Færslur: Kim Kardashian

Rændi Kim Kardashian og skrifaði bók um það
Einn þeirra sem rændi bandaríksku raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian í París fyrir fjórum árum hefur nú gefið út bók um atburðinn. Hann mun þó ekki hagnast á útgáfu bókarinnar, samkvæmt dómsúrskurði fyrr í vikunni.
13.02.2021 - 11:44
Vann með fangelsuðum röppurum
Hvað á Kim Kardashian sameiginlegt með Ingibjörgu Friðriksdóttur? Jú, báðar hafa þær heimsótt San Quentin fangelsið á síðustu mánuðum, sú fyrrnefnda sem aktívisti en sú síðarnefnda til að vinna að tónlistarverkefni fangelsisins. „Þú ert kannski 18 ára og þú ert kominn með margra áratuga dóm og þá kannski saknarðu mömmu þinnar (...) mjög mikið af textunum fjalla um: Þú þarft ekki að lenda í þessu, ekki gera það því þú endar hér.“
13.06.2019 - 12:00
Kim komið að frelsun sautján fanga
Kim Kardashian hefur ekki setið auðum höndum undanfarið en ásamt því að vera í laganámi hefur hún á síðustu 90 dögum hjálpað til við að láta sautján einstaklinga lausa úr fangelsi.
08.05.2019 - 11:46
Kim og Kanye heimilisleg í viðtali hjá Vogue
Kim Kardashian er nýjasti viðmælandinn í 73 spurningum á vefsíðu Vogue. Í viðtalinu taka bæði börn hennar og eiginmaður virkan þátt og sýna á sér nýja hlið.
11.04.2019 - 15:04
Trump varð við beiðni Kardashian
Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í dag við beiðni raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian West um að milda dóm yfir Alice Marie Johnson, langömmu á sjötugsaldri, sem hlaut lífstíðardóm fyrir minni háttar fíkniefnabrot á tíunda áratug síðustu aldar.
06.06.2018 - 23:31
Trump og Kardashian funda um fangelsismál
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í gær með raunveruleikastjörnunni og athafnakonunni Kim Kardashian West. Þau ræddu um endurbætur í fangelsismálum.
31.05.2018 - 16:58
Kardashian sökuð um hugverkaþjófnað
Löghlýðnum tískulöggum hefur borist liðsauki frá Instagram-reikningnum Diet Prada en á síðunni eru nýjungar í tískuheiminum vaktaðar og stolnar hugmyndir dregnar fram í dagsljósið. Margar af skærustu stjörnum tískuheimsins eru áskrifendur en þeirra á meðal eru Naomi Campbell, ritstjórinn Edward Enninful og fyrirsætan Gigi Hadid.
23.05.2018 - 16:40
Raunveruleg platveröld Kim Kardashian
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Nína Richter, fjallaði um raunveruleikasjónvarp í þættinum í dag.
10.10.2016 - 17:00
Kardashian rænd af grímuklæddum mönnum
Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian var ógnað á hótelherbergi sínu í París af tveimur grímuklæddum mönnum vopnuðum byssum í gærkvöld. AFP fréttaveitan hefur þetta eftir talsmanni hennar. Hann segir hana ómeidda eftir ránið en í áfalli. hann gaf ekkert uppi um hvað árásarmönnunum gekk til.
03.10.2016 - 05:23
Ein Kim - bara með tómatsósu
„Þá er ein bara með tómatsósu orðin ein Kim og ég þarf að finna nýtt nafn á ævisöguna mína.“ Skrifar tónlistarmaðurinn og pylsusalinn Skúli Þórðarson á Facebook-síðu sína, eftir heimsókn Kim Kardashian á Bæjarins Beztu í Hafnarstræti.
18.04.2016 - 15:54
Íslandsför Kimye – prumpufýla og tómathlaðborð
Það hefur vart farið framhjá nokkru mannsbarni að stjörnuparið geðþekka, Kim Kardashian og Kanye West, kom til landsins í gær.
18.04.2016 - 13:30