Færslur: Kína

Kínverjar áhugasamir um góð tengsl við Talibana
Kínverjar hafa lýst yfir áhuga á vinsamlegum og óformlegum tengslum við Talibana. Kína og Afganistan deila landamærum sem nema 76 kílómetrum. Hernaðarleg yfirtaka Talibana í Afganistan er sögð bjóða upp á varhugavert samstarf þeirra við Kínverja, að því er fram kemur á fréttaveitu France 24. 
16.08.2021 - 13:17
Uppgötvuðu tvær risaeðlutegundir í Kína
Tvær risavaxnar, áður óuppgötvaðar risaeðlutegundir voru meðal steingervinga sem fundust í norðvestanverðu Kína. Vísindamenn frá kínversku vísindaakademíunni og þjóðminjasafni Brasilíu telja annað dýrið hafa verið yfir 20 metra langt og hitt um 17 metrar. Steingervingarnir eru meðal þeirra fyrstu sem fundist hafa af forsögulegum hryggdýrum í Kína.
13.08.2021 - 06:57
Tugir látnir í úrhelli í Kína
Minnst 21 er látinn eftir ógurlegt úrhelli í Hubei-héraði í Kína að sögn yfirvalda. Mikil úrkoma hefur fallið í landinu undanfarna mánuði og eru aðeins nokkrar vikur síðan flóð ollu miklu tjóni í Henan, nágrannahéraði Hubei. Þá létu yfir 300 manns lífið.
13.08.2021 - 06:36
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Japan
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Heimsfaraldur seinkar norðurljósarannsóknum
Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á uppbyggingu Norðurslóðarannsóknastöðvarinnar á Kárhóli. Kínverjar fjármagna starfsemina og hafa ekki getað komið til landsins á tímum faraldursins.
11.08.2021 - 13:10
Kanadamaður dæmdur fyrir njósnir í Kína
Kanadamaðurinn Michael Spavor var í morgun dæmdur í ellefu ára fangelsi í Kína fyrir njósnir. Spavor var handtekinn í Kína árið 2018 ásamt samstarfsmanni sínum Michael Kovrig. Stjórnvöld í Ottawa segja ákærurnar á hendur honum pólitískar og í hefndarskyni fyrir handtöku kanadískra yfirvalda á Mang Wanzhou, stjórnanda Huawei.
11.08.2021 - 04:51
Refsað fyrir skort á taumhaldi við útbreiðslu COVID-19
Á fimmta tug kínverskra embættismanna hefur verið refsað fyrir mistök við að hafa taumhald á útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Efasemdaraddir varðandi harðar aðgerðir stjórnvalda verða sífellt háværari.
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Dauðadómur yfir Kanadamanni staðfestur í Kína
Dómstóll í Kína úrskurðaði í morgun að dauðadómur yfir Kanadamanninum Robert Schellenberg skuli standa óhaggaður. Schellenberg hefur verið í fangelsi í Kína síðan hann var sakaður um tilraun til að smygla 225 kílóum af metamfetamíni þaðan til Ástralíu ári 2014.
10.08.2021 - 05:25
Yfir 80.000 flýja flóð og flóðahættu í Kína
Yfir 80.000 manns hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól í Sitsjúan-héraði í Suðvestur-Kína, vegna úrhellisrigninga, flóða og hættu á enn meiri flóðum. Kínverskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgunsárið. Samkvæmt þeim hefur vatnsyfirborð fjölmargra áa og fljóta í héraðinu hækkað hættulega mikið í ógurlegum rigningum sem dundu yfir á föstudag og stóðu uppstyttulaust langt fram á sunnudag.
09.08.2021 - 06:26
Skimuðu milljónir Wuhan-búa á innan við viku
Milljónir íbúa Wuhan-borgar í Kína, þar sem kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 varð fyrst vart svo staðfest sé, voru skimaðir fyrir sjúkdómnum á nokkrum dögum. Heilbrigðisyfirvöld borgarinnar ákváðu að grípa til allsherjar skimunar eftir að sjö farandverkamenn greindust með COVID-19. Voru það fyrstu smitin sem greinst hafa í borginni í rúmlega ár. Alls greindust 78 með veiruna í skimunarátakinu.
08.08.2021 - 23:55
Erlent · Asía · Heilbrigðismál · Kína · COVID-19 · Wuhan
Allir íbúar Wuhan-borgar skikkaðir í sýnatöku
Yfirvöld í borginni Wuhan í miðhluta Kína tilkynntu í morgun að allir íbúar hennar skuli fara í sýnatöku. Fyrstu kórónuveirutilfellin í meira en ár komu þar upp í gær.
