Færslur: kjarabarátta

Viðtal
Segir að kjararýrnun samkvæmt tilboði sé ekki 40%
Kjararýrnunin hjá flugfreyjum er ekki 40 prósent samkvæmt tilboði Icelandair, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Boga Nils Bogasonar. Hann segir að verið sé að óska eftir breytingum á samningunum þannig að vinnuframlag verði meira og að launin verði líkari því sem gerist hjá flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við og þá eigi hann ekki við lággjaldaflugfélög.
12.05.2020 - 19:55
Fundi slitið og annar fundur á laugardaginn
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk nú fyrir stundu, en fundurinn stóð í um þrjár klukkustundir. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn samninganefndanna eftir fundinn. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður á laugardaginn klukkan 10.
07.05.2020 - 21:27
Engin niðurstaða – annar fundur á fimmtudaginn
„Það er allavega ástæða til að hittast aftur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um fund félagsins með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fór fram hjá Ríkissáttasemjara í dag. Sólveig Anna segir að engin sérstök niðurstaða hafi fengist á fundinum, önnur en sú að boðað hafi verið til annars fundar á fimmtudaginn kemur.
28.04.2020 - 17:28
Viðtal
„Málstaður okkar ennþá sterkari en hann var áður“
„Þetta er eins afgerandi niðurstaða og hægt er að hugsa sér. En hún kemur á endanum ekki á óvart. Það var alltaf vitað að við myndum þurfa að halda áfram með aðgerðir, baráttuþrekið og hinn einbeitti vilji er bara svona mikill og skýr í þessum hópi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um boðað verkfall félagsmanna Eflingar í nokkrum sveitarfélögum, sem samþykkt var í dag.
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkfall frá 5. maí
Félagsmenn Eflingar hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélginu Ölfusi samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en kjörsókn var 65%. Að óbreyttu hefst verkfall á hádegi þriðjudaginn 5. maí. Vinnustöðvunin er ótímabundin.
27.04.2020 - 17:11
Ekkert fundað í dag - verkfallið heldur áfram
Fundi samninganefnda sveitarfélaga og Eflingar, sem átti að fara fram í dag, var frestað. Þetta var gert að beiðni samninganefndar sveitarfélaganna, að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns hennar. Hún segir að nefndin hafi þurft meiri tíma til að vinna sína heimavinnu. Verkfall félagsmanna í Eflingu, sem hófst á mánudag, heldur því áfram.
Verkfall Eflingar heldur áfram á morgun
Ekki náðust samningar á fundi Eflingar og fulltrúa sveitarfélaganna hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn hófst klukkan 14 og stóð í um klukkustund. Boðað hefur verið til fundar eftir hádegi á morgun. Ótímabundið verkfall félaga Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum hófst á mánudag og stendur enn.
Viðtal
Væru nær samningum ef ekki væri fyrir tregðu ríkisins
Samninganefndir BRSB og ríkisins hafa fundið í dag með litlum árangri. Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, segir að samningaviðræður væru líklega á lokametrunum ef ríkið myndi sýna meiri samningsvilja. Verði ekki samið skellur á verkfall þúsunda eftir rúman sólarhring.
07.03.2020 - 20:39
Sorphirða í borginni hefst á ný í fyrramálið
Efling hefur samþykkt beiðni Reykjavíkurborgar um undanþágu frá verkfalli vegna sorphirðu af lýðheilsuástæðum vegna COVID-19 veirunnar. Byrjað verður að hirða sorp í Breiðholti í fyrramálið. Verkfallið hefur staðið yfir síðan um miðjan febrúar.
01.03.2020 - 13:25
Telur tilboð borgarinnar sögulegt
Borgarstjóri er þeirrar skoðunar að kjarasamningar á grundvelli tilboðs borgarinnar til Eflingar yrðu tímamótasamningar. Hann vísar því á bug að hafa beitt talnaleikfimi í viðtali í Kastljósi í gær, líkt og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.02.2020 - 11:15
Telur ótækt að verktakar gangi í störf í verkföllum
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, segir jákvætt að komin sé afdráttarlaus niðurstaða Félagsdóms varðandi það að blaðamenn geti gripið til skæruverkfalla. Það hafi þó komið á óvart sú niðurstaða dómsins að verktakar megi ganga í störf blaðamanna í verkföllum og að það sé leyfilegt að skrifa fréttir og tímasetja fram í tímann og birta á meðan blaðamenn eru í verkföllum, líkt og gert var á mbl.is á síðasta ári.
