Færslur: kindur

20 kindur drukknuðu þegar bátur sökk við Stykkishólm
Sextíu kindur fóru í sjóinn og tuttugu þeirra drukknuðu þegar bátur sökk um það bil 50 metra úti fyrir Stykkishólmi á sunnudag. Bergur Hjaltalín var annar tveggja manna um borð í bátnum sem átti að flytja kindur úr Brokey á Breiðafirði í sláturhús á Hvammstanga, með viðkomu í Stykkishólmi. Bergur og frændi hans fóru báðir í sjóinn en hvorugum varð meint af.
21.09.2021 - 12:22
Útvarpsfrétt
Óvenjumargt fé eftir fyrstu göngur
Bændur í Öxarfirði draga í dag fé sitt í dilka í Sandfellshagarétt og þar hefur mikið gengið á í dag. Stefán Leifur Rögnvaldsson, réttarstjóri, segir að þessi tími árs sé á sinn hátt skemmtilegur, í það minnsta sé gott veður í ár. Ekki sé gaman að fást við réttarstörfin í norðanrigningu eða slyddu. „Það er svona heldur ógeðslegt en þetta var fínt í morgun,“ sagði hann í viðtali við Önnu Þorbjörgu Jónasdóttur, fréttamann, í hádegisfréttum.
08.09.2021 - 13:51
Dýrbítur felldur í Norður Noregi
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.
22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · bjarndýr · Noregur · Evrópa · Meindýraeyðir · Dýr · sauðfé · kindur · Bændur
Sjónvarpsfrétt
Fé kemst seinna í úthaga
Síðustu daga hefur verið mikil kuldatíð á Norðurlandi. Bændur í sveitum norðaustanlands hafa fæstir getað sleppt fé sínu á fjöll og verða að hafa það á beit í heimahaga.
17.06.2021 - 00:00
Landinn
Gerir nákvæmar eftirmyndir af kindum úr ull
„Ég byrja alltaf á augunum. Mér finnst augað gera mynd lifandi,“ segir Jennifer Please, sem er jafnan kölluð Jenny. Í vinnuherbergi sínu í Garði við Kópasker vinnur Jenny með nálþæfingu að mynd úr ull af kind sem var henni kær.
18.05.2021 - 07:50
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19
Vilja undanþágu vegna fjölda í réttum
Fjallaskilanefnd Borgarbyggðar hefur óskað eftir því að byggðaráð sæki um undanþágu vegna fjölda í réttum svo heimilt verði að 150 manns sæki hverja rétt. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
28.08.2020 - 07:48
„Tveggja kinda reglan“ í gildi í göngum og réttum
Göngur og réttir verða með óvenjulegu sniði í haust vegna COVID-19 faraldursins. Oft er mannmargt í réttum en í ár þarf að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum. Á Facebook-síðu Landsambands sauðfjárbænda er fólk hvatt til að muna „tveggja kinda regluna,“ það er að hafa alltaf tvo metra, sem jafngildir um tveimur kindum, sín á milli.
19.08.2020 - 14:35
Kúrðu sig spakar í göngunum
„Það var skemmtileg sjón að sjá þær kúra þarna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hópur kinda hafði flúið óveðrið á svæðinu og komið sér fyrir í Vestfjarðagöngum þar sem þær urðu á vegi Bjarkar er hún var á leið til Súgandafjarðar fyrr í kvöld.
16.07.2020 - 22:58
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.