Færslur: Kim Jong-un

„Mikilvægur og yfirgripsmikill sáttmáli“
Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu undirrituðu sáttmála að lokinni ráðstefnu sinni á Capella hótelinu á sjötta tímanum í morgun. Hvað sáttmálinn nákvæmlega inniheldur er óvitað enn, en Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði til blaðamannafundar um klukkan hálf átta.
12.06.2018 - 06:09
Sögulegt handaband í Singapúr
Söguleg stund varð á tröppum Capella hótelsins í Singapúr í nótt þegar leiðtogi Norður-Kóreu og sitjandi forseti Bandaríkjanna hittust og tókust í hendur í fyrsta sinn.
12.06.2018 - 01:12
Leiðtogaráðstefna Trump og Kim - Bein lýsing
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, setjast til fundar um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, klukkan níu að staðartíma í Singapúr. Hér verða nýjustu tíðindi af fundinum skráð um leið og þau gerast.
12.06.2018 - 00:13
Kjarnorka og friður lykilatriði leiðtogafundar
Ný og bætt samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, uppbygging varanlegs friðar á Kóreuskaga og afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga verða meðal umræðuefna Kim Jong-Un og Donald Trump á leiðtogafundi þeirra í Singapúr á morgun. Frá þessu er greint á vef KCNA, ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.
11.06.2018 - 04:55
Eftirhermur Trump og Kim Jong-un hittust
Hinir raunverulegu Donald Trump og Kim Jong-un eru ekki þeir einu sem hafa sést á götum Singapúr. Vegfarendur ráku upp stór augu á dögunum, þegar svo virtist sem leiðtogarnir gengju þar um götur hönd í hönd. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að þetta voru eftirhermur.
10.06.2018 - 21:39
Pompeo ætlar til Kóreuskaga
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hyggist fara til Suður-Kóreu, Japan og Kína í næstu viku til að kynna fyrirhugaðan leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu. Hann ætli að ítreka mikilvægi þess að framfylgja viðskiptaþvingunum sem í gildi eru gegn Norður-Kóreu, er haft eftir honum í umfjöllun AFP-fréttastofunnar.
07.06.2018 - 22:40
Kim Jong-un sendir Trump bréf
Undirbúningi fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu miðar vel, segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump bíður í ofvæni eftir bréfi frá Kim, sem sagt er að eigi að berast á morgun.
31.05.2018 - 19:48
Leiðtogar Kóreuríkjanna hittust aftur
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Moon Jae-in leiðtogi Suður-Kóreu funduðu í dag við landamæri ríkjanna.
26.05.2018 - 12:20
  •