Færslur: kirkja

Grímseyingar þiggja ekki kirkju úr höndum slökkviliðs
Grímseyingar þiggja ekki kirkju sem starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli bauð þeim að gjöf. Söfnun stendur yfir fyrir smíði nýrrar kirkju eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna.
Hafa ekki undan að skíra börn
„Við höfum ekki undan að skíra börn þessa dagana og vikurnar og mér sýnist stefna í mikið skírnasumar, það lítur þannig út,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir Grafarvogsprestur í samtali við fréttastofu. Margir hafi freistað þess að bíða með að láta skíra þar til hægt yrði að halda skírn í kirkju með gestum, í stað þess að gera það í gegnum fjarfundarbúnað.
01.06.2021 - 15:41
Jólamessurnar með breyttu sniði í Danmörku
Þótt jólaguðsþjónustur verði ekki bannaðar í Danmörku þetta árið er ætlast til að þær verði með breyttu sniði. Kirkjumálaráðuneytið danska hefur gefið út viðmiðunarreglur um hvernig best sé að standa að málum á tímum kórónuveirufaraldursins.
22.12.2020 - 02:36
Forseti muni ekki skipa biskup
Forseti Íslands mun hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa og ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefndir, sem meðal annars fjalla um agabrot, verða felld úr gildi verði frumvarp dómsmálaráðherra um ný þjóðkirkjulög að lögum.
02.10.2020 - 21:35
Síðdegisútvarpið
Ástvinum er frjálst að segja minningarorð við útfarir
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, segir að ekkert girði fyrir það að ástvinir flytji ræður við útfarir. Jón Steinar Gunnlaugsson vakti máls á því á dögunum að ástvinir gætu flutt minningarræður við útfarir í stað presta, eins og hefð er fyrir hér á landi.
23.07.2020 - 19:43
Innlent · Útfarir · Andlát · kirkja
Kostnaður aðstandenda við útfarir hækkar
Útfararkostnaður hækkar eftir að kirkjugarðsstjórn hættir að bera kostnað af þjónustu presta. Það á við um kistulagningar og jarðsetningu.
06.07.2020 - 12:19
Mesta fjölgun í Siðmennt og mest fækkar í Þjóðkirkjunni
Siðmennt er það félag í hópi lífsskoðunar- og trúfélaga sem mest hefur fjölgað í undanfarna sex mánuði og mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni. Hér á landi eru yfir 50 skráð trúfélög. Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að standa utan trúfélaga og um fimmtungur landsmanna er ýmist utan trúfélaga eða með óskilgreinda stöðu að þessu leyti. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.
08.06.2020 - 16:37
Myndband
Hundraðasta konan vígð til prests
Í dag var Aldís Rut Gísladóttir vígð til prests í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Aldís er hundraðasta konan sem vígð er hér á landi.
Viðhald á gluggum Kópavogskirkju þoli enga bið
Viðgerð á steindu gluggum suðurhliðar Kópavogskirkju hefur kostað hátt í 40 milljónir. Safna þarf fé til að gera við hinar hliðar kirkjunnar en glermeistari segir að nauðsynlegt sé að hefja viðgerð á þeim strax.
30.11.2018 - 10:29