03.08.2021 - 04:40
Yfir 300 látnir í flóðum í Kína
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.
02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Kína · Hamfarir · Flóð
Risapandan Huan Huan er orðin móðir
Risapöndunni Huan Huan fæddust tvíburar skömmu eftir miðnætti. Huan og maki hennar Yuan Zi dvelja í láni frá Kína í frönskum dýragarði. Forstjóri dýragarðsins gat ekki hamið gleðina þegar hann greindi frá fæðingunni enda eiga pöndur erfitt með að eignast afkvæmi.
02.08.2021 - 03:41
Kórónuveiran dreifir sér um Kína
Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í Kína, þeim versta um margra mánaða skeið. Yfirvöld grípa til mjög harðra sóttvarnaráðstafana, jafnvel þótt ekki greinist mjög mörg smit.
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Rannsaka baul áhorfenda yfir kínverska þjóðsöngnum
Lögregla í Hong Kong rannsakar nú athæfi fólks sem baulaði hástöfum og yfirgnæfði þjóðsöng Kína meðan það horfði á útsendingu frá Ólympíuleikunum á mánudagskvöld. Vanvirðing við þjóðsönginn er ólögleg samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári.
30.07.2021 - 03:33
Hong Kong
Fer fram á að sýnd verði vægð við ákvörðun refsingar
Lögmaður Hong Kong-búans Tong Ying-kit sem var á dögunum sakfelldur, fyrstur manna, fyrir brot gegn umdeildum öryggislögum hefur farið fram á að Tong verði ekki gert að sæta meira en tíu ára fangelsi fyrir brot sín.
29.07.2021 - 09:08
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Dæmdur fyrir brot gegn öryggislögum Hong Kong
Dómur hefur fallið í máli fyrsta íbúa Hong Kong til að vera kærður fyrir brot gegn nýjum öryggislögum. Hinn 24 ára gamli Tong Ying-kit var dæmdur sekur í dag eftir að hafa ekið mótorhjóli inn í hóp lögreglumanna vopnaður byltingarfána.
27.07.2021 - 08:08
Hvetja Bandaríkin til að hætta að „skrímslavæða“ Kína
Stjórnvöld í Peking hvetja Bandaríkjamenn til að hætta að „skrímslavæða" Kína og víkja af þeirri röngu braut sem þeir hafi fetað í samskiptum ríkjanna til þessa. Þetta kemur fram í greinargerð kínverska utanríkisráðuneytisins um viðræður aðstoðarutanríkisráðherra stórveldanna, Wendy Sherman og Xie Feng, í Kína í gær. Sherman kom til viðræðna við Xie í borginni Tianjin í gær.
26.07.2021 - 04:36
Slæmt ástand í Henan-héraði í Kína
Flóð í Henan-héraði í miðhluta Kína hafa kostað yfir fimmtíu manns lífið. Gert er ráð fyrir að manntjón sé mun meira. Hundruð þúsunda hafa verið flutt að heiman, en margir eru innlyksa vegna vatnavaxta og ónýtra samgöngumannvirkja.
23.07.2021 - 11:58
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Xi Jinping í Tíbet
Xi Jinping, forseti Kína, flaug á miðvikudag til Tíbet, þar sem hann hefur kynnt sér uppbyggingu innviða og skipulagsmál og rætt við yfirvöld. Er þetta í fyrsta skipti í ríflega 30 ár sem Kínaforseti heimsækir Tíbet, sem um aldir hefur ýmist verið sjálfstætt ríki eða lotið Kína og á sér langa sögu sjálfstæðisbaráttu sem stendur enn.
23.07.2021 - 05:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Tíbet
33 hafa fundist látin á flóðasvæðunum í Henan í Kína
33 hafa fundist látin í Henan-héraði í Kína, þar sem feiknarmikil flóð hafa geisað vegna úrhellisrigninga síðustu daga. Herinn sprengdi í fyrrakvöld stíflugarð sem byrjaður var að gefa sig, til að freista þess að stjórna flæðinu úr stíflunni og koma þannig í veg fyrir enn verri flóð en ella.
22.07.2021 - 04:47
Mannskæð flóð um miðbik Kína
Minnst tólf manns létu lífið þegar vatn fossaði inn í neðanjarðarlestagöng í borginni Zhengzhou í Henan-héraði í Kína, þar sem úrhellisrigningar hafa valdið hamfaraflóðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu borgaryfirvalda. Í tilkynningunni segir að „hrina óvenjulegra og mikilla slagaveðra" hafi dunið á borginni „og valdið því að vatn safnast upp í neðanjarðarlestagöngum Zhengzhou."
21.07.2021 - 01:38