Sáttafundur í deilu Eflingar og borgarinnar í dag
Verkfall félagsmanna Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, heldur áfram í dag og er það annar dagur ótímabundins verkfalls. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag.
18.02.2020 - 06:52
Atkvæðagreiðsla BSRB um verkföll hefst í dag
Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. Samþykki félagsmenn verkfallsboðunina hefjast verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna 9. mars og standa þau þar til samningar hafa náðst.
17.02.2020 - 06:36
Enn biðstaða í kjaraviðræðum blaðamanna og SA
Enn er biðstaða í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningsaðilar hafa átt óformleg samtöl en þau hafa ekki leitt til formlegra samningafunda, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns félagsins. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní og var síðasti fundur viðsemjenda með honum fyrir jól.
12.02.2020 - 10:01
Bæjarstarfsmenn vilja grípa til aðgerða
Bæjarstarfsmenn eru tilbúnir til að fara í verkfallsaðgerðir. Þetta er niðurstaða landsfundar stéttarfélaga bæjarstarfsmanna. Öll aðildarfélög BSRB funda í dag og ræða næstu skref.
06.02.2020 - 12:48
Sólarhringsverkfall: Engin baðþjónusta og lítið þrifið
Sáttafundur Eflingar og borgarinnar í dag var stuttur og árangurslaus, því brestur á sólarhings verkfall á miðnætti. Á þeim tíma er öryggi vistmanna ekki ógnað, segir forstöðumaður. 
05.02.2020 - 19:15
„Ber svolítið á milli“ borgarinnar og Eflingar
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir kröfur Eflingar aldrei ná fram að ganga, til dæmis gagnvart lærðum leikskólakennurum. Ef ekki semst á sáttafundi í dag, brestur á sólarhrings verkfall á miðnætti.
05.02.2020 - 14:19
Viðtal
Alvarlegt ef verkfallið dregst á langinn
Það er grafalvarlegt mál ef verkföll Eflingar dragast á langinn, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. 1.800 starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun og verður veruleg röskun á starfsemi leikskóla. 3.500 börn verða send heim í hádeginu, ekki verður boðið upp á mat í grunnskólum og starfsmenn sorphirðu fara einnig í verkfall.
03.02.2020 - 19:44
Hópar leikskólabarna þurfa að vera heima
Verkfall félagsmanna í Eflingu mun hafa veruleg áhrif á starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að hópar barna munu þurfa að verða heima þá daga sem verkfallið stendur yfir.
31.01.2020 - 15:02
Viðtal
Um 800 manns á baráttufundi
Um átta hundruð manns mættu á baráttufund BRSB, Félags hjúkrunarfræðinga og BHM í Háskólabíói í dag og var nær fullt út úr dyrum. Kjarasamningar félagsmanna þessara félaga hafa verið lausir í tíu mánuði.
30.01.2020 - 21:05
Viðtal
Verkföll hefðu mjög mikil áhrif
Verkfall þeirra starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem eru í Eflingu, myndi hafa mjög mikil áhrif, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hófst í gær.
22.01.2020 - 13:35
Fundi hjá Ríkissáttasemjara slitið - verkföll á morgun
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan ellefu í dag, hefur verið slitið. „Við vorum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Næst verði fundað á þriðjudaginn. Blaðamenn leggja því niður störf á morgun í tólf tíma, frá klukkan 10 til 22 og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku.
Kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnir
Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins, segir að uppsagnir 15 starfsmanna á Árvakri megi rekja til óraunhæfra krafna og verkfallsaðgerða Blaðamannafélagsins og Hjálmars Jónssonar formanns þess. Hann fer ófögrum orðum um Hjálmar og samninganefnd félagsins á Facebook.
28.11.2019 - 14:12
Blaðamenn funda á ný hjá Ríkissáttasemjara
Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins funda aftur hjá Ríksisáttasemjara klukkan ellefu í dag. Hjálmar Jónsson. formaður félagsins, hefur lítið að segja um fund gærdagsins hjá Ríkissátasemjara. Hann segir að verið sé að ræða hlutina og reyna að ná að vinna úr þeirri stöðu sem uppi er. Breytist staðan ekki leggja blaðamenn niður störf í tólf tíma á morgun, frá 10-22.
28.11.2019 - 10:09
Blaðamenn og SA funda hjá Ríkissáttasemjara
Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, segir fundinn vera stöðufund. Ómögulegt sé að segja hversu lengi hann standi eða hvað komi út úr honum.
27.11.2019 - 10:24