Færslur: Kim Kielsen

Hundruð mótmæltu grænlensku landstjórninni
Hundruð mótmælenda gengu um götur Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, síðdegis á þriðjudag og kröfðust afsagnar grænlensku landstjórnarinnar og kosninga við fyrsta tækifæri. „Nóg er nóg!" hrópuðu mótmælendur, og „Við viljum kosningar!"
14.10.2020 - 02:40
Grænland á tímamótum
Athygli heimsins hefur beinst að Grænlandi að undanförnu, ekki síst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti áhuga stjórnar sinnar á að kaupa landið af Dönum. Bæði Grænlendingar og Danir vísuðu hugmyndinni umsvifalaust á bug, margir firrtust við, það væri löngu liðin tíð að lönd og þjóðir gengju kaupum og sölum. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjaforseti ræddi kaup Grænlands eins og fasteignaviðskipti.
Kielsen heldur áfram sem formaður Siumut
Kim Kielsen heldur áfram sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins Siumut á Grænlandi og formaður landsstjórnarinnar. Sex þingmenn flokksins og einn ráðherra lýstu fyrr í mánuðinum yfir vantrausti á hann og kröfðust afsagnar. Málinu var vísað til deilda Siumut-flokksins.
26.08.2019 - 20:47
Krefjast þess að Kim Kielsen segi af sér
Sex af tíu þingmönnum stjórnarflokksins Siumut á Grænlandi hafa lýst vantrausti á Kim Kielsen formann landsstjórnarinnar og krefjast afsagnar hans. Þingmennirnir sex og einn ráðherra Siumut segja í yfirlýsingu sem birt var seint í gærkvöld að Kim Kielsen hafi vanvirt þingið og kjósendur. Hann hafi tekið ýmsar ákvarðanir sem gangi þvert á stefnu flokksins og neitað að hitta flokksmenn til að ræða óánægju í flokknum.
13.08.2019 - 16:08
Fréttaskýring
Ný stjórn á Grænlandi leggur áherslu á menntun
Ný ríkisstjórn á Grænlandi leggur mikla áherslu á úrbætur í menntamálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og forseti Vestnorræna ráðsins, segir að nýju stjórninni fylgi grundvallarbreyting varðandi afstöðu til viðskipta, hún vilji horfa til fleiri landa en Danmerkur í þeim efnum. 
07.06.2018 - 11:53
Ný stjórn mynduð á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar.  Kielsen, sem er leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, verður áfram landsstjórnarformaður, en hefur valið að stjórna með mið- og hægriflokkunum Partii Naleraq, Atassut og Nunatta Qitornai. Partii Naleraq var í gömlu stjórninni, en sósíalistaflokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) hverfur úr stjórninni. 
04.05.2018 - 18:08
Kielsen ætlar að ræða við alla flokka
Kim Kielsen, leiðtogi Siumut sem áfram er stærsti flokkurinn á grænlenska þinginu eftir kosningar í gær, segist opinn fyrir samstarfi með öllum flokkum.
25.04.2018 - 12:12
Fréttaskýring
Spennandi kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og litlu munar á fylgi stærstu flokkanna tveggja samkvæmt skoðanakönnunum. Stjórnarflokkarnir þrír hafa öruggan meirihluta á þingi. Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga svo ekki er víst að stjórnarsamstarfið haldi áfram. Líklegt er að formaður stærsta flokksins verði næsti formaður grænlensku landsstjórnarinnar.
24.04.2018 - 18:40
Flytja kjörgögn á hundasleðum
Grænlendingar ganga til kosninga í dag og fengu yfirvöld tvær vikur til þess að koma kjörseðlum fyrir. Það kann að virðast nægur tími en aðstæður á Grælandi geta verið erfiðar.
24.04.2018 - 12:31
Fréttaskýring
Þingkosningar á Grænlandi
Skoðanakönnun fyrir þingkosningar á Grænlandi 24. apríl bendir til að ekki hafi orðið miklar breytingar á fylgi stærstu flokka frá síðustu kosningum haustið 2014. Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, ákvað að efna til kosninga nú þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en í haust. Kielsen tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara. 
Kosningar boðaðar á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að boða til nýrra þingkosninga í apríl, hálfu ári áður en kjörtímabilinu lýkur. 
05.03.2018 - 21:24
Gamlar herstöðvar á Grænlandi hreinsaðar
Danir og Grænlendingar hafa náð samkomulagi um að hreinsa gamlar herstöðvar Bandaríkjanna á Grænlandi. Bandaríski herinn skildi eftir mikið af alls kyns drasli sem bæði getur verið hættulegt og mengað umhverfið, í herstöðvum sem nú hafa verið yfirgefnar. Danska stjórnin hefur fallist á að greiða sem svarar um þremur milljörðum íslenskra króna til fjarlægja þetta drasl. Danir hafa reynt að fá Bandaríkjamenn til að greiða fyrir hreinsunina, en hafa farið bónleiðir til búðar.
14.01.2018 - 18:36
Sósíalistar bæta við sig á Grænlandi
Úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum á Grænlandi í gær urðu að Sósíalistarnir í Inuit Ataqatigiit eða IA bættu við sig þremur prósentustigum, en Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut tapaði sex prósentustigum. Siumut er engu að síður stærsti flokkur Grænlands, 41% kjósenda studdi frambjóðendur flokksins í gær. Atassut, sem skilgreinir sig sem frjálslyndan hægriflokk fékk tæp 12%. Kjörsókn var rúmlega sextíu prósent, heldur meiri en í síðustu kosningum.
05.04.2017 - 18:37
Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði
Meirihluti kjósenda á Grænlandi vill að landið verði sjálfstætt ríki samkvæmt könnun sem birt var í blaðinu Sermitsiaq. Stuðningur við sjálfstæði er mestur meðal elstu kjósendanna.