Færslur: Kiev

Pútín boðar til hernaðaraðgerða í Úkraínu
Innrás rússneska hersins í Úkraínu er hafin. Vladímír Pútín forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum í tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Forsetinn lýsti þessu yfir í sjónvarpsávarpi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt, skömmu eftir að neyðarfundur hófst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna Úkraínudeilunnar.
Rússar sakaðir um árásir á opinber vefsetur Úkraínu
Úkraínustjórn segist hafa undir höndum sönnun þess að Rússar hafi staðið að baki umfangsmikilli árás á fjölda vefsetra hins opinbera í landinu á föstudaginn var.
Mannfall í átökum stríðandi fylkinga í Úkraínu
Úkraínskur hermaður og almennur borgari féllu í átökum milli hers landsins og sveita aðskilnaðarsinna hlynntum rússneskum stjórnvöldum. Átök hafa blossað upp að nýju í sumar.
11.08.2021 - 10:27
Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16