um áramótin.
Spegillinn
Vilja verkstjórn sáttasemjara í kjaradeilu
Kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rennur út um næstu áramót. Viðræður um nýjan kjarasamning hafa ekki borið árangur og nú hefur kjaradeilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur boðað deilendur á samningafund á föstudaginn, 17. desember.
Sjónvarpsfrétt
Vona að ekki komi til kennaraverkfalls
Grunnskólakennarar fengu aldrei tækifæri til að ræða hugmyndir sínar um styttingu vinnuvikunnar, segir formaður Félags grunnskólakennara. Félagið vísaði viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara í dag. Formaður sambandsins segir að ekki sé hægt að skauta út úr lífskjarasamningnum gagnvart einni stétt.
Gæti komið til verkfalls sjómanna í byrjun næsta árs
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að hljóðið sé farið að þyngjast í sjómönnum og næstu skref í kjaradeilu þeirra verði rædd næstu tvo daga á þingi sambandsins. Ef sjómenn samþykki verkfall gæti það orðið í byrjun næsta árs. Sjómannasambandið sleit viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara í september. 
04.11.2021 - 08:27
Flugumferðarstjórar kusu um verkfall
Félagsmenn í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra luku í morgun kosningu um vinnustöðvun. Kjarasamningar félagsins urðu lausir um síðustu áramót og hefur félagið átt í samningaviðræðum við SA fyrir hönd Isavia síðan í byrjun febrúar. 
09.08.2021 - 15:15
Danskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir í langt verkfall
Allt stefnir í að á sjötta þúsund danskra hjúkrunarfræðinga fari í verkfall næstkomandi laugardag.Talið er mögulegt að verkfallið dragist á langinn og því er hart lagt að stjórnmálamönnum að láta það ekki gerast.
Framhaldsskólakennarar vísa til ríkissáttasemjara
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.
Með öllu óviðunandi og ógnar íbúum Vestmannaeyja
Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur lýst yfir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Á morgun verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í að minnsta kosti tvo daga vegna viðhalds.
Líta stöðu kjaradeilu flugvirkja alvarlegum augum
Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins. Deiluaðilar funduðu með ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bindur enn miklar vonir við samningar náist. Hún fundar með forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag um stöðuna.
„Eina skynsama niðurstaðan“
Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi Lífskjarasamninganna í efa. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir þörf á aðgerðum á vinnumarkaði, óháð því að samtökin hafi hætt við boðaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um Lífskjarasamninginn sem átti að hefjast í dag.
Bjartsýnni á að samningar náist
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist bjartsýnni en áður á að samningar náist í kjaradeilu lögreglumanna og ríkisins.
Fundað á ný í Herjólfsdeilu
Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á samningafundi í morgun. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
Stórt verkefni að endurbyggja traust
Stjórnenda Icelandair bíður það stóra verkefni að endurbyggja traust á milli sín og starfsmanna félagsins. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það, að félagar í Flugfreyjufélagi Íslands hafi samþykkt kjarasamning sinn við Icelandair, væri mikilvægur liður í átt að hlutafjárútboði félagsins.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
„Nú er þetta í höndum félagsmanna“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að hljóðið sé þungt í félagsmönnum eftir atburðarás síðustu daga. Hún er þó bjartsýn um að félagsmenn samþykki nýjan kjarasamning. Stjórnendur Icelandair tilkynntu á föstudag að félagið myndi hætta viðræðum við Flugfreyjufélagið og leita á önnur mið eftir samningum. Öllum flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp störfum.
20.07.2020 - 13:37
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Bíða róleg og bjóða ekkert betra í kjaradeilu Herjólfs
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir þær kröfur sem skipverjar Herjólfs í Sjómannafélagi Íslands leggja fram augljóslega óábyrgar. Herjólfur situr við sinn keip í deilunni og býður félagsmönnum SÍ sambærilegan samning og gerður var við félagsmenn Sjómannafélagsins Jötuns
12.07.2020 - 18:24
„Vinnubrögð sem tíðkuðust á dögum Kreppunnar miklu“
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir forsvarsmenn Herjólfs hafa slegið á útrétta sáttahönd háseta og þerna í kjaradeilu við Herjólf ohf. sem fólst í því að fjölga um eina þernu á vakt og að fresta verkfalli meðan sættir næðust.
11.07.2020 - 13:41
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
Herjólfur siglir ekki þriðjudag og miðvikudag
Herjólfur siglir ekki 14. og 15. júlí vegna verkfalls undirmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar er því beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir.
10.07.2020 - 14:36
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Öðruvísi en að setja allan samninginn í gerðardóm
Verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í morgun var afstýrt í gærkvöld með miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni. Í miðlunartillögunni felst að hluti launaliðarins fari í gerðardóm. Ríkissáttasemjari segir virði í því að samkomulag hafi náðst um önnur atriði og aðeins launaliðurinn fari fyrir gerðardóm. Fái miðlunartillagan ekki brautargengi þyngist deilan enn frekar.