Færslur: kjarabarátta

Átta daga verkfall í einni stærstu höfn Bretlands
Átta daga verkfall um 1.900 af rúmlega 2.500 starfsmönnum fraktskipahafnarinnar í Felixstowe í Suffolk á Englandi hófst í morgun. Nær helmingur allra gámaflutninga til og frá Bretlandi, 48 prósent, fer um þessa einu höfn, og ljóst að verkfallið mun valda einhverri röskun, þótt innflytjendur og birgjar hafi margir lagt drög að því að beina viðskiptum sínum til annarra hafna ef það dregst á langinn.
21.08.2022 - 07:33
Víðtæk verkföll setja almenningssamgöngur úr skorðum
Lestarsamgöngur voru meira og minna í lamasessi í Bretlandi í gær vegna sólarhringsverkfalls járnbrautastarfsfólks. Svo verður einnig á morgun, en í dag má reikna með að jarðlesta- og strætisvagnasamgöngur gangi úr skorðum í höfuðborginni Lundúnum.
19.08.2022 - 05:29
Viðtal
Útilokar ekki verkföll
Formaður Eflingar hafnar niðurstöðu hagfræðinga Þjóðhagsráðs sem telja lítið svigrúm til launahækkana í vetur. Eflingarfólk sætti sig ekki við fyrir fram ákveðna niðurstöðu Þjóðhagsráðs heldur ráðist niðurstöður kjarasamninga við kjarasamningsborðið.
09.08.2022 - 10:24
Hörð átök blasa við á vinnumarkaði í haust
Það blasa við hörð átök á vinnumarkaði í haust með mörg hundruð samninga lausa, segir Ragnar Þór Ingfólfsson formaður VR. Hann sakar stjórvöld um andvaraleysi gagnvart svo alvarlegri stöðu. Margt bendi til þess að kaupmáttur sé að minnka mun meira en tölur gefi til kynna. Hann segir VR hafa varað við þessari stöðu í heilt ár.
27.07.2022 - 12:14
„Þetta er með því alvarlegra sem ég hef séð"
Forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samstaða allra í miðstjórn um að fordæma hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar. Drífa Snædal hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún sækist eftir endurkjöri í haust.
20.04.2022 - 20:19
Þórarinn vill verða formaður Starfsgreinasambandsins
Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson, núverandi formaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.
21.03.2022 - 18:06
Um 400 vilja vera í félagi fyrir smærri fyrirtæki
Um 400 fyrirtækjaeigendur hafa skráð sig í nýtt Atvinnufjelag lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem var formlega stofnað í dag. Einn Stofnandi félagsins segja að félagið ætli að kljúfa sig frá Samtökum atvinnulífsins í kjarasamningsviðræðum.
31.10.2021 - 18:54
Kjarasamningar skiluðu sér í budduna og meiri frítíma
Síðustu kjarasamningar skiluðu verulegri kaupmáttaraukningu. Hún rataði í budduna og í birtist einnig í styttri vinnutíma.
Aðgerðir myndu raska minnst 21 flugferð hjá Icelandair
Flugrekstrarstjóri Icelandair segir óvissuna í ferðaþjónustu aukast með boðaðri vinnustöðvun flugumferðarstjóra. Formaður félags þeirra segir óvænta kröfu viðsemjenda um lengri samning hafa ráðið nokkru um að ekki náðist saman í gær.
24.08.2021 - 19:42
Milljónir í vandræðum vegna verkfalls lestarstjóra
Lestarsamgöngur verða í lamasessi í Þýskalandi í dag og á morgun, þar sem verkfall lestarstjóra, sem áður náði eingöngu til vöruflutningalesta, teygði anga sína inn í farþegaflutningakerfið í nótt sem leið. Verkfallið hefur áhrif á milljónir Þjóðverja.
23.08.2021 - 06:40
Lág laun skýra fjölda utan heilbrigðiskerfisins
Þúsundir heilbrigðismenntaðra starfa utan heilbrigðiskerfisins, samkvæmt úttekt Bandalags háskólamanna. Formaður félagsins segir helstu ástæðuna liggja í lágum launum þar sem sérstaklega hallar á konur.
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
Nokkuð um átök og handtökur á baráttudegi verkafólks
Efnt var til fjölmennra mótmæla og kröfugangna víða á meginlandi Evrópu í tilefni baráttudags verkafólks, iðulega í trássi við gildandi samkomubann og fjöldatakmarkanir vegna COVID-19. Oftast fór allt fram með friði og spekt en á því voru þó undantekningar, einkum í Berlín, París og Istanbúl, þar sem alstaðar kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda úr röðum róttækra vinstrimanna áður en yfir lauk.
02.05.2021 - 02:18
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
Framhaldsskólakennarar vísa til ríkissáttasemjara
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.
Google þarf að svara fyrir uppsögn starfsmanna
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur tvær vikur til að bregðast við ásökunum um njósnir um þá starfsmenn sína sem hafa staðið í andófsaðgerðum við fyrirtækið.
03.12.2020 - 07:06
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Verkfallsaðgerðum í Straumsvík frestað
Verkfallsaðgerðum starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík sem hefjast áttu á morgun hefur verið frestað. Samninganefnd þeirra fimm stéttarfélaga hjá Rio Tinto sem höfðu samþykkt verkfallsboðun, fundaði með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram á í nótt og aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins segir að náðst hafi samkomulag sem hægt sé að byggja áframhaldandi viðræður á.
Ragnar Þór býður sig fram í embætti varaforseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram til embættis varaforseta ASÍ á þingi sambandins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ragnari sjálfum. Til stendur að fjölga varaforsetum sambandsins úr tveimur í þrjá, samkvæmt tillögu miðstjórnar ASÍ sem lögð verður fram á þinginu. Samhliða því verður meðstjórnendum fækkað um einn, úr tólf í ellefu.
17.10.2020 - 04:38
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Rio Tinto lýkur í dag
Atkvæðagreiðsla um skæruverkfall 400 starfsmanna, fimm stéttarfélaga, hjá Rio Tinto klukkan eitt í dag. Það er mikill meirihluti alls starfsfólks í álverinu. Samþykki þau aðgerðir, hefjast þær á föstudag eftir rúma viku.
07.10.2020 - 08:04
Segir uppsögn jafngilda ófriðaryfirlýsingu
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það boða mikinn ófrið á vinnumarkaði, komi til þess að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins segi Lífskjarasamningnum upp. Samninganefnd ASÍ fundaði í morgun og þar var einhugur um þessa afstöðu. 
Niðurstaða gerðardóms „mikil vonbrigði“
Niðurstaða gerðardóms frá því í gær, um kjör hjúkrunarfræðinga, er „mikil vonbrigði“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér síðdegis. Þar segir að mun meira hafi þurft til og að stjórn félagsins harmi „að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga.“
Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilum ræða verkfallsaðgerðir
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikla óþreyju vera meðal sjúkraliða sem starfa hjá stofnunum sem falla undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningar þeirra hafa verið lausir frá því í mars í fyrra. Rætt hefur verið um að boða til aðgerða.
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.