Færslur: Kjalarnes

Myndskeið
Auka umferðaröryggi með breikkun Vesturlandsvegar
Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi er vel á veg komin. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir að með framkvæmdinni verði umferðaröryggi aukið til muna. Heildarkostnaður nemur 6,5 milljörðum króna.
09.03.2021 - 08:53
Óljóst hvenær hámarkshraði verður hækkaður á Kjalarnesi
Ekki hefur verið ákveðið hvenær hámarkshraði verður hækkaður á ný á vegkafla á Kjalarnesi þar sem banaslys varð í lok júní. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir mælingar á hemlunarviðnámi viðunandi. 
14.07.2020 - 15:41
Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.
Miklar tafir vegna malbikunar á Kjalarnesi
Miklar tafir eru á umferð um Kjalarnes vegna malbikunarframkvæmda. Umferðinni er handstýrt um eina akrein og það geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess sem skipt er um aksturstefnu.
06.07.2020 - 16:18
Fræsa víða í kjölfar slyssins á Vesturlandsvegi
Vegagerðin vinnur nú að því að fræsa götur víða um höfuðborgarsvæðið. Malbikið stenst ekki kröfur um viðnám og er sambærilegt því sem hafði verið lagt á Vesturlandsvegi þegar tveir létust þar í umferðarslysi síðastliðinn sunnudag.
02.07.2020 - 18:58
Myndskeið
Erfitt að stoppa utanvegaakstur
Erfiðlega gengur að sporna gegn utanvegaakstri segir eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem fer með ferðamenn eftir veginum norðan Leirvogsár. Fjölda torfæruhjóla og -bíla sé ekið utan vegar þó svo að settar hafi verið upp merkingar og grjóthnullungum raðað fyrir.
02.06.2020 - 22:15
Myndskeið
Skemmdir vegna utanvegaaksturs komu á óvart
Það kom starfsfólki Reykjavíkurborgar á óvart að sjá í fréttum hversu miklar skemmdir hafa orðið á landi borgarinnar norðan Leirvogsár. Deildarstjóri segir að stefnt sé að því að skoða svæðið og ráðast í úrbætur.
01.06.2020 - 19:37
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
Strætó fór út af á Kjalarnesi
Rúta á vegum Strætó sem var á leiðinni til Reykjavíkur fór út af veginum á Kjalarnesi í kvöld. Vont veður er á svæðinu og búist  við vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu.
27.02.2020 - 20:41
4 fluttir á slysadeild—búið að opna veginn um Kjalarnes
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur upp á Kjalarnesi, tveir með sjúkrabíl og björgunarsveitin Kjölur flytur tvo. Vesturlandsvegi um Kjalarnes var lokað vegna slyssins í tæpa klukkustund en var opnaður aftur klukkan sjö. Lögreglan segir á Facebook-síðu sinni að veðrið á Kjalaranesi sé slæmt, blint og snarpar vinhviður.
19.02.2020 - 17:46
Aftakaveður á Kjalarnesi og töluvert tjón
Aftakaveður hefur verið á Kjalarnesi í morgun og björgunarsveitin Kjölur hefur farið í fjölda útkalla. „Þetta eru mestmegnis foktjón; það eru þakplötur, þakkantar að fjúka, rúður að brotna og svo svona minniháttar eins og girðingar og húdd á bílum,“ segir Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Kili. Vélarhlífar hafa fokið upp á bílum og svo fokið í burtu. Í ljósi alls þessa er stórhættulegt að vera á ferli á Kjalarnesi.
14.02.2020 - 10:23
Kæru vegna breikkunar Vesturlandsvegar vísað frá
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kæru níu sveitarfélaga vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin fellst á að mikilvægir hagsmunir felist í því að tryggja umferðaröryggi en það séu almannahagsmunir en ekki hagsmunir sveitarfélaganna sem kærðu ákvörðunina.
09.02.2020 - 15:11
Myndskeið
Vilja byggja 100 herbergja hótel á Kjalarnesi
Hópur fjárfesta hefur hug á að reisa eitt hundrað herbergja hótel á Kjalarnesi. Skammt frá, við rætur Esju, stendur til að hefja framkvæmdir við 50 herbergja hótel í haust.
09.01.2020 - 19:30
Sex flutt á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur
Sex voru flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir þriggja bíla árekstur á Kjalarnesi í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað að svo stöddu hversu slasað fólkið er. Einn bílanna lenti utan vegar eftir áreksturinn.
04.12.2019 - 23:55
Myndband
Hjálpuðu barni í sjálfheldu á Esjunni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir komu í dag til bjargar tíu ára stúlku sem var í sjálfheldu í gili í Esjunni. Stúlkan var á göngu með fjölskyldu sinni sem er hér á ferðalagi. Frímann Andrésson, sem er í aðgerðarstjórn björgunarsveitanna, segir fjölskyldan hafi hætt sér of hátt.
Breikkun Vesturlandsvegar í umhverfismat
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes á að fara í umhverfismat, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því fyrr í vikunni. Morgunblaðið greinir frá þessu. Haft er eftir Guðna Ársæli Indriðasyni, formanni Íbúasamtaka Kjalarness, að gera megi ráð fyrir að framkvæmdir tefjist að minnsta kosti um ár til viðbótar vegna þessa.
14.06.2019 - 05:57
Gera athugasemdir við drög að umferðarlögum
Strætó hefur sent inn umsögn við drög að nýjum umferðarlögum þar sem þau kveða á um að innanbæjarstrætó yrði ekki heimilt að aka á vegum með níutíu kílómetra hámarkshraða. Það myndi þýða að strætó gæti ekki boðið upp á ferðir með innanbæjarvagni á Kjalarnes í framtíðinni.
17.08.2018 - 08:16
Vegurinn um Kjalarnes lokaður
Vesturlandsvegur í gegnum Kjalarnes er nú lokaður. Rétt sunnan við Grundahverfi eru stórar plötur í fokhættu, en bálhvasst er nú á Kjalarnesi og vindhviður fara í 45 metra á sekúndu. Lögregla og björgunarsveitir eru á staðnum að flytja plöturnar á öruggan stað. Búast má við að vegurinn verði lokaður framundir klukkan ellefu í kvöld.
10.03.2017 - 22:16