Færslur: Kíribatí

Hækka Kíribatíeyjar til að verjast hækkandi sjávarborði
Taneti Maamau, forseti eyríkisins Kíribatí í sunnanverðu Kyrrahafi, ætlar að leita fulltingis Kína og fleiri vinveittra þjóða við að reisa eyjarnar hærra yfir sjávarmál. Þannig hyggst hann verja ríki sitt fyrir vaxandi ágangi sjávar, sem rekja má til hækkandi sjávarborðs af völdum hlýnunar Jarðar.
10.08.2020 - 05:51