Færslur: Kirkjubæjarklaustur

Mikið um hraðakstur á Suðurlandi um helgina
Óvenju margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og greiddu þeir samtals á aðra milljón króna í sekt. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. Sem dæmi er nefnt að 29 ökumenn voru stöðvaðir á varðsvæðum lögreglunnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri, langflestir, eða 19, á vegarkaflanum milli Víkur og Klausturs á sunnudag. Samtals teljara Vegagerðarinnar fóru um 500 bílar um Mýrdalssand í gær.
Ekki reyndist vera e.coli í neysluvatni á Klaustri
Niðurstöður sýnatöku á neysluvatni á Kirkjubæjarklaustri hefur leitt í ljós að ekki var e.coli í því. Í tilkynningu frá sveitarstjóra kemur fram að íbúum og fyrirtækjum sé því óhætt að neyta vatns án þess að sjóða það fyrst.
31.08.2020 - 13:29
Grunur um E.coli í neysluvatni á Kirkjubæjarklaustri
Vatnsveitan á Kirkjubæjarklaustri hefur tilkynnt að hugsanlega sé E.coli-baktería í sýni sem tekið var úr vatnsveitukerfi bæjarins á þriðjudag. Niðurstöður forræktunar sýndu fram á að bakteríuna væri að finna í vatninu. Endanlegar niðurstöður liggja fyrir í dag.
28.08.2020 - 08:51
Rjúpnaveiðimaður varð fyrir slysaskoti
Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um að rjúpnaveiðimaður á sjötugsaldri hafi orðið fyrir slysaskoti í Eldhrauni, skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur, laust eftir klukkan þrjú í dag. Skotið hafnaði í öðrum fæti mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
01.11.2019 - 21:12
Fundi frestað vegna deilna um formann
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var frestað eftir örstutta stund í morgun. Eina málið á dagskrá var kosning formanns nefndarinnar. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gegndi því starfi en vék eftir Klausturmálið. Þá tók Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tímabundið við formennsku en kjósa átti nýjan formann í dag. Þegar að því kom stakk fulltrúi úr minnihlutanum upp á Karli Gauta Hjaltasyni, meðflokksmanni Bergþórs, og var fundið þá slitið í snarhasti.
17.09.2019 - 09:31
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
Brothættar byggðir til Kirkjubæjarstofu
Verkefnisstjóri verkefnisins Brothættar byggðir, Skaftárhreppur til framtíðar, mun starfa hjá Kirkjubæjarstofu. Samningur um þetta er í burðarliðnum, á milli Kirkjubæjarstofu, Byggðastofnunar, Skaftárhrepps og SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. SASS bauð verkefnisstjóranum starfslok fyrir jól, ásamt fjórum öðrum starfsmönnum sínum. Þrír fimmmenninganna eru nú hættir.
19.02.2016 - 16:53
„Greiðum þetta ennþá niður“
Sorphirðugjald hækkar mikið í nýrri fjárhagsáætlun Skaftárhrepps. Íbúi í hreppnum segir að sitt gjald hækki um 45%. „Þetta er rétt“, segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Sorphirðugjald hækkar mikið og meira en þetta í sumum tilfellum, td. fyrir frístundahús. Þetta gjald hefur verið alltof lágt. Við greiðum þetta enn niður. Gjaldið verður ekki hærra hér en í öðrum sveitarfélögum, samkvæmt mínum samanburði“.
18.12.2015 - 19:19
Fyrstu íbúðarhúsin í 11 ár
Tvö parhús eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri. Ekki hefur verið byggt íbúðarhús á Klaustri frá árinu 2004. „Þetta er mjög gleðilegt og ber vitni um kraft og bjartsýni“, segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Okkur munar um þetta hér. Enda hefur beinlínis verið skortur á húsnæði í sveitinni, sérstaklega hér á Klaustri“.
27.11.2015 - 14:50