Færslur: Kísilver

Viðtal
Íslensk fyrirtæki áhugalaus um íslenskt rafeldsneyti
Verksmiðja í Svartsengi gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann segir talsmaður Carbon Recycling International. Áhugann vantar hins vegar í hópi kaupenda. Þess vegna liggur öll framleiðsla niðri. Engu að síður skilaði fyrirtækið hagnaði í fyrra og er það vegna áhuga í Kína og Noregi á tækniþekkingunni hér á landi.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Versnandi samkeppnishæfni vandi íslenskrar stóriðju
Lítil eftirspurn og lág verð gera þeim sem nú eru í kísilvinnslu erfitt um vik að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem á Íslandi.
27.06.2020 - 14:31
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
PCC á Bakka lokað tímabundið
Allt að hundrað manns misstu vinnuna í dag í kísilveri PCC á Bakka skammt frá Húsavík. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hyggist stöðva starfsemi sína tímabundið nú í lok júní. Fundur með starfsfólki hófst klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu missa tveir þriðju hlutar starfsfólks vinnuna eða 80 til 100 manns.
25.06.2020 - 15:38
Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Lífeyrissjóðir lækka mat á virði hlutafjár í PCC Bakka
Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa fært niður virði hlutafjár í kísilverinu á Bakka við Húsavík vegna óvissu um starfsemina og erfiðrar stöðu á mörkuðum. Þetta kemur fram í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. 
22.04.2020 - 06:36
Engin hætta skpaðist þegar stöðva þurfti báða ofna PCC
Slökkva þurfti á báðum ofnum kísilvers PCC á Bakka í lok síðustu viku eftir að stoðkerfi ofnanna hætti að virka. Framkvæmdastjóri PCC segir enga hættu hafa skapast en töluverðan reyk lagði frá verksmiðjunni.
26.11.2019 - 11:48
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Fleiri mál tilkynnt til héraðssaksóknara
Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur á undanförnum mánuðum tilkynnt nokkur ný mál er viðkoma þrotabúinu til héraðssaksóknara. Kröfur í búið nema um 23 milljörðum króna. Eins og staðan er nú er líklegt að ekkert fáist upp í almennar kröfur, né launakröfur.
24.04.2019 - 06:16
Krefst mats á áhrifum verksmiðju á heilsu
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir þó nokkrar athugasemdir við matsáætlunina og tekur undir með Embætti landlæknis um að æskilegt sé að meta hvaða áhrif starfsemin hafi á heilsu íbúa.
17.04.2019 - 06:02
Um 2.700 manns gera kröfu um íbúakosningu
Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík afhentu í gær Friðjóni Einarssyni, forseta bæjarráðs í Reykjanesbæ, undirskriftarlista þar sem þess er krafist að íbúar fái að kjósa um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs, áður United Silicon, fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu.
13.02.2019 - 11:53
Loftmengun vegna kísilvers kynnt á morgun
Niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar á kísilverinu PCC á Bakka á Húsavík verða kynntar á opnum fundi í bænum eftir hádegi á morgun. Þá kynnir fulltrúi fyrirtækisins umhverfisvöktun þess.
05.09.2018 - 21:44
Verða af tveimur tonnum á klukkutíma á Bakka
Ekki er ljóst hversu mikið tjón verður vegna eldsins sem kviknaði í kísilveri PCC á Bakka í gær en fyrirtækið verður af um tveimur tonnum af framleiðslu hverja klukkustund sem slökkt er á ofni versins. Framleiðsla stöðvast í einhverja daga. Engan sakaði og hratt gekk að ráða niðurlögum eldsins þótt hann hafi verið talsverður þegar slökkvilið mætti.
10.07.2018 - 10:36
Talsverður eldur en niðurlögum ráðið hratt
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í kísilveri á Bakka við Húsavík í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki. Tilkynnt var um brunann um klukkan átta. Talsverður eldur var þá í verinu.
10.07.2018 - 08:09
Eldur í kísilveri PCC á Bakka
Eldur kom upp í Kísilveri PCC á Bakk við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og er það enn að störfum.
09.07.2018 - 22:03
Gjaldþrota en sagt góður fjárfestingarkostur
Gjaldþrot var það eina í stöðunni og síðasta verk United silicon var að greiða 56 starfsmönnum fyrirtækisins laun. Stærsti kröfuhafinn gerir sér vonir um að selja verksmiðjuna og telur söluverðmæti hennar ekki rýrna mikið við gjaldþrotið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að herða þurfi ólina í rekstri bæjarins komi ekkert í staðinn fyrir United Silicon.
22.01.2018 - 18:36