Færslur: Kiev

Íbúar Kiev endurheimta vatn og rafmagn
Íbúar Kiev eru aftur komnir með aðgang að vatni og rafmagni, degi eftir að loftárásir Rússa beindust að innviðum borgarinnar. Vitaly Klitschko, borgarstjóri Kiev, segir á samfélagsmiðlum að áfram verði lokað á rafmagnið í borginni á ákveðnum tímum vegna skemmda á rafkerfinu af völdum árásarinnar í gær. 
01.11.2022 - 08:59
Sprengingar og loftvarnarflautur glumdu í Kænugarði
Nokkrar sprengingar urðu í nótt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu og loftvarnarflautur ómuðu víða. Enginn er talinn hafa látist í árásunum en minnst einn slasaðist.
05.06.2022 - 04:31
Pútín boðar til hernaðaraðgerða í Úkraínu
Innrás rússneska hersins í Úkraínu er hafin. Vladímír Pútín forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum í tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Forsetinn lýsti þessu yfir í sjónvarpsávarpi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt, skömmu eftir að neyðarfundur hófst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna Úkraínudeilunnar.
Rússar sakaðir um árásir á opinber vefsetur Úkraínu
Úkraínustjórn segist hafa undir höndum sönnun þess að Rússar hafi staðið að baki umfangsmikilli árás á fjölda vefsetra hins opinbera í landinu á föstudaginn var.
Mannfall í átökum stríðandi fylkinga í Úkraínu
Úkraínskur hermaður og almennur borgari féllu í átökum milli hers landsins og sveita aðskilnaðarsinna hlynntum rússneskum stjórnvöldum. Átök hafa blossað upp að nýju í sumar.
11.08.2021 - 10:27
Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16

Mest lesið