Færslur: kim wall

„Fangelsi eiga ekki að vera stefnumótastaðir“
Til stendur að samþykkja lög á danska þinginu sem koma í veg fyrir lífstíðarfangar geti stofnað til rómantískra kynna við fólk utan múranna. Búist er við að lögin taki gildi í janúar næstkomandi.
17.09.2021 - 14:59
Heimskviður
Drepin vegna starfa sinna
Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur.
05.09.2020 - 07:30
Peter Madsen áfrýjar lengd refsingar
Daninn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðasta mánuði fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hefur áfrýjað refsingunni til Landsréttar. Madsen var fundinn sekur um að hafa myrt Wall um borð í kafbáti sínum Nautilus.
07.05.2018 - 14:47
„Vonumst til að vakna af vondum draumi“
Búist er við dómur verði kveðinn upp á morgun í einu umtalaðasta sakamáli síðari tíma á Norðurlöndunum. Hálft annað ár er síðan blaðakonan Kim Wall steig upp í kafbát í eigu Peters Madsen, sem er ákærður fyrir að myrða hana. Foreldrar Wall segjast enn óska þess að vakna upp af vondum draumi.
24.04.2018 - 20:35
Bein textalýsing
Segir nú að Wall hafi kafnað í kafbátnum
Peter Madsen, sem nú er réttað yfir fyrir að hafa orðið Kim Wall að bana, hélt því fram fyrir dómi síðdegis að Wall hefði kafnað í kafbátnum á meðan hann varð að laga mótorinn því hlerinn á kafbátnum hefði skellst aftur. Áður hefur hann haldið því fram að hún hafi látið lífið eftir að hlerinn skall í höfuð hennar.
08.03.2018 - 13:46
Madsen-réttarhöldin vekja alþjóðlega athygli
Næstum eitt hundrað fréttamenn frá 12 ríkjum eru mættir til Kaupmannahafnar, þar sem réttarhöld hefjast á morgun yfir Peter Madsen, manninum sem sakaður er um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana í ágúst í fyrra. Líkamshlutar Wall fundust í sjónum nálægt Kaupmannahöfn, eftir að hún fór með Madsen í ferð í kafbáti sem hann smíðaði sjálfur. Madsen hefur játað að hafa bútað lík hennar í sundur, en hefur til þessa sagt að hún hafi látist af slysförum um borð í bátnum.
07.03.2018 - 15:00
Ákærður fyrir að hafa orðið Kim Wall að bana
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag ákærður í Kaupmannahöfn fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Samkvæmt ákæruskjalinu telur embætti ríkissaksóknara að drápið hafi verið skipulagt.
16.01.2018 - 12:07
Fundu annan handlegg á Køgeflóa
Kafarar fundu í dag handlegg á Køgeflóa, sunnan við Kaupmannahöfn, á svipuðum stað og annar handleggur fannst í síðustu viku. Danska lögreglan telur að báðir tengist þeir hvarfi sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Hún hvarf í ágúst síðastliðnum þegar hún fór í sjóferð með Dananum Peter Madsen í kafbáti sem hann hafði smíðað.
29.11.2017 - 13:49
Höfuð Kim Wall fundið
Kaupmannahafnarlögreglan greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að höfuð sænsku blaðakonunnar Kim Wall væri fundið. Útlima og höfuðs Kim Wall hefur verið leitað síðan búkinn rak á land á Amager 21. ágúst.
07.10.2017 - 08:12
Boða nýjar upplýsingar um morðið á Kim Wall
Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar kl. 10 á laugardagsmorgun að staðartíma, 8 að íslenskum tíma, þar sem veita á nýjar upplýsingar um morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Lögregla gefur ekki meira upp um efni fundarins, en hefur þó upplýst á twitter að eitthvað hafi fundist, sem „að líkindum“ tengist morðinu. Blaðamenn Ekstrablaðsins leiða að því líkur að kafarar á vegum lögreglunnar hafi fundið að minnsta kosti einhverja þá líkamshluta Wall, sem ófundnir voru.
07.10.2017 - 03:50
Madsen vill losna úr gæsluvarðhaldi
Daninn Peter Madsen, sem sakaður er um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana um borð í kafbát sínum í ágúst síðastliðnum, vill að sér verði sleppt úr gæsluvarðhaldi. Extra Bladet hefur þetta eftir verjanda hans. Tekin verður ákvörðun um það á morgun hvort varðhaldið verður framlengt.
02.10.2017 - 14:57
Mynd um „kafbátamanninn“ á RIFF
Glöggir kvikmyndaunnendur hafa rekið upp stór augu vegna dönsku heimildamyndarinnar Amateurs in Space sem nú er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Er sjálfur „kafbátamaðurinn“ Peter Madsen önnur tveggja aðalpersóna í myndinni.